Merki um að veiran sé að ná sér á flug

„Við höfum sagt undanfarið að það sé tímaspursmál hvenær við förum að sjá aukningu í þessum faraldri og ég held að við séum að sjá fyrstu vísbendingar um það að við erum að fara upp þessa brekku,“ segir sóttvarnalæknir.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundinum í dag.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

„Við finnum það núna að það er komin þreyta í marga. Það er ó­þol­in­mæði víða. Og það eru komnar margar sögu­sagnir í gang, við erum að fá ­meira af þeim til okkar heldur en áður. Í dag er mikið búið að spyrja okkur í hvort við séum til­búin með skipu­lag um útgöngu­bann. Það er ekki rétt. Mig langar að minna okkur á að halda áfram að vera hrein­skilin hvert við ann­að, ­spyrja gagn­rýnna spurn­inga en vanda orða­lag­ið. Við skulum vanda okkur í öll­u­m ­sam­skiptum þá mun okkur ganga bet­ur. Þetta er lang­hlaup, við erum rétt að ­byrja. Sýnum kær­leik.“

Á þessum orðum hóf Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, upp­lýs­inga­fund dags­ins. „Mér telst til að þetta sé nítj­ándi fund­ur­inn um COVID-19.“

Nú hafa verið greind 330 smit á Íslandi og hefur til­fell­u­m því fjölgað um átta­tíu frá því í gær, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á fund­in­um. Á veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans greindust 73 ein­stak­lingar sem er um 15 pró­sent af inn­sendum sýnum sem er aukn­ing frá því sem var. „Þetta er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug.“

Auglýsing

Hvað varðar sýnin sem Íslensk erfða­grein­ing hefur tekið þá hafa 33 greinst jákvæð af um 4.500 sem er um 0,7 pró­sent.

Sjö á Land­spít­ala með COVID-19

Yfir 3.700 ein­stak­lingar eru í sótt­kví um land allt en veiran hefur nú greinst í öllum lands­hlut­um. Á Land­spít­ala eru sjö ein­stak­ling­ar inniliggj­andi vegna COVID-19. Þar af er einn á gjör­gæslu en hann er ekki í önd­un­ar­vél.

„Við höfum sagt und­an­farið að það sé tíma­spurs­mál hvenær við ­förum að sjá aukn­ingu í þessum far­aldri og ég held að við séum að sjá fyrst­u vís­bend­ingar um það að við erum að fara upp þessa brekku sem við höfum verið að teikna upp á kúrf­unni. Nú þurfum við að fylgj­ast mjög vel með hvar þessi sýk­ing er aðal­lega að stinga sér nið­ur.“

Þórólfur sagði að yfir­völd hefðu ýmis ráð til að nýta sér „og við gætum þurft að nýta stað­bundnar aðgerðir ef í harð­bakk­ann slær en það er ekk­ert á þess­ari stundu sem er ákveð­ið. Við höfum ýmis­legt upp í erminni sem við getum þurft að grípa til þegar fram líða stund­ir.“

Nálgun íslenskra yfir­valda á þessum far­aldri er sú sama og áð­ur. „Það er að greina snemma, beita ein­angrun á sýkta ein­stak­linga og sótt­kví á þá sem eru hugs­an­lega smit­að­ir,“ sagði Þórólf­ur. „Þetta teljum við ver­a á­hrifa­rík­ustu aðgerð­ina og segja Kín­verjar að hafi reynst þeim best. Þetta ­segja fræðin að virki best. Þetta er það sem margar þjóðir eru að grípa til nún­a.“

Hámarki spáð 7. apríl

Alma Möller land­læknir greindi frá því á fund­inum að í morg­un­ hefði hún ásamt tveimur öðrum íslenskum læknum setið fjar­fund með kín­verskum heil­brigð­is­yf­ir­völdum þar sem farið var yfir far­ald­ur­inn í Kína. „Það er ljóst að aðgerðir þeirra voru svip­aðar og við erum nota.“

Hún sagði að nú væri hafin vinna við notkun spálík­ans hér á landi í sam­vinnu við bæði tölv­un­ar­fræð­inga og stærð­fræð­inga. Spáin tekur mið af því hvernig far­ald­ur­inn fer af stað á Íslandi sem og ann­ars staðar í heim­in­um. Alma ­sagði að byrjað væri að skoða hvert álagið á heil­brigð­is­kerfið geti orð­ið. „Í ­gær benti með­al­spá til þess að 7. apríl væri hámark far­ald­urs og að þá væru sjö­tíu sjúk­lingar á sjúkra­húsi. Verri spá væri að 110 sjúk­lingar væru á sjúkra­hús­i.“

Í lík­an­inu voru spár um gjör­gæslu­inn­lagnir skoð­að­ar­ ­sér­stak­lega. „Miðað við með­al­spá væru sam­tals og upp­safn­að, það er að segja inn­lagnir alls sjö þann fjórt­ánda apr­íl. En verri spá áætl­aði þrjá­tíu sjúk­linga og 16. apríl væri þá hápunkt­ur.“

Alma lagði áherslu á að spáin væri gerð með miklum fyr­ir­vara og að hana þyrfti stöðugt að upp­færa. „En auð­vitað erum við að búa okkur und­ir­ far­ald­ur­inn með til­liti til verstu spár.“

Engar bygg­ingar utan LSH

Land­læknir sagði að fyrst og fremst væri horft til­ Land­spít­al­ans í Foss­vogi hvað varðar und­ir­bún­ing fyrir það að taka við fleiri ­sjúk­lingum vegna COVID-19. „Við erum líka með sviðs­myndir þar sem gæti þurft að ­leita út fyrir Land­spít­ala en við erum ekki á þessu stigi að hugsa um ein­hverjar nýjar bygg­ingar eða slíkt.“

Alma tók undir orð Víðis að nú væri mik­il­vægt að standa ­sam­an, hlusta ekki á flökku­sögur „og láta veiruna ekki kom­ast upp á milli okk­ar“.

Þórólfur rifj­aði upp fyrri orð sín um að ef tölur frá­ Hubei-hér­aði í Kína væru yfir­færðar á Ísland þá gætum við búist við því að 300-400 ein­stak­lingar myndu sýkj­ast. „Ég sagði einnig að við gætum séð um ­þrjá­tíu ein­stak­linga á gjör­gæslu. Þannig að sam­kvæmt okkar stærð­fræði­lík­an­i virð­ist sú spá vera að ræt­ast.“ Hins vegar hafi hann alltaf sagt að tölur yfir­ smit­aða færu eftir því hversu mikið væri leit­að. „Það var aldrei spá í sjálfu ­sér að hér myndu sýkj­ast ein­ungis 400 ein­stak­ling­ar.“

Víðir end­aði fund­inn á þessum orð­um: „Munum það að við erum öll ein­stök. Við erum mis­mun­andi sam­sett sam­fé­lag. En í þessu til­felli erum við að vinna sem eitt lið. Það er eina leiðin til að kom­ast í gegnum þetta.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent