Hví tölum við um kví?

Orðið sóttkví og orðasambandið að setja einhvern í sóttkví eru á allra vörum um þessar mundir. En hvaðan kemur þetta orð og hvenær var það fyrst notað? Árnastofnun er með svörin við þessum spurningum.

Áður fyrr var orðið kví algengt og þá sérstaklega notað um litlar réttir heima við bæi.
Áður fyrr var orðið kví algengt og þá sérstaklega notað um litlar réttir heima við bæi.
Auglýsing

Sótt­kví er kven­kyns­orð sem er notað um það þegar fólki er ­gert að loka sig af tíma­bundið til að draga úr smit­hættu og afstýra útbreiðslu smit­sjúk­dóma. Það er sett saman úr orð­unum sótt (veik­i), sem einkum er haft um smit­sjúk­dóma, og kven­kyns­orð­inu kví (aflokað svæð­i). Síð­ara orðið er ekki mjög al­gengt eins og sést á því að rit­hætt­inum „sótt­hví“ bregður nokkuð fyrir – og hann er vitn­is­burður um að flestir lands­menn gera engan grein­ar­mun á kv- og hv- í fram­burði og þar af leið­andi heyr­ist eng­inn munur á orð­unum kví og hví.

Á þessum orðum hefst pist­ill Ástu Svav­ars­dóttur rann­sókn­ar­dós­ents á vef Árna­stofn­un­ar.

Ásta skrifar að þótt orðið kví sé til­tölu­lega fátítt nú á dögum komi það alloft fyrir sem síð­ari liður sam­settra orða eins og eld­isk­ví, ­flot­kví, herkví, þurr­kví – og sótt­kví. Áður fyrr hafi orðið verið algeng­ara og þá sér­stak­lega notað um litlar réttir heima við bæi þar sem ánum var safnað til­ að mjólka þær. Kvíar gátu verið úr fær­an­legum grindum og af því sprett­ur orða­sam­bandið að færa út kví­arnar sem nú er einkum notað í yfir­færðri merk­ing­u um það að efla starf­semi sína eða auka umsvif sín, skrifar Ásta.

Auglýsing

Aldur og saga

Það kemur Ástu nokkuð á óvart að í Rit­máls­safni Orða­bók­ar Há­skól­ans sé einugis eitt dæmi frá síð­ari hluta 20. aldar um orðið sótt­kví. Fyr­ir­ því geta að hennar mati verið tvær ástæð­ur, ann­að­hvort að orðið sé yngra en ­bú­ast mætti við eða að eldri dæmi hafi af til­viljun ekki ratað í safn­ið. „Það er fljót­legt að ganga úr skugga um að hér á það síð­ar­nefnda við því á vefn­um ­Tíma­rit.is má finna dæmi allt frá upp­hafi ald­ar­inn­ar, þegar sótt­kví var eitt af ­fáum úrræðum til að hefta útbreiðslu alvar­legra smit­sjúk­dóma eins og ­tauga­veiki, misl­inga og ekki síst spænsku veik­inn­ar,“ skrifar Ásta og tek­ur eft­ir­far­andi dæmi:

Voru svo þessir bæir í sótt­kví og sam­göngu­banni, sumir fram að ver­tíð og sumir fram á  Góu. (Fjall­konan 1903)

Flat­eyri er nú í sótt­kví, af því að mis­línga hefur orð­ið vart á Sól­bakka. (Bjarki 1903)

Er Siglu­fjörður í sótt­kví, þar eð veikir menn voru á vél­bát, ­sem þangað kom frá Rvík. Er von­andi, að varn­irnar beri árang­ur. (Landið 1918)

Sögu­legar heim­ildir sýna að áður en orðið sótt­kví og orða­lagið að vera í sótt­kví og setja í sótt­kví urðu ríkj­andi um slík úrræð­i voru önnur skyld orð tals­vert not­uð. Þar má einkum nefna sögn­ina sótt­kví­a (­setja í sótt­kví), lýs­ing­ar­orðið sótt­kví­aður (vera í sótt­kví) og nafn­orð­ið ­sótt­kvíun (það að setja í sótt­kví). Að því er fram kemur í pistli Ástlu má f­inna dæmi um öll þessi orð­bæði í rit­máls­safn­inu og í blöðum og tíma­ritum á Tíma­rit.is, sér­stak­lega frá fyrstu ára­tugum 20. ald­ar, og í Íslensk-d­anskri orða­bók Sig­fúsar Blön­dals er orðið sótt­kví ekki, ein­ungis sótt­kvía (so.) og ­sótt­kvíun (no.).

„Svo virð­ist sem það orða­lag sem nú tíðkast hafi farið að ­fest­ast í sessi í kjöl­far spænsku veik­innar og nú heyr­ast önnur orð en sótt­kví ­lítið sem ekki,“ skrifar Ásta að lokum í pistli sín­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur því ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent