Merki um að veiran sé að ná sér á flug

„Við höfum sagt undanfarið að það sé tímaspursmál hvenær við förum að sjá aukningu í þessum faraldri og ég held að við séum að sjá fyrstu vísbendingar um það að við erum að fara upp þessa brekku,“ segir sóttvarnalæknir.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundinum í dag.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

„Við finnum það núna að það er komin þreyta í marga. Það er ó­þol­in­mæði víða. Og það eru komnar margar sögu­sagnir í gang, við erum að fá ­meira af þeim til okkar heldur en áður. Í dag er mikið búið að spyrja okkur í hvort við séum til­búin með skipu­lag um útgöngu­bann. Það er ekki rétt. Mig langar að minna okkur á að halda áfram að vera hrein­skilin hvert við ann­að, ­spyrja gagn­rýnna spurn­inga en vanda orða­lag­ið. Við skulum vanda okkur í öll­u­m ­sam­skiptum þá mun okkur ganga bet­ur. Þetta er lang­hlaup, við erum rétt að ­byrja. Sýnum kær­leik.“

Á þessum orðum hóf Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, upp­lýs­inga­fund dags­ins. „Mér telst til að þetta sé nítj­ándi fund­ur­inn um COVID-19.“

Nú hafa verið greind 330 smit á Íslandi og hefur til­fell­u­m því fjölgað um átta­tíu frá því í gær, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á fund­in­um. Á veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans greindust 73 ein­stak­lingar sem er um 15 pró­sent af inn­sendum sýnum sem er aukn­ing frá því sem var. „Þetta er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug.“

Auglýsing

Hvað varðar sýnin sem Íslensk erfða­grein­ing hefur tekið þá hafa 33 greinst jákvæð af um 4.500 sem er um 0,7 pró­sent.

Sjö á Land­spít­ala með COVID-19

Yfir 3.700 ein­stak­lingar eru í sótt­kví um land allt en veiran hefur nú greinst í öllum lands­hlut­um. Á Land­spít­ala eru sjö ein­stak­ling­ar inniliggj­andi vegna COVID-19. Þar af er einn á gjör­gæslu en hann er ekki í önd­un­ar­vél.

„Við höfum sagt und­an­farið að það sé tíma­spurs­mál hvenær við ­förum að sjá aukn­ingu í þessum far­aldri og ég held að við séum að sjá fyrst­u vís­bend­ingar um það að við erum að fara upp þessa brekku sem við höfum verið að teikna upp á kúrf­unni. Nú þurfum við að fylgj­ast mjög vel með hvar þessi sýk­ing er aðal­lega að stinga sér nið­ur.“

Þórólfur sagði að yfir­völd hefðu ýmis ráð til að nýta sér „og við gætum þurft að nýta stað­bundnar aðgerðir ef í harð­bakk­ann slær en það er ekk­ert á þess­ari stundu sem er ákveð­ið. Við höfum ýmis­legt upp í erminni sem við getum þurft að grípa til þegar fram líða stund­ir.“

Nálgun íslenskra yfir­valda á þessum far­aldri er sú sama og áð­ur. „Það er að greina snemma, beita ein­angrun á sýkta ein­stak­linga og sótt­kví á þá sem eru hugs­an­lega smit­að­ir,“ sagði Þórólf­ur. „Þetta teljum við ver­a á­hrifa­rík­ustu aðgerð­ina og segja Kín­verjar að hafi reynst þeim best. Þetta ­segja fræðin að virki best. Þetta er það sem margar þjóðir eru að grípa til nún­a.“

Hámarki spáð 7. apríl

Alma Möller land­læknir greindi frá því á fund­inum að í morg­un­ hefði hún ásamt tveimur öðrum íslenskum læknum setið fjar­fund með kín­verskum heil­brigð­is­yf­ir­völdum þar sem farið var yfir far­ald­ur­inn í Kína. „Það er ljóst að aðgerðir þeirra voru svip­aðar og við erum nota.“

Hún sagði að nú væri hafin vinna við notkun spálík­ans hér á landi í sam­vinnu við bæði tölv­un­ar­fræð­inga og stærð­fræð­inga. Spáin tekur mið af því hvernig far­ald­ur­inn fer af stað á Íslandi sem og ann­ars staðar í heim­in­um. Alma ­sagði að byrjað væri að skoða hvert álagið á heil­brigð­is­kerfið geti orð­ið. „Í ­gær benti með­al­spá til þess að 7. apríl væri hámark far­ald­urs og að þá væru sjö­tíu sjúk­lingar á sjúkra­húsi. Verri spá væri að 110 sjúk­lingar væru á sjúkra­hús­i.“

Í lík­an­inu voru spár um gjör­gæslu­inn­lagnir skoð­að­ar­ ­sér­stak­lega. „Miðað við með­al­spá væru sam­tals og upp­safn­að, það er að segja inn­lagnir alls sjö þann fjórt­ánda apr­íl. En verri spá áætl­aði þrjá­tíu sjúk­linga og 16. apríl væri þá hápunkt­ur.“

Alma lagði áherslu á að spáin væri gerð með miklum fyr­ir­vara og að hana þyrfti stöðugt að upp­færa. „En auð­vitað erum við að búa okkur und­ir­ far­ald­ur­inn með til­liti til verstu spár.“

Engar bygg­ingar utan LSH

Land­læknir sagði að fyrst og fremst væri horft til­ Land­spít­al­ans í Foss­vogi hvað varðar und­ir­bún­ing fyrir það að taka við fleiri ­sjúk­lingum vegna COVID-19. „Við erum líka með sviðs­myndir þar sem gæti þurft að ­leita út fyrir Land­spít­ala en við erum ekki á þessu stigi að hugsa um ein­hverjar nýjar bygg­ingar eða slíkt.“

Alma tók undir orð Víðis að nú væri mik­il­vægt að standa ­sam­an, hlusta ekki á flökku­sögur „og láta veiruna ekki kom­ast upp á milli okk­ar“.

Þórólfur rifj­aði upp fyrri orð sín um að ef tölur frá­ Hubei-hér­aði í Kína væru yfir­færðar á Ísland þá gætum við búist við því að 300-400 ein­stak­lingar myndu sýkj­ast. „Ég sagði einnig að við gætum séð um ­þrjá­tíu ein­stak­linga á gjör­gæslu. Þannig að sam­kvæmt okkar stærð­fræði­lík­an­i virð­ist sú spá vera að ræt­ast.“ Hins vegar hafi hann alltaf sagt að tölur yfir­ smit­aða færu eftir því hversu mikið væri leit­að. „Það var aldrei spá í sjálfu ­sér að hér myndu sýkj­ast ein­ungis 400 ein­stak­ling­ar.“

Víðir end­aði fund­inn á þessum orð­um: „Munum það að við erum öll ein­stök. Við erum mis­mun­andi sam­sett sam­fé­lag. En í þessu til­felli erum við að vinna sem eitt lið. Það er eina leiðin til að kom­ast í gegnum þetta.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent