Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað það á aukafundi í gær að Seðlabankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði.
Í yfirlýsingu vegna þessa segir að horfur séu á að útbreiðsla COVID-19, aðgerðir til að hefta sjúkdóminn og efnahagslegar afleiðingar hans muni kalla á verulega aukningu útgjalda ríkissjóðs.
Auglýsing
Peningastefnunefnd segir í yfirlýsingu sinni að hún muni gera það sem þarf til að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. „Nefndin ákvað því á aukafundi í gær að Seðlabankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.“