Seðlabankinn með stærsta inngrip á gjaldeyrismarkað frá hruni

Krónan hefur veikst mjög hratt það sem af er ári og Seðlabanki Íslands greip fast inn í gjaldeyrismarkaðinn í síðustu viku. Verðbólguskot er þó ekki í kortunum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands seldi gjald­eyri fyrir um átta millj­arða króna í síð­ustu viku til að toga á móti skar­pri lækkun á gengi krón­unn­ar. Á föstu­dag seldi bank­inn alls gjald­eyri úr forða sínum fyrir 3,6 millj­arða króna, sem er hæsta upp­hæð innan dags frá árinu 2008 hið minnsta, þegar banka­hrun varð á Íslandi. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag. 

Krónan hefur veikst hratt und­an­farnar vik­ur. Frá ára­mótum hefur gengi hennar gagn­vart evru lækkað um tæp 14 pró­sent, þar af hefur gengið lækkað um 12 pró­sent síð­ast­lið­inn mán­uð. 

Auglýsing
Gagnvart Banda­ríkja­dal hefur lækk­unin verið enn skarp­ari. Krónan hefur veikst gagn­vart honum um tæp­lega 16 pró­sent frá því um ára­mót en sú veik­ing hefur verið minni en gagn­vart evru síð­ast­lið­inn mán­uð, eða tæp­lega tíu pró­sent. 

Í Mark­aðnum er bent á að þrátt fyrir þetta hafi verð­bólgu­horfur á mark­aði 

ekki hækkað mikið og séu enn í kringum verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands. Verð­bólgu­skot er því ekki í kort­un­um.

Ástæða þess er sú að mik­ill slaki hefur skap­ast í íslensku hag­kerfi, meðal ann­ars vegna þess að kaup á flug­ferðum hafa nán­ast stöðvast, og fall á heims­mark­aðs­verð á olíu togar á móti í hina átt­ina, en það hefur meira en helm­ing­ast það sem af er ári. 

Þá er við­búið að fast­eigna­verð muni standa í stað eða lækka. Það mun einnig halda aftur af verð­bólgu.

Líf­eyr­is­sjóðir hvattir til að fara ekki út með fé

Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða sendu í gær frá sér hvatn­ingu til allra líf­eyr­is­sjóða lands­ins um að halda að sér höndum um gjald­eyr­is­kaup á næstu þremur mán­uð­um. „Þykir mik­il­vægt að sjóð­irnir leggi sitt af mörkum við að styðja við íslenskt sam­fé­lag og stuðla þannig að stöð­ug­leika þegar gefur á bát­inn.“

Þetta kom fram í til­kynn­ingu sem for­maður stjórnar Lands­sam­tak­ana, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, skrif­aði undir og var send í kjöl­far fundar með Ásgeiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra í gær þar sem fjallað var um þá óvissu sem eru nú til staðar í efna­hags­málum Íslands. 

Í til­kynn­ing­unni sagði enn fremur að mik­ill við­skipta­af­gangur síð­ustu ára hafi gefið líf­eyr­is­sjóðum lands­ins svig­rúm til þess að fjár­festa erlendis og ná fram áhættu­dreif­ingu í eigna­safni sínu. „Í ljósi þess að útflutn­ings­tekjur lands­ins munu fyr­ir­sjá­an­lega drag­ast saman tíma­bundið telja Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða það eðli­legt að líf­eyr­is­sjóðir standi ekki að gjald­eyr­is­kaupum á næstu mán­uð­um. Sjóð­irnir eru í eigu almenn­ings og því mik­il­vægt að þeir sýni ríka sam­fé­lags­lega ábyrgð þegar kemur til fjár­fest­inga og við­bragða í okkar sam­fé­lagi á óvissu­tím­um.“

Auglýsing
Eignir líf­eyr­is­sjóða lands­ins námu 5.006 millj­örðum króna í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Þar af voru erlendar eignir 1.509 millj­arðar króna, eða 30 pró­sent af eignum þeirra. 

Við­búið er að eigna­safn líf­eyr­is­sjóð­anna, hvort sem er hér heima eða erlend­is, muni taka á sig mikla lækkun vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 er að valda á efna­hags­kerfi heims­ins, en stór hluti eigna þeirra eru mark­aðs­verð­bréf. Allir mark­aðir hafa lækkað mikið síð­ustu daga og vik­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent