Kom heim frá Bretlandi vegna værukærra viðbragða við veirunni

Íslenskir námsmenn erlendis eru nú margir komnir heim eða að íhuga að koma heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Doktorsnemi í Bretlandi segist vera kominn heim vegna værukærðar af hálfu bæði stjórnvalda og almennings þar í landi.

Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við University of Kent í Englandi.
Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við University of Kent í Englandi.
Auglýsing

„Ég kom heim á þriðju­dag­inn. Mér leist ekk­ert á þetta, hvernig bresk stjórn­völd voru að taka á málum þar í landi. Þeirra við­brögð ein­kenn­ast af rosa­lega mik­illi væru­kærð og seina­gangi og þau virð­ast ekki vera alveg í tengslum við raun­veru­leik­ann, alla­vega ekki þann raun­veru­leika sem önnur lönd skynja,“ segir Bjarki Þór Grön­feldt, dokt­or­snemi í stjórn­mála­sál­fræði við háskól­ann í Kent í Bret­landi, í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann er einn fjöl­margra íslenskra náms­manna erlendis sem hafa orðið fyrir áhrifum af útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Margir þeirra eru komnir heim til Íslands. Veiran hefur mikil áhrif í skóla­kerf­inu eins og ann­ars staðar og Bjarki segir hóp tíu til fimmtán náms­manna í Bret­landi sem hann er reglu­lega í sam­skiptum við vera í svip­uðum sporum og hann sjálf­ur.

„Ég held að það séu meira og minna allir komnir heim, eða með plön um að fara heim,“ segir Bjarki, sem situr í stjórn SÍNE, Sam­taka íslenskra náms­manna erlend­is, um þennan hóp félaga sinna í breskum háskól­um. „Ég ætl­aði bara að bíða og sjá, en þegar það varð ljóst í hádeg­inu á mánu­dag­inn að allir þeir fundir og annað slíkt sem ég átti að vera við­staddur á næstu vikum féllu niður ákvað ég að fljúga heim.“

Auglýsing

„Keep calm and carry on“ eigi ekki við um þessa ógn

Hann seg­ist hafa orðið var við væru­kærð vegna veirunnar í Bret­landi, bæði af hálfu yfir­valda sem og almenn­ings. Í Bret­landi er þannig hálf­gerður „blitz spi­rit“ ríkj­andi, segir Bjarki, og vísar þar til þess æðru­leysis sem breskur almenn­ingur er sagður hafa sýnt þegar þýski flug­her­inn gerði loft­árás eftir loft­árás á breskar borgir snemma í síð­ari heims­styrj­öld. Fólk reyndi þá að halda lífi sínu gang­andi eins og venju­lega þrátt fyrir að ógn steðj­aði að, „bara „keep calm and carry on“, sem er kannski ekki alveg við­eig­andi þegar þú ert að eiga við ósýni­legan óvin,“ að mati Bjarka.

Bjarki seg­ist hafa orðið þess var að í Canter­bury þar sem hann býr hafi krár enn verið þétt setnar skömmu áður en hann hélt heim á leið og það við­horf hafi heyrst ansi víða, sem hann hafi ekki heyrt hér á landi, að stjórn­völd væru að gera of mikið veður út af veirunni. Skila­boð um að við­hafa faðm­flótta (e. social distancing) hafi ekki náð eyrum allra.

Á sama tíma hefðu bresk stjórn­völd verið að gera lítið í sam­an­burði við nágranna­þjóð­irnar á meg­in­landi Evr­ópu. Grunn­skólar lands­ins lok­uðu þó í gær um óákveð­inn tíma og börum og veit­inga­stöðum hefur einnig verið skipað að loka, frá og með deg­inum í dag. Auk­inn þungi er þannig að fær­ast í við­brögð breskra yfir­valda núna.

Háskól­arnir fengu þó engin mið­læg skila­boð um að loka, þó að allir séu þeir nú búnir að færa kennsl­una alfarið yfir á net­ið. En það var hverjum og einum skóla í sjálfs­vald sett. Bjarki segir að ýmis­legt virð­ist spila inn í þá ákvarð­ana­töku, þannig hafa verið nærri mán­að­ar­löng verk­föll í breskum háskólum á önn­inni til þessa og stjórn­endur viljað reyna að halda skól­unum opnum eins lengi og hægt væri af þeim sök­um, svo önnin færi ekki alveg í vaskinn. Breska háskóla­kerfið sé enda mjög pen­inga­drif­ið.

„Ég er hepp­inn, mitt nám er svo sem bara rann­sókn­ir, þannig að ég get sinnt því þannig séð hvar sem er ef ég kem mér upp aðstöðu til að lesa og skrifa, en þetta horfir allt öðru­vísi við þeim sem eru í verk­legu námi og þurfa að sækja tíma. Hver og einn skóli verður bara að taka á því og ég veit að þetta er meira og minna allt í upp­námi, öll próf og annað slíkt. Það er bara risa spurs­mál, hvernig verður með prófin og ann­að,“ segir Bjarki og bætir við að búið sé að fella niður hin svoköll­uðu „A-­levels“ próf, inn­töku­prófin í bresku háskól­ana, sem áttu að fara fram í vor.

Náms­menn utan Evr­ópu hafa að fleiru að huga

Almennt telur Bjarki að heims­far­ald­ur­inn sé að hafa tölu­vert mikil áhrif á stöðu íslenskra náms­manna erlendis og skilur að marigr vilji kom­ast heim í öryggi, upp­lifi þeir öryggi sleysi ytra, líkt og hann sjálf­ur. En það er ekki ein­falt fyrir alla að yfir­gefa landið þar sem þeir eru í námi, þrátt fyrir að skóla­kerfið stoppi. Sumir þurfa að hafa áhyggjur af vega­bréfs­á­rit­un­um, til dæmis þeir sem eru í námi í Banda­ríkj­un­um, Asíu eða Ástr­al­íu.

„Í Bret­landi til dæmis eru flestir þeir sem koma utan Evr­ópu á svoköll­uðu „Tier 4 Visa“, sem er mjög strangt, þannig að það er mjög tak­markað hversu mikið þú mátt fara úr landi og hversu mikið þú mátt missa úr nám­inu á meðan því stend­ur. En það var gefið út núna síð­ustu helgi að inn­an­rík­is­ráðu­neytið myndi gefa und­an­þágu núna, fyrir þá sem vilja fara heim til sín á meðan þetta ástand gengur yfir,“ segir Bjarki. 

LÍN hefur gert ýmis­legt til þess að létta náms­mönnum lífið í þessum maka­lausu aðstæð­um. Þannig hafa náms­menn erlendis fengið vil­yrði fyrir auka ferða­láni, þannig að hægt sé að fá lánað fyrir auka ferð heim til Íslands á meðan far­ald­ur­inn geisar og einnig er búið að slaka á kröfum um stað­fest­ingu á náms­fram­vindu, sem Bjarki seg­ist ánægður með. 

Hann segir að trygg­inga­mál gætu vaf­ist fyrir ein­hverjum náms­mönnum og segir eðli­legt að þau sem eru í námi í Banda­ríkj­unum eða Ástr­alíu hafi ein­hverjar áhyggjur af því hvort þau séu nógu vel tryggð í dval­ar­land­inu, fari svo að þau þurfi að leita til heil­brigð­is­kerf­is­ins vegna COVID-19 sýk­ing­ar.

„Það gerði eng­inn ráð fyrir heims­far­aldri, held ég, þegar fólk var að skipu­leggja námið sitt,“ segir Bjarki.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent