Merki um að veiran sé að ná sér á flug

„Við höfum sagt undanfarið að það sé tímaspursmál hvenær við förum að sjá aukningu í þessum faraldri og ég held að við séum að sjá fyrstu vísbendingar um það að við erum að fara upp þessa brekku,“ segir sóttvarnalæknir.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundinum í dag.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Ævar Pálmi Pálmason á upplýsingafundinum í dag.
Auglýsing

„Við finnum það núna að það er komin þreyta í marga. Það er óþolinmæði víða. Og það eru komnar margar sögusagnir í gang, við erum að fá meira af þeim til okkar heldur en áður. Í dag er mikið búið að spyrja okkur í hvort við séum tilbúin með skipulag um útgöngubann. Það er ekki rétt. Mig langar að minna okkur á að halda áfram að vera hreinskilin hvert við annað, spyrja gagnrýnna spurninga en vanda orðalagið. Við skulum vanda okkur í öllum samskiptum þá mun okkur ganga betur. Þetta er langhlaup, við erum rétt að byrja. Sýnum kærleik.“

Á þessum orðum hóf Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, upplýsingafund dagsins. „Mér telst til að þetta sé nítjándi fundurinn um COVID-19.“

Nú hafa verið greind 330 smit á Íslandi og hefur tilfellum því fjölgað um áttatíu frá því í gær, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Á veirufræðideild Landspítalans greindust 73 einstaklingar sem er um 15 prósent af innsendum sýnum sem er aukning frá því sem var. „Þetta er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug.“

Auglýsing

Hvað varðar sýnin sem Íslensk erfðagreining hefur tekið þá hafa 33 greinst jákvæð af um 4.500 sem er um 0,7 prósent.

Sjö á Landspítala með COVID-19

Yfir 3.700 einstaklingar eru í sóttkví um land allt en veiran hefur nú greinst í öllum landshlutum. Á Landspítala eru sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID-19. Þar af er einn á gjörgæslu en hann er ekki í öndunarvél.

„Við höfum sagt undanfarið að það sé tímaspursmál hvenær við förum að sjá aukningu í þessum faraldri og ég held að við séum að sjá fyrstu vísbendingar um það að við erum að fara upp þessa brekku sem við höfum verið að teikna upp á kúrfunni. Nú þurfum við að fylgjast mjög vel með hvar þessi sýking er aðallega að stinga sér niður.“

Þórólfur sagði að yfirvöld hefðu ýmis ráð til að nýta sér „og við gætum þurft að nýta staðbundnar aðgerðir ef í harðbakkann slær en það er ekkert á þessari stundu sem er ákveðið. Við höfum ýmislegt upp í erminni sem við getum þurft að grípa til þegar fram líða stundir.“

Nálgun íslenskra yfirvalda á þessum faraldri er sú sama og áður. „Það er að greina snemma, beita einangrun á sýkta einstaklinga og sóttkví á þá sem eru hugsanlega smitaðir,“ sagði Þórólfur. „Þetta teljum við vera áhrifaríkustu aðgerðina og segja Kínverjar að hafi reynst þeim best. Þetta segja fræðin að virki best. Þetta er það sem margar þjóðir eru að grípa til núna.“

Hámarki spáð 7. apríl

Alma Möller landlæknir greindi frá því á fundinum að í morgun hefði hún ásamt tveimur öðrum íslenskum læknum setið fjarfund með kínverskum heilbrigðisyfirvöldum þar sem farið var yfir faraldurinn í Kína. „Það er ljóst að aðgerðir þeirra voru svipaðar og við erum nota.“

Hún sagði að nú væri hafin vinna við notkun spálíkans hér á landi í samvinnu við bæði tölvunarfræðinga og stærðfræðinga. Spáin tekur mið af því hvernig faraldurinn fer af stað á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Alma sagði að byrjað væri að skoða hvert álagið á heilbrigðiskerfið geti orðið. „Í gær benti meðalspá til þess að 7. apríl væri hámark faraldurs og að þá væru sjötíu sjúklingar á sjúkrahúsi. Verri spá væri að 110 sjúklingar væru á sjúkrahúsi.“

Í líkaninu voru spár um gjörgæsluinnlagnir skoðaðar sérstaklega. „Miðað við meðalspá væru samtals og uppsafnað, það er að segja innlagnir alls sjö þann fjórtánda apríl. En verri spá áætlaði þrjátíu sjúklinga og 16. apríl væri þá hápunktur.“

Alma lagði áherslu á að spáin væri gerð með miklum fyrirvara og að hana þyrfti stöðugt að uppfæra. „En auðvitað erum við að búa okkur undir faraldurinn með tilliti til verstu spár.“

Engar byggingar utan LSH

Landlæknir sagði að fyrst og fremst væri horft til Landspítalans í Fossvogi hvað varðar undirbúning fyrir það að taka við fleiri sjúklingum vegna COVID-19. „Við erum líka með sviðsmyndir þar sem gæti þurft að leita út fyrir Landspítala en við erum ekki á þessu stigi að hugsa um einhverjar nýjar byggingar eða slíkt.“

Alma tók undir orð Víðis að nú væri mikilvægt að standa saman, hlusta ekki á flökkusögur „og láta veiruna ekki komast upp á milli okkar“.

Þórólfur rifjaði upp fyrri orð sín um að ef tölur frá Hubei-héraði í Kína væru yfirfærðar á Ísland þá gætum við búist við því að 300-400 einstaklingar myndu sýkjast. „Ég sagði einnig að við gætum séð um þrjátíu einstaklinga á gjörgæslu. Þannig að samkvæmt okkar stærðfræðilíkani virðist sú spá vera að rætast.“ Hins vegar hafi hann alltaf sagt að tölur yfir smitaða færu eftir því hversu mikið væri leitað. „Það var aldrei spá í sjálfu sér að hér myndu sýkjast einungis 400 einstaklingar.“

Víðir endaði fundinn á þessum orðum: „Munum það að við erum öll einstök. Við erum mismunandi samsett samfélag. En í þessu tilfelli erum við að vinna sem eitt lið. Það er eina leiðin til að komast í gegnum þetta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent