Læknanemar tilbúnir að leggja sitt af mörkum á óvissutímum

Íslenskur læknanemi í Ungverjalandi segir nema tilbúna að leggja sitt af mörkum þegar álagið í heilbrigðiskerfinu eykst. Nemar hafa verið beðnir um koma til starfa í Ungverjalandi og Landspítali hefur einnig leitað til nema sem eru á lokaári í námi ytra.

Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.
Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir, formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi.
Auglýsing

Land­spít­al­inn hefur sett sig í sam­band við íslenska lækna­nema sem eru loka­ári í námi erlend­is, en staddir hér á landi, um að koma til starfa og létta undir með spít­al­an­um, nú þegar álag vegna COVID-19 far­ald­urs­ins er að aukast. 

Tómas Guð­bjarts­son hjarta­skurð­læknir á Land­spít­ala fjall­aði um það á Face­book í gær að hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar væru farnar að biðla til lækna- og hjúkr­un­ar­nema um að ráða sig inn á sjúkra­hús vegna far­ald­urs­ins og sagði að ágætt væri að huga að því hér­lendis að virkja alla krafta með því að ráða inn lækna­nema við Háskóla Íslands og erlenda háskóla. Nú virð­ist það í und­ir­bún­ingi.

Hrafn­hildur Edda Magn­ús­dótt­ir, for­maður Félags íslenskra lækna­nema í Ung­verja­landi, segir við Kjarn­ann að hópur íslenskra nema sem eru á loka­ári í námi þar í landi hafi nú þegar fengið boð um að koma til starfa. 

Auglýsing

Þessi hópur sjötta árs nema er þegar staddur á Íslandi, en búið er að fella niður allt verk­legt nám lækna­nema í Ung­verja­landi ótíma­bundið til þess að minnka smit­hættu og því lítið fyrir sjötta árs nem­ana, sem eru ein­ungis í verk­legu námi, að gera ytra. 

Nú eru hinar Norð­ur­landa­þjóð­irnar farnar að biðla beint til lækna- og hjúkr­un­ar­nema að ráða sig í vinnu á sjúkra­hús­um­...

Posted by Tomas Gudbjarts­son on Sat­ur­day, March 21, 2020

„Við erum öll af vilja gerð að hjálpa, líka á 4. og 5. ári, svo lengi sem náms­fram­vinda okkar mun stand­ast. Hér í Ung­verja­landi hafa þeir nú þegar fyrir tæpri viku beðið lækna­nema á klínísku árunum að ger­ast sjálf­boða­liðar gegn far­aldr­in­um,“ segir Hrafn­hild­ur, en sjálf er hún á fjórða ári í námi sínu við háskól­ann í Debr­ecen.

Hún segir að sjötta árs nem­arnir horfi margir fram á að fresta útskrift sinni úr skól­an­um, sem átti að vera í upp­hafi sum­ars. „Þetta er stór stund að ljúka lækna­námi og yrði súrt epli að bíta í að fagna þannig áfanga, ef útskrift­ar­at­höfn væri haldin eftir sótt­varna­reglum og eng­inn ­gæti mætt í athöfn­ina. En ólík­legt er úr þessu að útskriftir verði á næst­unni, ef eng­inn ­getur tekið praktík eða emb­ætt­is­próf hér útaf far­aldr­in­um,“ segir Hrafn­hildur Edda.

Hún segir að stundum á síð­ustu árum hafi skotið upp koll­inum umræða um að íslensku ­sam­fé­lagi vanti ekki allan þann starfs­kraft sem snýr til baka úr lækna­námi erlend­is.

„Við sem erum hér í námi vonum að eftir að þessum far­aldri lýk­ur, að bæði heil­brigð­is­stéttir og auð­lindin sem náms­menn erlendis sækja í sarp­inn, sé metin að verð­leik­um,“ segir Hrafn­hildur Edda, sem hefur tekið þátt í hags­muna­bar­áttu nem­enda gagn­vart LÍN.

Hún segir lækna­nem­ana í Debr­ecen vera í tölu­verðri óvissu, þar sem enn er stefnt á að halda loka­próf í vor. Fólk vilji ekki eiga á hættu að falla á ári ef svo fari að ekki reyn­ist mögu­legt að kom­ast aftur til Ung­verja­lands í vor til þess að taka loka­próf, en ríkið lok­aði í síð­ustu viku landa­mærum sínum fyrir öðrum en ung­verskum rík­is­borg­urum og óvissa er um hve lengi sú lokun mun vara, eins og svo margt ann­að.

Námið í Ung­verja­landi er kostn­að­ar­samt og greiða íslensku nem­end­urnir fyrir úr eigin vasa og hætta meira að segja að fá skóla­gjalda­lán frá LÍN þegar námið er hálfn­að, þar sem þá er heild­ar­upp­hæðin komin upp í þak skóla­gjalda­lána hjá LÍN, upp­hæð sem hefur staðið í stað allt frá árinu 2007. Svo það væri fjár­hags­legt högg að falla á ári fyrir að fara til Íslands að hjálpa til í heil­brigð­is­kerf­in­u.                                                                    

„Því miður er aðalfakt­or­inn í þess­ari ákvarð­ana­töku um hvort við gætum farið heim og hjálp­að, án þess að það setji strik í okkar eigin reikn­ing, hvort og hvenær próf verða haldin eða ekki, sem er óstað­fest sökum óvissu­á­stands­ins,“ segir Hrafn­hildur og bæt­ir við að hún sé ekki bjart­sýn á að sú ákvörðun verði tekin alveg á næst­unni þrátt fyrir að hags­muna­fé­lög nem­enda hafi pressað á skóla­yf­ir­völd um að gera það.

Orbán hefur kennt inn­lytj­endum um útbreiðsl­una

Sam­kvæmt tölum frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Ung­verja­landi höfðu 103 til­felli ver­ið ­greind þar í landi í gær, er búið var að greina 3.007 sýni. Fjórir hafa lát­ist og yfir­völd segja að dreif­ingin inn­an­lands hafi nú náð „öðru stigi“ og ljóst sé að COVID-19 sé farið að ­ganga á milli hópa fólks.

Frá Debrecen. Mynd: Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir

Viktor Orbán for­sæt­is­ráð­herra lands­ins hefur kennt útlend­ingum um útbreiðslu veirunnar og sagt að það séu „aug­ljós“ og „rök­rétt“ tengsl á milli ólög­legra inn­flytj­enda og útbreiðslu veirunnar og bætti við að það setti Ung­verja­land í væn­lega stöðu til þess að verj­ast veirunni, þar sem landið hefði nú þegar girt fyrir komu flótta­fólks. Hrafn­hildur segir að þessi orð­ræða for­set­ans hafi ekki komið sér á óvart.

 „Hins vegar hefur ung­verska lækna­ráðið verið alveg mót­fallið því sem rík­is­stjórnin var að ger­a,“ segir Hrafn­hildur og bætir við að und­an­farna viku eða svo hafi rík­is­stjórn­in farið að grípa til þeirra aðgerða sem lækna­ráðið mælir með, fellt niður skóla­hald og sett á sam­komu­bann, auk þess að loka landa­mær­unum og hafa sér spít­ala­stofn­anir fyr­ir­ COVID-19 sjúk­linga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent