Lífið á tímum kórónuveirunnar: Sérstaklega róandi að litaraða öppunum í símanum

Bjartsýnismaðurinn Bragi Valdimar Skúlason gefur landsmönnum fimm góð ráð til að viðhalda vellíðan og efla tengslin á meðan samkomubann og „faðmflótti“ er í gildi.

Bragi Valdimar Skúlason, bjartsýnismaður.
Bragi Valdimar Skúlason, bjartsýnismaður.
Auglýsing

Við megum ekki safnast saman í stórum hópum og í minni hópum eigum við að halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Kossaflens er alfarið út úr myndinni og engum skal heilsa með handabandi. Samkomubann og ýmsar aðrar takmarkanir eru í gildi á Íslandi á meðan faraldur nýju kórónuveirunnar gengur yfir.

Þetta eru ekki beint hlýlegar aðgerðir þó nauðsynlegar séu og því ákvað Kjarninn að biðja nokkra valinkunna Íslendinga að gefa landsmönnum góð ráð um hvernig hægt er að rækta líkama og sál á meðan þetta ástand varir.

Sá sem ríður á vaðið er bjartsýnismaðurinn Bragi Valdimar Skúlason. Hann bendir hér að neðan á fimm atriði sem hægt er að gera á tímum „faðmflótta“ eins og hann leggur til að enska hugtakið  „social distancing“ verði þýtt á íslensku.

Auglýsing

Skrúfa frá streyminu

Nú þegar íslenski tónlistarbransinn getur hvergi komið fram er mikilvægt að spila íslenska tónlist og streyma henni með löglegum leiðum, þannig að aurinn renni til listafólks. Helst kaupa hana eða styrkja upptökuverkefni á netinu.

Litaraða öppunum í símanum

Þetta er rétta tækifærið til að taka til í snjallsímanum, það er sérstaklega róandi að litaraða öllum öppunum á skjáinn sinn, pínu klikkað vissulega, en róandi. Stafrófsröð virkar líka.

Fréttaskömmtun

Hættið að endurhlaða allar fréttasíður, alltaf. Það er fínt að skammta sér bara hálftíma á dag til að taka við vondufréttaskammti dagsins. Annað er bara mannskemmandi. Hlustið frekar á hljóðbækur, tónlist eða spjallið saman — um eitthvað annað en bévítans pestina.

Spila

Nú er auðvitað sérlega góður tími til að setjast með fjölskyldunni og spila saman. Það er til endalaust af frábærum borðspilum. Svo er líka hægt að púsla eða grípa bara spilastokkinn. Spilabúðirnar senda pottþétt heim, en ég hugsa að Pandemic hljóti að fara að klárast úr hillunum.

Muna góða skapið

Ef þið þurfið endilega fréttir, farið þá reglulega inn á vefsvæðið Ástæður til að vera í góðu skapi, reasonstobecheerful.world. Það er síða sem listamaðurinn David Byrne stofnaði og hefur eingöngu að geyma góðar, upplífgandi fréttir frá öllum heimshornum. Mannbætandi dagsskammtur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk