Smári McCarthy með COVID-19

Þingmaður Pírata er smitaður af COVID-19. Hann veit ekki hvar eða hvenær hann smitaðist en segir að þær aðgerðir sem gripið var til á Alþingi að halda hæfilegri fjarlægð milli þingmanna ætti að koma í veg fyrir að smit hans hafi áhrif á störf þar.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, hefur greindur með COVID-19. Í stöðu­upp­færslu á Face­book seg­ist hann hafa farið í sjálf­skip­aða sótt­kví fyrir rúmri viku eftir að hann fór að hósta. Á föstu­dag hafi hann svo farið í prufu og nið­ur­staða úr henni hafi legið fyrir á laug­ar­dag. 

Smári segir í stöðu­upp­færsl­unni að hann sé þokka­lega hress, ein­kenni sjúk­dóms­ins séu mjög væg, hóst­inn sem hann var með mest­megnis far­inn og hit­inn sem fylgdi hefði aldrei orðið mik­ill. „Önnur ein­kenni koma og fara ─ en ég er í stuttu máli ótrú­lega hepp­inn með hvað þetta virð­ist vægt. Nú er ég kom­inn í tveggja vikna ein­angr­un, en ég mun reyna að sinna þing­störfum eftir því sem ég get í gegnum fjar­fundi og sím­töl á með­an.“

Smári seg­ist ekki vita hvar hann smit­að­ist eða hvernig og að það verði lík­lega aldrei vit­að. „Smitrakn­ing­arteymið sendi á mig skjal og gaf mér við­mið­un­ar­dag­setn­ingu eftir sam­tal, og það ætti að vera búið að hafa sam­band við alla sem þurfa að fara í sótt­kví eftir að hafa umgeng­ist mig. Hvað Alþingi varðar hafa aðgerð­irnar þar til að halda fólki í hæfi­legri fjar­lægð hver frá öðrum verið til þess að mitt smit ætti ekki að hafa telj­andi áhrif á störfin þar. Ekki það, það munu eflaust vera fleiri eftir því sem á líð­ur.“

Auglýsing
Smári hrósar heilsu­gæsl­unni í Mið­bæ, smitrakn­ing­arteymi almanna­varna og lækn­inum sem hringdi í hann frá Land­spít­al­anum til að til­kynna honum um nið­ur­stöð­una. „Þau öll, ásamt öllum öðrum í heil­brigð­is­kerf­inu, eru að vinna þrek­virki þessa dag­anna. Við erum öll í þessu sam­an. Nú reynir á að við fylgjum regl­un­um, reynum að minnka smit eins mikið og hægt er, og reynum að kom­ast í gegnum þetta. Stöndum saman og komum út sterk­ari. Pís!“

Jæja. Það kom að því. Fyrir rúmri viku fór ég í sjálf­skip­aða sótt­kví eftir að ég fór að fá hósta. Það kom á dag­inn í...

Posted by Smári McCarthy on Sunday, March 22, 2020

Á fimmtu­dag var greint frá því að þrír starfs­­menn skrif­­stofu Alþingis væru smit­aðir af COVID-19, en tveir voru greindir með smit þann dag. Á þriðju­dag í síð­ustu viku greind­ist einn starfs­­maður þings­ins með smit og höfðu hinir tveir starfs­­menn­irnir verð í sótt­­­kví síðan þá, vegna sam­­skipta við þann sem fyrst greind­ist.

Alls eru nú sex starfs­menn Alþingi með COVID-19. Öll starfa í sama hús­inu, Skúla­húsi. Hert hefur verið á reglum Alþingis til að hindra frek­ari smit. 

Fram kom á vef þings­ins í lok síð­ustu viku að nokkrir þing­­menn og starfs­­fólk þings­ins væru í sjálf­­skip­aðri sótt­­­kví eða smit­vari vegna aðstæðna, ýmist af per­­són­u­­legum heilsu­far­s­á­­stæðum eða vegna heilsu ein­hvers nákom­ins. 

Fyrr í síð­ustu vik­u hafði Ásmundur Frið­­riks­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks, greint frá því að hann væri kom­inn í sjálf­­skip­aða sótt­­­kví eftir að hafa fengið mann á heim­ili sitt sem síðar greind­ist með veiruna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent