Hertar takmarkanir á samkomum en þær miðast nú við 20 manns

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveð­ið, í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is, að tak­marka sam­komur enn frekar en áður vegna hrað­ari útbreiðslu Covid-19 í sam­fé­lag­inu. Við­burðir þar sem fólk kemur saman verða tak­mark­aðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll manna­mót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metr­um. Ákvörð­unin tekur gildi á mið­nætti annað kvöld. Tak­mörkun á skóla­haldi verður óbreytt.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hefur sótt­varna­læknir haft þessar aðgerðir til skoð­unar síð­ustu daga, með hlið­sjón af þróun mála hér á landi, til­mælum Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar og í ljósi aðgerða ann­arra ríkja. Ákvörðun heil­brigð­is­ráð­herra um frek­ari tak­mark­anir eins og sótt­varna­læknir leggur til á sér stoð í 12 gr. sótt­varna­laga, segir enn fremur í til­kynn­ingu stjórn­valda. 

Auglýsing

Helstu áhrif frek­ari tak­mörk­un­ar:

 • Allar fjölda­sam­komur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheim­ilar meðan tak­mörk­unin er í gildi. Á það jafnt við hvort sem fólk kemur saman í opin­berum rýmum eða einka­rým­um.
 • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starf­semi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli ein­stak­linga.
 • Á öllum vinnu­stöðum eða þar sem önnur starf­semi fer fram skal vera tryggt að ekki séu fleiri en 20 ein­stak­lingar í sama rými. Þessar tak­mark­anir eiga einnig við um almenn­ings­sam­komur og aðra sam­bæri­lega starf­semi.
 • Sér­stakar reglur gilda um mat­vöru­versl­anir og lyfja­búð­ir. Þar verður heim­ilt að hafa allt að 100 manns inni í einu, að því gefnu að hægt sé að halda a.m.k. 2 metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. Ef mat­vöru­versl­anir eru yfir 1.000 m2 er heim­ilt að hleypa til við­bótar einum ein­stak­lingi fyrir hverja 10 m2 þar umfram en þó aldrei fleiri en 200 við­skipta­vin­um.

Lokun sam­komu­staða og starf­semi vegna sér­stakrar smit­hættu

 • Sund­laug­um, lík­ams­rækt­ar­stöðv­um, skemmti­stöð­um, spila­söl­um, spila­kössum og söfnum skal lokað meðan á þessum tak­mörk­unum stend­ur.
 • Starf­semi og þjón­usta sem krefst mik­illar nálægðar milli fólks eða skapar hættu á of mik­illi nálægð er óheim­il. Þar undir fellur allt íþrótta­starf og einnig allar hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stofur og önnur sam­bæri­leg starf­semi. Þetta á einnig við um íþrótta­starf þar sem notkun á sam­eig­in­legum bún­aði getur haft smit­hættu í för með sér, s.s. skíða­lyft­ur.

Þrif og sótt­hreinsun almenn­ings­rýma

 • Í öllum versl­un­um, opin­berum bygg­ingum og á öðrum stöðum inn­an­dyra þar sem umgangur fólks er nokkur skal þrifið eins oft og unnt er, sér­stak­lega algenga snertifleti.
 • Við alla inn­ganga skal tryggja aðgang að sótt­hreins­andi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á, s.s. við afgreiðslu­kassa í versl­un­um.

Und­an­skilið ákvörðun um hertar tak­mark­anir

 • Sér­stök aug­lýs­ing sem áður hefur verið birt gildir um tak­mörkun skóla­starfs. Þó skal fylgja fjar­lægð­ar­mörkum um tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga eftir því sem það á við og mögu­legt er, einkum gagn­vart eldri börn­um.
 • Tak­mörk­unin gildir ekki um nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu sem ekki getur beð­ið.
 • Tak­mörk­unin tekur hvorki til alþjóða­flug­valla og -hafna, né til loft­fara og skipa.

Und­an­þágur

 • Heil­brigð­is­ráð­herra getur veitt und­an­þágu frá tak­mörkun á sam­komum í þágu alls­herj­ar­reglu eða öryggis rík­is­ins eða til verndar lífs eða heilsu manna eða dýra.
 • Sótt­varna­læknir getur veitt und­an­þágu frá sótt­kví vegna sam­fé­lags­legra ómissandi inn­viða sem mega ekki stöðvast vegna lífs­bjarg­andi starf­semi, s.s. raf­orku, fjar­skipta, sam­gangna, heil­brigð­is­starf­semi, lög­gæslu, sjúkra­flutn­inga og slökkvi­liða.
 • Allar und­an­þágur sem veittar hafa verið vegna sótt­kvíar falla úr gildi og þurfa þeir sem slíkt hafa fengið að sækja um að nýju sé þörf á því.

Heil­brigð­is­ráð­herra mun birta í Stjórn­ar­tíð­indum nýja aug­lýs­ingu um tak­mörkun á sam­komum í stað þeirrar eldri sem fellur þar með úr gildi. Gild­is­tími verður óbreytt­ur, það er til 12. apríl næst­kom­andi. Tak­mörk­unin tekur til lands­ins alls. Stjórn­völd end­ur­meta tak­mörk­un­ina eftir því sem efni standa til, hvort heldur til að aflétta henni fyrr, eða fram­lengja gild­is­tím­ann, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent