Aðeins tuttugu ný smit greind

Aðeins tuttugu ný smit af kórónuveirunni hafa greinst á Íslandi síðasta sólarhringinn. Mun færri sýni eru tekin á hverjum degi en dagana á undan. Staðfest smit eru nú 588.

Heilbrigðisstarfsmenn í Þýskalandi að störfum við sýnatökur. Sambærilegum aðferðum var beitt hér á landi, m.a. í gær í bílakjallara Hörpu.
Heilbrigðisstarfsmenn í Þýskalandi að störfum við sýnatökur. Sambærilegum aðferðum var beitt hér á landi, m.a. í gær í bílakjallara Hörpu.
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 588 hér á landi. Í gær voru þau 568 og hefur þeim því fjölgað um 20 á rúm­lega ein­um ­sól­ar­hring. Í dag eru 6.816 manns í sótt­kví en í gær var fjöld­inn 6.340. Tæp­lega 1.200 manns hafa lokið sótt­kví.

Nú liggja fjórtán á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins. Á síð­unni Covid.is kemur fram að 36 hafi náð sér af sjúk­dómn­um.

Flest smit eru nú svokölluð inn­an­lands­smit eða 249. Smit sem rekja má beint til veru erlendis eru 195 og smit af óþekktum upp­runa eru 144. 

 Í dag hafa 10.301 sýni verið tekin frá upp­hafi far­ald­urs­ins,  þar af 183 síð­asta sól­ar­hring­inn. Öll voru þau tekin á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. 

Auglýsing

Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu sól­ar­hringa en dag­ana á undan vegna yfir­vof­andi skorts á sýna­tökupinnum sem nauð­syn­legir eru til rann­sókn­anna. ­Sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að von­ast væri til­ að send­ing af pinnum komi til lands­ins í þess­ari viku.

Hann sagði einnig að tölur yfir smit hér á landi gætu sveifl­ast milli daga af mörgum ástæð­um. Ein þeirra væri ein­fald­lega fámennið á Íslandi. Nokkur hópsmit síð­ustu daga gætu hafa skýrt mikla aukn­ingu í fjölda smita í gær og fyrra­dag.

2.500-6.000 gætu sýkst fyrir apr­íl­lok

Spá yfir fjölda til­fella og álag á heil­brigð­is­þjón­ustu á Ís­landi hefur breyst veru­lega frá því 19. mars þar sem far­ald­ur­inn er í veld­is­vexti og frá þeim tíma hefur fjöldi til­fella allt að því tvö­fald­ast.

Þetta sýnir spálíkan sem vís­inda­menn við Háskóla Íslands­ hafa þróað í sam­starfi við Land­lækn­is­emb­ætt­ið, Land­spít­ala og sótt­varna­yf­ir­völd ­vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Helstu nið­ur­stöður spálík­ans­ins með gögnum til og með 22. mars eru eft­ir­far­andi:

Búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi lík­lega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæp­lega 6.000 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Búist er við að fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan ­sjúk­dóm nái hámarki á fyrstu vikum apr­íl, og verði senni­lega nær 2.000 manns, en gæti náð tæp­lega 4.500 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Búist er við að á meðan að far­ald­ur­inn gengur yfir muni um 170 manns þarfn­ast aðhlynn­ingar í inn­lögn á sjúkra­húsi, en gæti náð um 400 ­manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent