Seðlabankinn með stærsta inngrip á gjaldeyrismarkað frá hruni

Krónan hefur veikst mjög hratt það sem af er ári og Seðlabanki Íslands greip fast inn í gjaldeyrismarkaðinn í síðustu viku. Verðbólguskot er þó ekki í kortunum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands seldi gjald­eyri fyrir um átta millj­arða króna í síð­ustu viku til að toga á móti skar­pri lækkun á gengi krón­unn­ar. Á föstu­dag seldi bank­inn alls gjald­eyri úr forða sínum fyrir 3,6 millj­arða króna, sem er hæsta upp­hæð innan dags frá árinu 2008 hið minnsta, þegar banka­hrun varð á Íslandi. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag. 

Krónan hefur veikst hratt und­an­farnar vik­ur. Frá ára­mótum hefur gengi hennar gagn­vart evru lækkað um tæp 14 pró­sent, þar af hefur gengið lækkað um 12 pró­sent síð­ast­lið­inn mán­uð. 

Auglýsing
Gagnvart Banda­ríkja­dal hefur lækk­unin verið enn skarp­ari. Krónan hefur veikst gagn­vart honum um tæp­lega 16 pró­sent frá því um ára­mót en sú veik­ing hefur verið minni en gagn­vart evru síð­ast­lið­inn mán­uð, eða tæp­lega tíu pró­sent. 

Í Mark­aðnum er bent á að þrátt fyrir þetta hafi verð­bólgu­horfur á mark­aði 

ekki hækkað mikið og séu enn í kringum verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands. Verð­bólgu­skot er því ekki í kort­un­um.

Ástæða þess er sú að mik­ill slaki hefur skap­ast í íslensku hag­kerfi, meðal ann­ars vegna þess að kaup á flug­ferðum hafa nán­ast stöðvast, og fall á heims­mark­aðs­verð á olíu togar á móti í hina átt­ina, en það hefur meira en helm­ing­ast það sem af er ári. 

Þá er við­búið að fast­eigna­verð muni standa í stað eða lækka. Það mun einnig halda aftur af verð­bólgu.

Líf­eyr­is­sjóðir hvattir til að fara ekki út með fé

Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða sendu í gær frá sér hvatn­ingu til allra líf­eyr­is­sjóða lands­ins um að halda að sér höndum um gjald­eyr­is­kaup á næstu þremur mán­uð­um. „Þykir mik­il­vægt að sjóð­irnir leggi sitt af mörkum við að styðja við íslenskt sam­fé­lag og stuðla þannig að stöð­ug­leika þegar gefur á bát­inn.“

Þetta kom fram í til­kynn­ingu sem for­maður stjórnar Lands­sam­tak­ana, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, skrif­aði undir og var send í kjöl­far fundar með Ásgeiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra í gær þar sem fjallað var um þá óvissu sem eru nú til staðar í efna­hags­málum Íslands. 

Í til­kynn­ing­unni sagði enn fremur að mik­ill við­skipta­af­gangur síð­ustu ára hafi gefið líf­eyr­is­sjóðum lands­ins svig­rúm til þess að fjár­festa erlendis og ná fram áhættu­dreif­ingu í eigna­safni sínu. „Í ljósi þess að útflutn­ings­tekjur lands­ins munu fyr­ir­sjá­an­lega drag­ast saman tíma­bundið telja Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða það eðli­legt að líf­eyr­is­sjóðir standi ekki að gjald­eyr­is­kaupum á næstu mán­uð­um. Sjóð­irnir eru í eigu almenn­ings og því mik­il­vægt að þeir sýni ríka sam­fé­lags­lega ábyrgð þegar kemur til fjár­fest­inga og við­bragða í okkar sam­fé­lagi á óvissu­tím­um.“

Auglýsing
Eignir líf­eyr­is­sjóða lands­ins námu 5.006 millj­örðum króna í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Þar af voru erlendar eignir 1.509 millj­arðar króna, eða 30 pró­sent af eignum þeirra. 

Við­búið er að eigna­safn líf­eyr­is­sjóð­anna, hvort sem er hér heima eða erlend­is, muni taka á sig mikla lækkun vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 er að valda á efna­hags­kerfi heims­ins, en stór hluti eigna þeirra eru mark­aðs­verð­bréf. Allir mark­aðir hafa lækkað mikið síð­ustu daga og vik­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent