Sjálfstæðisflokkurinn rýkur upp og mælist með 27 prósent fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst meira í könnunum frá því sumarið 2017, áður en þáverandi ríkisstjórn sem leidd var af flokknum sprakk vegna uppreist æru-málsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig 6,1 pró­sentu­stigi frá síð­ustu könnun MMR og mælist nú með 27,4 pró­sent fylgi. Það er mesta fylgi sem hann hefur mælst með frá því sum­arið 2017, áður en upp­reist æru-­málið kom upp, sem leiddi til kosn­inga þá um haust­ið. 

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina stór­eykst líka og mælist nú 52,9 pró­sent. Hann var 38,8 pró­sent í síð­ustu könnun sem MMR fram­kvæmdi í febr­úar og ljóst að neyð­ar­á­standið sem ríkið vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins hefur aukið stuðn­ing við rík­is­stjórn­ina veru­lega, eða um 36 pró­sent á einum mán­uði. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hefur ekki mælst svona mikil frá því fyrir tæpum tveimur árum, eða í maí 2018. 

Sam­fylk­ingin mælist næst stærsti flokk­ur­inn með 14,7 pró­sent fylgi, sem er aðeins minna en fyrir mán­uði síð­an, og Píratar eru líka á svip­uðu róli með 10,2 pró­sent. Sömu sögu er að sega af Við­reisn, sem tapar 0,8 pró­sentu­stigum og mælist með 9,7 pró­sent fylgi.

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn tapar umtals­verðu fylgi milli kann­anna og mælist nú með tíu pró­sent fylgi. Fyrir mán­uði síðan sögð­ust 12,6 pró­sent lands­manna ætla að kjósa hann. Vinstri græn standa nán­ast í stað milli mán­aða og eru með 9,8 pró­sent fylgi, Fram­sókn bætir lít­il­lega við sig og nýtur nú stuðn­ings 8,1 pró­sent kjós­enda.

Sós­í­alista­flokkur Íslands stendur í stað frá síð­ustu könnun með 4,7 pró­sent fylgi og 3,7 pró­sent lands­manna segja að þeir myndu kjósa Flokk fólks­ins.

Mikið stökk og mest á kostnað Mið­flokks­ins

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði mælst mjög illa í könn­unum um tölu­vert skeið og langt undir kjör­fylgi hans, sem var 25,2 pró­sent í haust­kosn­ing­unum 2017. Fylgið síð­ustu mán­uði hafði þannig mælst frá 18,1 til 21,3 pró­sent. Því er stökkið sem átti sér stað nú umtals­vert og fylgið mælist 2,2 pró­sentu­stigum yfir kjör­fylg­i. 

Þrír aðrir flokkar mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Sam­fylk­ingin er með 2,6 pró­sentu­stiga meira fylgi, Píratar með eitt pró­sentu­stig meira en þá og Við­reisn með þrjú pró­sentu­stig. Sam­an­lagt hefur þessi frjáls­lynda miðju­blokk því bætt við sig 7,6 pró­sentum frá síð­ustu kosn­ing­um.

Stökk Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist bitna mest á Mið­flokknum sem tapar 2,6 pró­sentu­stigum milli mán­aða og mælist nú með minna fylgi en hann fékk í kosn­ing­unum 2017. 

Vinstri græn eru enn 7,1 pró­sentu­stigi frá kjör­fylgi sínu og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þyrfti að bæta við sig 2,6 pró­sentu­stigum til að vera á sama stað og haustið 2017.

Könn­unin var fram­kvæmd 18. - 20. mars 2020 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.034 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent