Kom heim frá Bretlandi vegna værukærra viðbragða við veirunni

Íslenskir námsmenn erlendis eru nú margir komnir heim eða að íhuga að koma heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Doktorsnemi í Bretlandi segist vera kominn heim vegna værukærðar af hálfu bæði stjórnvalda og almennings þar í landi.

Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við University of Kent í Englandi.
Bjarki Þór Grönfeldt er doktorsnemi í stjórnmálasálfræði við University of Kent í Englandi.
Auglýsing

„Ég kom heim á þriðju­dag­inn. Mér leist ekk­ert á þetta, hvernig bresk stjórn­völd voru að taka á málum þar í landi. Þeirra við­brögð ein­kenn­ast af rosa­lega mik­illi væru­kærð og seina­gangi og þau virð­ast ekki vera alveg í tengslum við raun­veru­leik­ann, alla­vega ekki þann raun­veru­leika sem önnur lönd skynja,“ segir Bjarki Þór Grön­feldt, dokt­or­snemi í stjórn­mála­sál­fræði við háskól­ann í Kent í Bret­landi, í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann er einn fjöl­margra íslenskra náms­manna erlendis sem hafa orðið fyrir áhrifum af útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Margir þeirra eru komnir heim til Íslands. Veiran hefur mikil áhrif í skóla­kerf­inu eins og ann­ars staðar og Bjarki segir hóp tíu til fimmtán náms­manna í Bret­landi sem hann er reglu­lega í sam­skiptum við vera í svip­uðum sporum og hann sjálf­ur.

„Ég held að það séu meira og minna allir komnir heim, eða með plön um að fara heim,“ segir Bjarki, sem situr í stjórn SÍNE, Sam­taka íslenskra náms­manna erlend­is, um þennan hóp félaga sinna í breskum háskól­um. „Ég ætl­aði bara að bíða og sjá, en þegar það varð ljóst í hádeg­inu á mánu­dag­inn að allir þeir fundir og annað slíkt sem ég átti að vera við­staddur á næstu vikum féllu niður ákvað ég að fljúga heim.“

Auglýsing

„Keep calm and carry on“ eigi ekki við um þessa ógn

Hann seg­ist hafa orðið var við væru­kærð vegna veirunnar í Bret­landi, bæði af hálfu yfir­valda sem og almenn­ings. Í Bret­landi er þannig hálf­gerður „blitz spi­rit“ ríkj­andi, segir Bjarki, og vísar þar til þess æðru­leysis sem breskur almenn­ingur er sagður hafa sýnt þegar þýski flug­her­inn gerði loft­árás eftir loft­árás á breskar borgir snemma í síð­ari heims­styrj­öld. Fólk reyndi þá að halda lífi sínu gang­andi eins og venju­lega þrátt fyrir að ógn steðj­aði að, „bara „keep calm and carry on“, sem er kannski ekki alveg við­eig­andi þegar þú ert að eiga við ósýni­legan óvin,“ að mati Bjarka.

Bjarki seg­ist hafa orðið þess var að í Canter­bury þar sem hann býr hafi krár enn verið þétt setnar skömmu áður en hann hélt heim á leið og það við­horf hafi heyrst ansi víða, sem hann hafi ekki heyrt hér á landi, að stjórn­völd væru að gera of mikið veður út af veirunni. Skila­boð um að við­hafa faðm­flótta (e. social distancing) hafi ekki náð eyrum allra.

Á sama tíma hefðu bresk stjórn­völd verið að gera lítið í sam­an­burði við nágranna­þjóð­irnar á meg­in­landi Evr­ópu. Grunn­skólar lands­ins lok­uðu þó í gær um óákveð­inn tíma og börum og veit­inga­stöðum hefur einnig verið skipað að loka, frá og með deg­inum í dag. Auk­inn þungi er þannig að fær­ast í við­brögð breskra yfir­valda núna.

Háskól­arnir fengu þó engin mið­læg skila­boð um að loka, þó að allir séu þeir nú búnir að færa kennsl­una alfarið yfir á net­ið. En það var hverjum og einum skóla í sjálfs­vald sett. Bjarki segir að ýmis­legt virð­ist spila inn í þá ákvarð­ana­töku, þannig hafa verið nærri mán­að­ar­löng verk­föll í breskum háskólum á önn­inni til þessa og stjórn­endur viljað reyna að halda skól­unum opnum eins lengi og hægt væri af þeim sök­um, svo önnin færi ekki alveg í vaskinn. Breska háskóla­kerfið sé enda mjög pen­inga­drif­ið.

„Ég er hepp­inn, mitt nám er svo sem bara rann­sókn­ir, þannig að ég get sinnt því þannig séð hvar sem er ef ég kem mér upp aðstöðu til að lesa og skrifa, en þetta horfir allt öðru­vísi við þeim sem eru í verk­legu námi og þurfa að sækja tíma. Hver og einn skóli verður bara að taka á því og ég veit að þetta er meira og minna allt í upp­námi, öll próf og annað slíkt. Það er bara risa spurs­mál, hvernig verður með prófin og ann­að,“ segir Bjarki og bætir við að búið sé að fella niður hin svoköll­uðu „A-­levels“ próf, inn­töku­prófin í bresku háskól­ana, sem áttu að fara fram í vor.

Náms­menn utan Evr­ópu hafa að fleiru að huga

Almennt telur Bjarki að heims­far­ald­ur­inn sé að hafa tölu­vert mikil áhrif á stöðu íslenskra náms­manna erlendis og skilur að marigr vilji kom­ast heim í öryggi, upp­lifi þeir öryggi sleysi ytra, líkt og hann sjálf­ur. En það er ekki ein­falt fyrir alla að yfir­gefa landið þar sem þeir eru í námi, þrátt fyrir að skóla­kerfið stoppi. Sumir þurfa að hafa áhyggjur af vega­bréfs­á­rit­un­um, til dæmis þeir sem eru í námi í Banda­ríkj­un­um, Asíu eða Ástr­al­íu.

„Í Bret­landi til dæmis eru flestir þeir sem koma utan Evr­ópu á svoköll­uðu „Tier 4 Visa“, sem er mjög strangt, þannig að það er mjög tak­markað hversu mikið þú mátt fara úr landi og hversu mikið þú mátt missa úr nám­inu á meðan því stend­ur. En það var gefið út núna síð­ustu helgi að inn­an­rík­is­ráðu­neytið myndi gefa und­an­þágu núna, fyrir þá sem vilja fara heim til sín á meðan þetta ástand gengur yfir,“ segir Bjarki. 

LÍN hefur gert ýmis­legt til þess að létta náms­mönnum lífið í þessum maka­lausu aðstæð­um. Þannig hafa náms­menn erlendis fengið vil­yrði fyrir auka ferða­láni, þannig að hægt sé að fá lánað fyrir auka ferð heim til Íslands á meðan far­ald­ur­inn geisar og einnig er búið að slaka á kröfum um stað­fest­ingu á náms­fram­vindu, sem Bjarki seg­ist ánægður með. 

Hann segir að trygg­inga­mál gætu vaf­ist fyrir ein­hverjum náms­mönnum og segir eðli­legt að þau sem eru í námi í Banda­ríkj­unum eða Ástr­alíu hafi ein­hverjar áhyggjur af því hvort þau séu nógu vel tryggð í dval­ar­land­inu, fari svo að þau þurfi að leita til heil­brigð­is­kerf­is­ins vegna COVID-19 sýk­ing­ar.

„Það gerði eng­inn ráð fyrir heims­far­aldri, held ég, þegar fólk var að skipu­leggja námið sitt,“ segir Bjarki.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent