Læknanemar tilbúnir að leggja sitt af mörkum á óvissutímum

Íslenskur læknanemi í Ungverjalandi segir nema tilbúna að leggja sitt af mörkum þegar álagið í heilbrigðiskerfinu eykst. Nemar hafa verið beðnir um koma til starfa í Ungverjalandi og Landspítali hefur einnig leitað til nema sem eru á lokaári í námi ytra.

Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.
Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.
Auglýsing

Land­spít­al­inn hefur sett sig í sam­band við íslenska lækna­nema sem eru loka­ári í námi erlend­is, en staddir hér á landi, um að koma til starfa og létta undir með spít­al­an­um, nú þegar álag vegna COVID-19 far­ald­urs­ins er að aukast. 

Tómas Guð­bjarts­son hjarta­skurð­læknir á Land­spít­ala fjall­aði um það á Face­book í gær að hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar væru farnar að biðla til lækna- og hjúkr­un­ar­nema um að ráða sig inn á sjúkra­hús vegna far­ald­urs­ins og sagði að ágætt væri að huga að því hér­lendis að virkja alla krafta með því að ráða inn lækna­nema við Háskóla Íslands og erlenda háskóla. Nú virð­ist það í und­ir­bún­ingi.

Hrafn­hildur Edda Magn­ús­dótt­ir, for­maður Félags íslenskra lækna­nema í Ung­verja­landi, segir við Kjarn­ann að hópur íslenskra nema sem eru á loka­ári í námi þar í landi hafi nú þegar fengið boð um að koma til starfa. 

Auglýsing

Þessi hópur sjötta árs nema er þegar staddur á Íslandi, en búið er að fella niður allt verk­legt nám lækna­nema í Ung­verja­landi ótíma­bundið til þess að minnka smit­hættu og því lítið fyrir sjötta árs nem­ana, sem eru ein­ungis í verk­legu námi, að gera ytra. 

Nú eru hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar farnar að biðla beint til lækna- og hjúkr­un­ar­nema að ráða sig í vinnu á sjúkra­hús­um­...

Posted by Tomas Gudbjarts­son on Sat­ur­day, March 21, 2020

„Við erum öll af vilja gerð að hjálpa, líka á 4. og 5. ári, svo lengi sem náms­fram­vinda okkar mun stand­ast. Hér í Ung­verja­landi hafa þeir nú þegar fyrir tæpri viku beðið lækna­nema á klínísku árunum að ger­ast sjálf­boða­liðar gegn far­aldr­in­um,“ segir Hrafn­hild­ur, en sjálf er hún á fjórða ári í námi sínu við háskól­ann í Debr­ecen.

Hún segir að sjötta árs nem­arnir horfi margir fram á að fresta útskrift sinni úr skól­an­um, sem átti að vera í upp­hafi sum­ars. „Þetta er stór stund að ljúka lækna­námi og yrði súrt epli að bíta í að fagna þannig áfanga, ef útskrift­ar­at­höfn væri haldin eftir sótt­varna­reglum og eng­inn ­gæti mætt í athöfn­ina. En ólík­legt er úr þessu að útskriftir verði á næst­unni, ef eng­inn ­getur tekið praktík eða emb­ætt­is­próf hér útaf far­aldr­in­um,“ segir Hrafn­hildur Edda.

Hún segir að stundum á síð­ustu árum hafi skotið upp koll­inum umræða um að íslensku ­sam­fé­lagi vanti ekki allan þann starfs­kraft sem snýr til baka úr lækna­námi erlend­is.

„Við sem erum hér í námi vonum að eftir að þessum far­aldri lýk­ur, að bæði heil­brigð­is­stéttir og auð­lindin sem náms­menn erlendis sækja í sarp­inn, sé metin að verð­leik­um,“ segir Hrafn­hildur Edda, sem hefur tekið þátt í hags­muna­bar­áttu nem­enda gagn­vart LÍN.

Hún segir lækna­nem­ana í Debr­ecen vera í tölu­verðri óvissu, þar sem enn er stefnt á að halda loka­próf í vor. Fólk vilji ekki eiga á hættu að falla á ári ef svo fari að ekki reyn­ist mögu­legt að kom­ast aftur til Ung­verja­lands í vor til þess að taka loka­próf, en ríkið lok­aði í síð­ustu viku landa­mærum sínum fyrir öðrum en ung­verskum rík­is­borg­urum og óvissa er um hve lengi sú lokun mun vara, eins og svo margt ann­að.

Námið í Ung­verja­landi er kostn­að­ar­samt og greiða íslensku nem­end­urnir fyrir úr eigin vasa og hætta meira að segja að fá skóla­gjalda­lán frá LÍN þegar námið er hálfn­að, þar sem þá er heild­ar­upp­hæðin komin upp í þak skóla­gjalda­lána hjá LÍN, upp­hæð sem hefur staðið í stað allt frá árinu 2007. Svo það væri fjár­hags­legt högg að falla á ári fyrir að fara til Íslands að hjálpa til í heil­brigð­is­kerf­in­u.                                                                    

„Því miður er aðalfakt­or­inn í þess­ari ákvarð­ana­töku um hvort við gætum farið heim og hjálp­að, án þess að það setji strik í okkar eigin reikn­ing, hvort og hvenær próf verða haldin eða ekki, sem er óstað­fest sökum óvissu­á­stands­ins,“ segir Hrafn­hildur og bæt­ir við að hún sé ekki bjart­sýn á að sú ákvörðun verði tekin alveg á næst­unni þrátt fyrir að hags­muna­fé­lög nem­enda hafi pressað á skóla­yf­ir­völd um að gera það.

Orbán hefur kennt inn­lytj­endum um útbreiðsl­una

Sam­kvæmt tölum frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Ung­verja­landi höfðu 103 til­felli ver­ið ­greind þar í landi í gær, er búið var að greina 3.007 sýni. Fjórir hafa lát­ist og yfir­völd segja að dreif­ingin inn­an­lands hafi nú náð „öðru stigi“ og ljóst sé að COVID-19 sé farið að ­ganga á milli hópa fólks.

Frá Debrecen. Mynd: Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir

Viktor Orbán for­sæt­is­ráð­herra lands­ins hefur kennt útlend­ingum um útbreiðslu veirunnar og sagt að það séu „aug­ljós“ og „rök­rétt“ tengsl á milli ólög­legra inn­flytj­enda og útbreiðslu veirunnar og bætti við að það setti Ung­verja­land í væn­lega stöðu til þess að verj­ast veirunni, þar sem landið hefði nú þegar girt fyrir komu flótta­fólks. Hrafn­hildur segir að þessi orð­ræða for­set­ans hafi ekki komið sér á óvart.

 „Hins vegar hefur ung­verska lækna­ráðið verið alveg mót­fallið því sem rík­is­stjórnin var að ger­a,“ segir Hrafn­hildur og bætir við að und­an­farna viku eða svo hafi rík­is­stjórn­in farið að grípa til þeirra aðgerða sem lækna­ráðið mælir með, fellt niður skóla­hald og sett á sam­komu­bann, auk þess að loka landa­mær­unum og hafa sér spít­ala­stofn­anir fyr­ir­ COVID-19 sjúk­linga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent