Lífið á tímum kórónuveirunnar: Ætlar að rækta í sér krúttið og læra að fara í splitt

Rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir myndi að eigin sögn „skítfalla“ á opinberu prófi í lífsleikni svo hennar helsta ráð til þeirra sem leita til hennar út af COVID-19 er að taka alls ekki mark á henni.

Kamilla Einarsdóttir rithöfundur.
Kamilla Einarsdóttir rithöfundur.
Auglýsing

Kamilla Ein­ars­dóttir er orð­heppin kona. Hún sló í gegn með­ ­bók­inni sinni Kópa­vogskrónikkunni árið 2018 og til stendur að frum­sýna leik­verk sem byggt er á bók­inni í Þjóð­leik­hús­inu á þessu ári.

Hún er í hópi val­in­kunnra Íslend­inga sem Kjarn­inn leit­að­i til og bað um að veita les­endum fimm góð ráð um hvernig hægt er að rækta lík­ama og sál á tímum kór­ónu­veirunn­ar.

Þó að Kamilla bendi á að hún hafi ekki „hunds­vit“ á COVID-19 tók hún bón Kjarn­ans vel.

„Ég er ekki með bíl­próf svo það ætti eng­inn að leita til mín ­með vand­ræði sín við að skipta um dekk á 16 hjóla trukknum sín­um,“ seg­ir Ka­milla. „Ef ein­hver bæði mig samt um ein­hver ráð við því væri ég vís með að verða svo upp með mér að ég færi bara aða bulla eitt­hvað eins og að segja við­kom­andi drífa sig í að setja upp við­vör­un­ar­þrí­hyrn­ing í hæfi­legri fjar­lægð frá öku­tæk­inu. Segja honum svo að ná í tjakk og að end­ingu myndi ég pott­þétt hvetja hann til að vera ekk­ert að fikta neitt í knastásnum í bíln­um.“

Og hún heldur áfram:

„Ekki vegna þess að fólk sé yfir­leitt mjög lík­legt til að fara að eiga við hann þegar það springur hjá því. Knastás er bara eina bíla­orðið sem ég kann svo ég myndi reyna að koma því að til að ganga í augun á þeim sem hefðu gerst svo vit­laus að spyrja mig.“

Auglýsing

„Það er nú ekki til neitt opin­bert próf í lífs­leikni sem ég veit um, en ég er nokkuð viss um að ég myndi skít­falla í því ef svo væri.

Svo mitt helsta ráð til þeirra sem myndu leita til mín út af COVID-19 væri að taka alls ekki mark á mér. Við vit­leys­ing­arnir erum yfir það heila allt of til í að gefa alls konar ráð um hluti sem við höfum ekki hunds­vit á.

Að því sögðu er ég samt meira en til í að segja ykkur frá­ því sem ég er að gera þessa dag­ana til að kom­ast í gegnum þetta. En aðeins ­tím­inn mun leiða í ljós hversu mikið gagn af þessu verður svo í guð­anna bænum tak­ið þessu öllu með fyr­ir­vara.“

Hér að neðan fara fimm ráð Kamillu.

 Les­a ­Mann­fækkun af hall­ærum eftir Hannes Finns­son

Þetta er sú sjálfs­hjálp­ar­bók sem hefur komið mér í gegn­um flestar krísur lífs míns. Allt frá tíma­bundnum blank­heitum upp í sár ­sam­bands­slit.

Þó að tit­ill­inn á þess­ari bók sé frekar myrkur þá skrif­að­i Hannes Finns­son þessa bók eftir móðu­harð­indin á 18. öld með það í huga að hún­ ­gæti verið okkur sem búum á Íslandi sem upp­lífg­andi hvatn­ing­ar­rit.

Upp­taln­ing­arnar í þess­ari bók á alls konar harð­indum í kjöl­far eld­gosa, haf­ísa og hung­ursneyða, fá kannski engan til að fara að val­hoppa skríkj­andi út um allan bæ. En það ætti hvort sem er helst eng­inn að ­gera það. Það er bara ekk­ert töff. Þar að auki er nokkuð ljóst að ef þessi um­fjöll­un­ar­efni myndu fá ein­hvern til að fyll­ast ein­hverri kæti, þá væru miklar líkur á að sú mann­eskja ætti við alvar­legan skort á sam­kennd að stríða, sem væri nú ekki á okkur bæt­andi, á þessum síð­ustu og verstu.

En mér finnst þessi bók er alltaf svo góð áminn­ing um ­mik­il­vægi þraut­seigj­unn­ar. Við höfum kom­ist í gegnum allan and­skot­ann og við ­getum það flest líka núna.

Les­a aðrar bækur

Ég vinn á bóka­safni og er rit­höf­und­ur. Mitt ráð við öllu er að lesa eitt­hvað. Mér finnst skáld­skapur sér­stak­lega hjálp­leg­ur. Í gegn­um ­skáld­skap fáum við að hverfa frá öllum áhyggjum af hugs­an­leg­um kló­sett­papp­írs­korti, við­bjóðs­legu stroga­nof­fáti og því hvort að draumar okk­ar um að fá ein­hvern tím­ann að leiða mann­eskju sem við erum ást­fangin af um stræt­i Rómar og já, hugs­an­lega enn verri og raun­veru­legri áhyggju­efnum sem ég þori ekki einu sinni að nefna strax því það er bara eins og Kan­inn seg­ir: Too soon.

 Ég myndi hvetja alla til að stökkva núna út í Mál og ­menn­ingu og kaupa sér bók eða panta nokkrar þannig á net­inu. Hell­ingur af bók­um er líka til sem raf- og/eða hljóð­bæk­ur. Ég lofa ykkur að bækur eftir Þór­dísi Gísla, Auði Jóns, Guð­rúnu Evu Mínervu, Júlíu Mar­gréti Ein­ars (sem er systir mín og þess vegna finnst mér hún extra best), Krist­ínu Svövu Tóm­as­dótt­ur, Jóna­s ­Reyni Gunn­ars, Brynjólf Þor­steins, Ástu Fann­eyju, Dag Hjart­ar, Brynju Hjálms og ég gæti haldið svona áfram enda­laust, munu aldrei valda ykkur von­brigð­um.

Það er til fárán­lega mikið af bókum sem gera líf okk­ar betra, nóg í gegnum margar vikur af sótt­kví­um.

Búa eitt­hvað til

Inter­netið segir að Shakespe­are hafi skrifað leik­ritið Lér­ ­kon­ungur í sótt­kví. Ég veit ekki hvort það er satt en það var alla vega nóg af ­plágum í gangi á hans tíma svo kannski skrif­aði hann öll sín verk meira og m­inna í sótt­kví.

Ég er núna að lesa þýð­ingu Þór­ar­ins Eld­járns á Hamlet sem var að koma út. Þór­ar­inn er eitt besta skáld og íslensku­séní sem þessi þjóð hefur nokkurn tím­ann átt og ótrú­lega dýr­mætt fyrir okkur að hann nenni að standa í því að þýða svona mörg verk Shakespe­ares eins og hann hefur gert.

Í öðru atriði 11. þáttar spyr Hamlet vini sína hvernig þeir hafi það. Rós­in­krans svar­ar: „Rétt eins og fólk almennt” og Gull­in­stjarni bæt­ir við: „Við erum alsælir með að vera ekki alltaf alsæl­ir. Við erum ekki bein­lín­is dúsk­ur­inn í húfu ham­ingj­unn­ar.“

Mér finnst þetta svo ógeðs­lega fyndið og vel orð­að. En svona líður senni­lega mörgum okkar þessa dag­ana. Alla vega tengi ég alveg ­full­kom­lega.

Það er nú kannski ekki hægt að ætl­ast til að við förum öll að skrifa Lé kon­ung á meðan COVID-19 gengur yfir. Enda svosum óþarfi að end­ur­taka það. Mér sjálfri finnst frekar erfitt að skrifa þessa dag­ana. Það er bara svo mikið í gangi út um allt að ég næ ekki alveg ein­beit­ingu. Ég er of ­mikið að hugsa um spritt, hvað séu um það bil tveir metrar í alvöru og hvern­ig ég geti opnað allar dyr með hringsparki svo ég þurfi ekki að snerta hurð­ar­hún­a. Ég vona að það fari nú samt að lag­ast. Ég hef samt reynt að búa eitt­hvað til á hverjum degi. Í gær reyndi ég að kenna mér með hjálp jút­júb að binda pelastikk hnút (á ensku: bow line knot, ef þið viljið prófa lík­a).

Það eru hverf­andi líkur á að það muni nokkurn tím­ann hjálp­a mér að kunna að hnýta svona hnút, en það kostar mig alltaf slatta af ein­beit­ingu að læra eitt­hvað svona rugl og þá get ég ekki velt mér upp úr öðrum á­hyggjum rétt á með­an.

Næstu atriði á dag­skrá hjá mér að læra eru að: Teikna risa­eðlu, spila á lútu, fara í splitt og læra svo alla vega einn létt­an ­spila­galdur til að slá um mig með í partíum, hvenær sem ég má nú fara aftur í ein­hver slík.

Það eru kannski ekki miklar líkur á að ég nái að læra að ­gera þetta allt á fág­aðan og glæsi­legan hátt. En að reyna að læra það mun slátra nokkrum hálf­tímum í lífi mínu og það er alveg nóg.

Ef þetta tekst allt, þá kannski reyni ég svo að gera eins og S­hakespe­are og skelli í nokkrar sonn­et­ur, bara svona til gam­ans. Ég lofa að eng­inn þeirra verður um þessa fjand­ans veiru.

Góð­ur­ ­matur

Fullt af veit­inga­stöðum eru farnir að bjóða upp á heim­send­ingu og take-away mögu­leika. Mér finnst að við ættum að vera dug­leg að nýta okkur það. Bæði vegna þess að góður matur mun gera allt þetta hangs okk­ar heima við svo miklu nota­legra og líka bara til að styðja við bakið á veit­inga­geir­anum sem þarf á því að halda núna. Við viljum hafa nóg af stöð­u­m eftir til að sækja þegar þessu lýkur öllu sam­an.

Ég borða ekki dýra­af­urðir svo ég mæli til dæmis með því að koma við á Prik­inu, allt þar er vegan og rosa­lega gott. Á Prik­inu er líka hægt að kaupa stutt­erma­boli og peysur hljóm­sveit­ar­innar Une Mis­ère. En það er lík­a hart í ári hjá sviðs­li­st­ar­fólki núna, eins og allir vita, og um að gera að ­reyna að hjálpa þeim með þeim leiðum sem eru í boði þegar við komumst ekki á tón­leika. Ættum að reyna að styrkja fullt af lista­fólki sem við fílum á patre­on.com eða kaupa teikn­ing­ar, boli, lím­miða og bara alls kon­ar.

Une Mis­ère-­bol­irnir eru sko alveg svaka­lega mjúkir sem er ­mik­il­vægt á svona tímum eins og þeim sem við erum að ganga í gegn­um. Það á ekk­ert að vera stíft og sker­ast í inn bakspikið á okk­ur. Þetta eru líka töff ­bol­ir, en eins og allir vita er ekki til meiri textíls alslemma en að ein flík­ ­nái því að vera: Þægi­leg, töff og til styrktar góðu mál­efni.

Ég myndi svo koma við á Tíu Sopum á heim­leið­inni. Þar elska ég að fá mér eitt ógeðs­lega gott kombucha. Þar er líka alls konar áfengt sull ­fyrir þá sem það fíla og nóg af hand­spritti í boði húss­ins eins og bar­ir bæj­ar­ins hafa verið svo dug­legir að skaffa, svo um að gera að hitta áfram vin­i sína á þannig stöðum án þess að káfa á þeim, blikkum þá bara og send­um f­ing­ur­kossa án þess að kyssa fing­urna í alvöru samt!

Krútt­leg ­dýr

Það er kannski óþarfi að nefna eitt­hvað sem er jafn­ aug­ljóst, en krútt­leg dýr gera allt betra. Mín upp­á­halds­dýr á jút­júb eru: Þvotta­birn­ir, otrar og flóð­hest­ar. Á Instagram fylgist ég svo grannt með­ ­dýraupp­eldi vina minna á sínum hund­um, köttum og mús­um.

Ég styð það alveg ef þið eruð mest að skoða eitt­hvað svalt eins og kennslu­vídjó í morse-kóð­an­um, hvernig eigi að búa til mólotov-kok­teila eða smíða þyrlu­spaða úr gömlum Macin­tos­h-doll­um. En við þurfum líka að rækta í okkur krútt­ið, ann­ars er ekk­ert af þessu til neins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk