Smári McCarthy með COVID-19

Þingmaður Pírata er smitaður af COVID-19. Hann veit ekki hvar eða hvenær hann smitaðist en segir að þær aðgerðir sem gripið var til á Alþingi að halda hæfilegri fjarlægð milli þingmanna ætti að koma í veg fyrir að smit hans hafi áhrif á störf þar.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, hefur greindur með COVID-19. Í stöðu­upp­færslu á Face­book seg­ist hann hafa farið í sjálf­skip­aða sótt­kví fyrir rúmri viku eftir að hann fór að hósta. Á föstu­dag hafi hann svo farið í prufu og nið­ur­staða úr henni hafi legið fyrir á laug­ar­dag. 

Smári segir í stöðu­upp­færsl­unni að hann sé þokka­lega hress, ein­kenni sjúk­dóms­ins séu mjög væg, hóst­inn sem hann var með mest­megnis far­inn og hit­inn sem fylgdi hefði aldrei orðið mik­ill. „Önnur ein­kenni koma og fara ─ en ég er í stuttu máli ótrú­lega hepp­inn með hvað þetta virð­ist vægt. Nú er ég kom­inn í tveggja vikna ein­angr­un, en ég mun reyna að sinna þing­störfum eftir því sem ég get í gegnum fjar­fundi og sím­töl á með­an.“

Smári seg­ist ekki vita hvar hann smit­að­ist eða hvernig og að það verði lík­lega aldrei vit­að. „Smitrakn­ing­arteymið sendi á mig skjal og gaf mér við­mið­un­ar­dag­setn­ingu eftir sam­tal, og það ætti að vera búið að hafa sam­band við alla sem þurfa að fara í sótt­kví eftir að hafa umgeng­ist mig. Hvað Alþingi varðar hafa aðgerð­irnar þar til að halda fólki í hæfi­legri fjar­lægð hver frá öðrum verið til þess að mitt smit ætti ekki að hafa telj­andi áhrif á störfin þar. Ekki það, það munu eflaust vera fleiri eftir því sem á líð­ur.“

Auglýsing
Smári hrósar heilsu­gæsl­unni í Mið­bæ, smitrakn­ing­arteymi almanna­varna og lækn­inum sem hringdi í hann frá Land­spít­al­anum til að til­kynna honum um nið­ur­stöð­una. „Þau öll, ásamt öllum öðrum í heil­brigð­is­kerf­inu, eru að vinna þrek­virki þessa dag­anna. Við erum öll í þessu sam­an. Nú reynir á að við fylgjum regl­un­um, reynum að minnka smit eins mikið og hægt er, og reynum að kom­ast í gegnum þetta. Stöndum saman og komum út sterk­ari. Pís!“

Jæja. Það kom að því. Fyrir rúmri viku fór ég í sjálf­skip­aða sótt­kví eftir að ég fór að fá hósta. Það kom á dag­inn í...

Posted by Smári McCarthy on Sunday, March 22, 2020

Á fimmtu­dag var greint frá því að þrír starfs­­menn skrif­­stofu Alþingis væru smit­aðir af COVID-19, en tveir voru greindir með smit þann dag. Á þriðju­dag í síð­ustu viku greind­ist einn starfs­­maður þings­ins með smit og höfðu hinir tveir starfs­­menn­irnir verð í sótt­­­kví síðan þá, vegna sam­­skipta við þann sem fyrst greind­ist.

Alls eru nú sex starfs­menn Alþingi með COVID-19. Öll starfa í sama hús­inu, Skúla­húsi. Hert hefur verið á reglum Alþingis til að hindra frek­ari smit. 

Fram kom á vef þings­ins í lok síð­ustu viku að nokkrir þing­­menn og starfs­­fólk þings­ins væru í sjálf­­skip­aðri sótt­­­kví eða smit­vari vegna aðstæðna, ýmist af per­­són­u­­legum heilsu­far­s­á­­stæðum eða vegna heilsu ein­hvers nákom­ins. 

Fyrr í síð­ustu vik­u hafði Ásmundur Frið­­riks­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks, greint frá því að hann væri kom­inn í sjálf­­skip­aða sótt­­­kví eftir að hafa fengið mann á heim­ili sitt sem síðar greind­ist með veiruna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent