Staðfest smit orðin 409

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 409 hér á landi. Þau voru 330 í gær. 4166 manns eru í sóttkví víða um land og sjö liggja á sjúkrahúsi vegna COVID-19.

Kórónuveiran Mynd: Shutterstock
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 409 hér á landi. Þau voru 330 í gær. 4.166 manns eru í sótt­kví víða um land og sjö liggja á sjúkra­húsi vegna COVID-19. Greindum smitum hefur því fjölgað um tæp átta­tíu á einum sól­ar­hring. Sama gerðits í gær á milli daga.

Þetta kemur fram á vefnum Covid.­is.

Upp­runi um 35% smita er óþekkt­ur. 36% þeirra eru rakin til­ út­landa og um 28% eru svokölluð inn­an­lands­smit. Þetta eru tölu­verð breyt­ing frá því gær þar sem helm­ingur smita var enn rak­inn til útlanda.

Auglýsing

Tæp­lega 9.200 sýni hafa verið tekin á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans og hjá Íslenskri erfða­grein­ingu. Fimmtán smit hafa greinst síð­asta sól­ar­hring­inn hjá Íslenskri erfða­grein­ingu sem er mesti fjöldi hingað til.

Fólk er nú í sótt­kví í öllum lands­hlut­um. Í heild­ina hafa 577 manns lokið sótt­kví.

Búast má við 1.000 smitum í lok maí

Sam­­kvæmt spálík­­ani sem vís­inda­­menn frá Háskóla Íslands, emb­ætti land­læknis og Land­­spít­­ala hafa gert, um lík­­­lega þróun COVID-19 far­ald­­ur­s­ins á Íslandi, má búast við því að fyrir lok maí­mán­aðar hafi um 1.000 manns á Íslandi greinst með COVID-19. 

Svart­­sýn­­ustu spár gera ráð fyrir því að fjöldi greindra smita gæti þó orðið yfir 2.000 tals­ins á þeim tíma­­punkti.

Hver eru ein­kenni COVID-19?

Ein­kenni COVID-19 líkj­ast helst inflú­ensu­sýk­ingu, hósti, hiti, bein- og vöðva­verkir, þreyta og svo fram­veg­is. Melt­ing­ar­ein­kenni (kvið­verkir, ógleð­i/­upp­köst, nið­ur­gang­ur) eru ekki mjög áber­andi með COVID-19 en þó þekkt, líkt og við inflú­ensu og MERS. COVID-19 getur einnig valdið alvar­legum veik­indum með neðri önd­un­ar­færa­sýk­ingum og lungna­bólgu, sem koma oft fram sem önd­un­ar­erf­ið­leikar á 4.–8. degi veik­inda.

COVID-19 smit­ast á milli ein­stak­linga. Smit­leið er talin vera snerti- og dropa­smit, svipað og inflú­ensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur ein­stak­lingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og hraustur ein­stak­lingur andar að sér drop­um/úða frá þeim veika eða hendur hans meng­ast af dropum og hann ber þær svo upp að and­liti sínu. Ekki hefur verið stað­fest að fólk geti verið smit­andi áður en ein­kenni koma fram en sumir fá lítil sem engin ein­kenni og geta þó verið smit­andi.

Nánir aðstand­endur ein­stak­linga sem hafa veikst af COVID-19 eru í mestri hættu á að smit­ast sjálf­ir. Ein­stak­lingar sem í starfi sínu eða félags­lífi umgang­ast náið mik­inn fjölda ein­stak­linga eru einnig í meiri smit­hættu en þeir sem umgang­ast fáa aðra. Hand­hreinsun og almennt hrein­læti eru mik­il­væg­asta vörn þess­ara hópa gegn smiti.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent