Ísland tekur þátt í ferðabanni Evrópusambandsins

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í ferðabanninu sem Evrópusambandið tilkynnti um í vikunni og mun ná yfir öll Schengen-ríkin.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Ísland mun taka þátt í ferða­banni ásamt öðrum Schengen ríkj­um. Bannið mun ekki hafa bein áhrif á vöru­­flutn­inga held­ur á þetta ein­ung­is við um ferða­menn utan Schengen sem verður þá ekki leng­ur heim­ilt að koma til lands­ins. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra greinir frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar segir hún að komum ferða­manna væri að mestu sjálf­hætt vegna veirunn­ar.

„Þrátt fyr­ir að ferða­bann hafi ekki verið of­­ar­­lega hjá okk­ar sér­­­fræð­ing­um sem ár­ang­­ur­s­­rík aðferð gegn út­breiðslu kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins þá hef­ur verið biðlað til okk­ar að taka þátt í lok­un landa­mæra ESB- og Schen­gen-­ríkj­anna og við eig­um óhægt um vik að skor­­ast und­an því.“

Fram­­kvæmda­­stjórn Evr­­ópu­­sam­­bands­ins mælt­ist til þess á mánu­dag öll ríki Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B), sem og nágranna­lönd sem standa utan þess, myndu banna öll „ónauð­­syn­­leg ferða­lög“ til Evr­­ópu og setja á 30 daga ferða­­bann sem næði í raun til alls heims­ins. Ein­ungis Evr­­ópu­­búar fengju þá að ferð­­ast til Evr­­ópu, nema í und­an­­tekn­ing­­ar­til­­fell­­um.

Auglýsing
Ursula von der Leyen, for­­seti fram­­kvæmda­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sagði á blaða­­manna­fundi vegna þessa að því minni sem ferða­lög væru, því betur væri hægt að halda útbreiðslu COVID-19 í skefj­­um.

Áslaug Arna segir í stöðu­upp­færsl­unni að alþjóð­legt og svæð­is­bundið sam­­starf ríkja sé mik­il­vægt í bar­átt­unni við veiruna og að Íslandi þurfi á sam­­starfi ESB- og EES-­ríkj­anna að halda. Á grund­velli þess og mati á stjórn­valda á hags­mun­um þá hafi verið ákveðið að taka þátt í aðgerðum Schen­gen-­ríkj­anna og loka hér ytri landa­­mær­­um. „Við höfum ít­rekað bent á okk­ar sér­­­stöðu inn­­an svæð­is­ins síð­ustu daga. Við erum eyja langt frá öðrum lönd­um og við eig­um meira und­ir flug­­­sam­­göng­um og við höf­um því beðið um að sér­­stakt til­­lit verði tekið til okk­ar þegar við sjá­um fyr­ir að við vilj­um fara aflétta þess­­ari lok­un.“

Tutt­ugu og tvö ríki ESB eru í Schen­­gen-­­sam­­starf­inu, auk Íslands, Nor­egs, Sviss og Liect­­en­­stein. Bret­land og Írland eru ekki hluti af Schen­­gen-­­svæð­inu og ekki heldur Kró­a­­tía, Búlgar­ía, Kýpur né Rúm­en­í­a. 

Þegar höfðu mörg ríki innan Schengen lokað landa­­mærum áður en að til­kynn­ingin barst á mánu­dag, þar af tíu ríki innan ESB. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent