Aðeins tuttugu ný smit greind

Aðeins tuttugu ný smit af kórónuveirunni hafa greinst á Íslandi síðasta sólarhringinn. Mun færri sýni eru tekin á hverjum degi en dagana á undan. Staðfest smit eru nú 588.

Heilbrigðisstarfsmenn í Þýskalandi að störfum við sýnatökur. Sambærilegum aðferðum var beitt hér á landi, m.a. í gær í bílakjallara Hörpu.
Heilbrigðisstarfsmenn í Þýskalandi að störfum við sýnatökur. Sambærilegum aðferðum var beitt hér á landi, m.a. í gær í bílakjallara Hörpu.
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 588 hér á landi. Í gær voru þau 568 og hefur þeim því fjölgað um 20 á rúm­lega ein­um ­sól­ar­hring. Í dag eru 6.816 manns í sótt­kví en í gær var fjöld­inn 6.340. Tæp­lega 1.200 manns hafa lokið sótt­kví.

Nú liggja fjórtán á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins. Á síð­unni Covid.is kemur fram að 36 hafi náð sér af sjúk­dómn­um.

Flest smit eru nú svokölluð inn­an­lands­smit eða 249. Smit sem rekja má beint til veru erlendis eru 195 og smit af óþekktum upp­runa eru 144. 

 Í dag hafa 10.301 sýni verið tekin frá upp­hafi far­ald­urs­ins,  þar af 183 síð­asta sól­ar­hring­inn. Öll voru þau tekin á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. 

Auglýsing

Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu sól­ar­hringa en dag­ana á undan vegna yfir­vof­andi skorts á sýna­tökupinnum sem nauð­syn­legir eru til rann­sókn­anna. ­Sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að von­ast væri til­ að send­ing af pinnum komi til lands­ins í þess­ari viku.

Hann sagði einnig að tölur yfir smit hér á landi gætu sveifl­ast milli daga af mörgum ástæð­um. Ein þeirra væri ein­fald­lega fámennið á Íslandi. Nokkur hópsmit síð­ustu daga gætu hafa skýrt mikla aukn­ingu í fjölda smita í gær og fyrra­dag.

2.500-6.000 gætu sýkst fyrir apr­íl­lok

Spá yfir fjölda til­fella og álag á heil­brigð­is­þjón­ustu á Ís­landi hefur breyst veru­lega frá því 19. mars þar sem far­ald­ur­inn er í veld­is­vexti og frá þeim tíma hefur fjöldi til­fella allt að því tvö­fald­ast.

Þetta sýnir spálíkan sem vís­inda­menn við Háskóla Íslands­ hafa þróað í sam­starfi við Land­lækn­is­emb­ætt­ið, Land­spít­ala og sótt­varna­yf­ir­völd ­vegna COVID-19 far­ald­urs­ins.

Helstu nið­ur­stöður spálík­ans­ins með gögnum til og með 22. mars eru eft­ir­far­andi:

Búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi lík­lega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð tæp­lega 6.000 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Búist er við að fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan ­sjúk­dóm nái hámarki á fyrstu vikum apr­íl, og verði senni­lega nær 2.000 manns, en gæti náð tæp­lega 4.500 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Búist er við að á meðan að far­ald­ur­inn gengur yfir muni um 170 manns þarfn­ast aðhlynn­ingar í inn­lögn á sjúkra­húsi, en gæti náð um 400 ­manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent