Nýgreindum smitum í Evrópu fjölgar einna minnst á Íslandi

Sóttvarnalæknir segir það ánægjulegt að nýgreindum smitum kórónuveirunnar á Íslandi fjölgi einna minnst af öllum löndum Evrópu. Það sé vísbending um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi séu að virka.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Lárus Blöndal á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Lárus Blöndal á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Auglýsing

Sótt­varna­læknir segir að 92 ný smit af kór­ónu­veirunni hér á landi síð­asta sól­ar­hring­inn þurfi ekki að koma á óvart. Far­ald­ur­inn sé í upp­sveiflu. Þetta þurfi ekki að þýða að smit verði fleiri en haldið hafi ver­ið fram hingað til. Sveiflur séu eðli­legar í því fámenni sem hér er en skýr­ingin á fjöld­anum gæti líka verið sú að sam­fé­lags­smit sé að verða meira.

Enn á eftir að setja tölur um smit inn í spálíkan og meta hvenær far­ald­ur­inn muni ná hámarki. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að enn væri gert ráð fyrir því að far­ald­ur­inn nái hámarki um miðjan apr­íl. Næstu dagar muni skera úr um það hvort að bestu eða verstu spár um útbreiðsl­una ræt­ist. Hins vegar væri all­ur und­ir­bún­ing­ur, m.a. í heil­brigð­is­kerf­inu, mið­aður við það að versta spá raun­ger­ist.

Tólf sjúk­lingar með COVID-19 liggja nú á Land­spít­al­an­um. Einn er á gjör­gæslu en hann er ekki í önd­un­ar­vél. Þá er fyr­ir­hugað að útskrif­a 4-5 í dag.

Auglýsing

Þórólfur sagði að nú væri tíma­bært að reyna að leggja mat á þær aðgerðir sem gripið hefur verið til fram að þessu hér á landi sem eru að ­greina snemma, ein­angra sýkta, rekja smit og setja í sótt­kví.

Helm­ingur smita meðal þeirra sem eru í sótt­kví

Jákvæða vís­bend­ingu sé meðal ann­ars að finna í þeirri ­stað­reynd að um helm­ingur allra sem eru að grein­ast með veiruna þessa dag­ana eru ein­stak­lingar sem eru í sótt­kví. Það sýni að sótt­kví­ar­úr­ræðið sé að skila ár­angri og að með henni hafi verið komið í veg fyrir tölu­vert af smit­um. „Það er jákvætt,“ sagði Þórólf­ur. Hann benti einnig á að þegar Íslensk erfða­grein­ing var að taka hund­ruð sýna á dag voru jákvæð sýni aðeins í kringum 1 pró­sent. Hann sagði að nú væru ákveðnar vís­bend­ingar um að hlut­fallið kunni að vera að aukast sem bendi til aukn­ingar á sam­fé­lags­legu smiti. Það ætti hins vegar ekki að koma á óvart.

­Vís­inda­menn hjá mið­stöð lýð­heilsu­vís­inda hjá Háskóla Íslands­ hafa borið saman dag­lega með­al­tals­aukn­ingu á nýgreindum til­fellum á hverja ­þús­und íbúa hér á landi við hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar. „Það kemur í ljós að Ís­land er lægst á þessum skala,“ sagði Þórólf­ur. „sem segir að nýgreind­um ­fjölgar einna minnst hér á Íslandi og það er ágætis vitn­is­burður um það að þær að­gerðir sem við höfum verið að grípa til hafa skilað árangri.“

Þórólfur sagði að stærð­fræð­ing­ur­inn Pawel Bar­toszek hefð­i kom­ist að svip­aðri nið­ur­stöðu hvað varðar aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. „Þess­ar ­nið­ur­stöður um að aukn­ing á sýk­ingum á Íslandi er einna lægst af Evr­ópu­þjóð­u­m enn sem komið er er mjög ánægju­legt og á að hvetja okkur enn frekar til dáða og halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið að beita fram að þessu.“

Sótt­varna­læknir minnti á að sam­fé­lags­legar aðgerðir á borð við þær að hvetja fólk til sótt­varna, þvo sér vel um hend­ur, nota spritt og virða fjar­lægð­ar­mörk, séu mik­il­vægar svo árangur náist.

Heims­skortur á sýna­tökupinnum

Að sögn Þór­ólfs virð­ist „heims­skort­ur“ nú vera á sýna­tökupinnum og því kunni að koma að því að setja þurfi strang­ari skil­yrð­i ­fyrir sýna­tök­um. Hann sagði allra leiða leitað til að fá hingað til lands fleiri pinna og von er á send­ingu í þess­ari viku.

Tugir ábend­inga um brot á sótt­kví

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild ­rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði á fund­inum að lög­regl­unni bær­ust tugir ábend­inga á hverjum degi um að fólk væri að brjóta reglur um sótt­kví. Spurður hvort til­ ­greina komi að herða eft­ir­lit með sótt­kví sagði hann það ekki standa til. 

„Við höfum hingað til treyst fólki og að sam­fé­lagið standi saman í þessu,“ sagð­i hann. Lög­reglan hafi heim­ildir til að loka starf­semi, þar sem reglum sé ekki fram­fylgt, án fyr­ir­vara. „En við skulum halda áfram að treysta hvert öðru og ­gera þetta almenni­lega.“

Skorar á lands­menn að hafa veiru­frían klukku­tíma

Í kvöld er von á hertum aðgerðum um sam­komu­bann en það er heil­brigð­is­ráð­herra sem tekur ákvarð­anir um slíkt á grund­velli leið­bein­inga ­sótt­varna­lækn­is. „Við erum að fara að herða þessar regl­ur,“ sagði Víð­ir, „og við viljum brýna fyrir [ykk­ur] að ef þið eruð kvefuð – verið heima. Ef þú ert ­með bein­verki eða slíkt – vertu heima. Og ef þú heldur að þú sért að verða veikur – vertu þá heima.“

Hann end­aði fund­inn á því að hvetja lands­menn til þess að ­taka „veiru­frí­an“ klukku­tíma milli klukkan 20-21 í kvöld þar sem talað yrði um eitt­hvað allt annað en kór­ónu­veiruna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent