Sjálfstæðisflokkurinn rýkur upp og mælist með 27 prósent fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst meira í könnunum frá því sumarið 2017, áður en þáverandi ríkisstjórn sem leidd var af flokknum sprakk vegna uppreist æru-málsins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig 6,1 pró­sentu­stigi frá síð­ustu könnun MMR og mælist nú með 27,4 pró­sent fylgi. Það er mesta fylgi sem hann hefur mælst með frá því sum­arið 2017, áður en upp­reist æru-­málið kom upp, sem leiddi til kosn­inga þá um haust­ið. 

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina stór­eykst líka og mælist nú 52,9 pró­sent. Hann var 38,8 pró­sent í síð­ustu könnun sem MMR fram­kvæmdi í febr­úar og ljóst að neyð­ar­á­standið sem ríkið vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins hefur aukið stuðn­ing við rík­is­stjórn­ina veru­lega, eða um 36 pró­sent á einum mán­uði. Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hefur ekki mælst svona mikil frá því fyrir tæpum tveimur árum, eða í maí 2018. 

Sam­fylk­ingin mælist næst stærsti flokk­ur­inn með 14,7 pró­sent fylgi, sem er aðeins minna en fyrir mán­uði síð­an, og Píratar eru líka á svip­uðu róli með 10,2 pró­sent. Sömu sögu er að sega af Við­reisn, sem tapar 0,8 pró­sentu­stigum og mælist með 9,7 pró­sent fylgi.

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn tapar umtals­verðu fylgi milli kann­anna og mælist nú með tíu pró­sent fylgi. Fyrir mán­uði síðan sögð­ust 12,6 pró­sent lands­manna ætla að kjósa hann. Vinstri græn standa nán­ast í stað milli mán­aða og eru með 9,8 pró­sent fylgi, Fram­sókn bætir lít­il­lega við sig og nýtur nú stuðn­ings 8,1 pró­sent kjós­enda.

Sós­í­alista­flokkur Íslands stendur í stað frá síð­ustu könnun með 4,7 pró­sent fylgi og 3,7 pró­sent lands­manna segja að þeir myndu kjósa Flokk fólks­ins.

Mikið stökk og mest á kostnað Mið­flokks­ins

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði mælst mjög illa í könn­unum um tölu­vert skeið og langt undir kjör­fylgi hans, sem var 25,2 pró­sent í haust­kosn­ing­unum 2017. Fylgið síð­ustu mán­uði hafði þannig mælst frá 18,1 til 21,3 pró­sent. Því er stökkið sem átti sér stað nú umtals­vert og fylgið mælist 2,2 pró­sentu­stigum yfir kjör­fylg­i. 

Þrír aðrir flokkar mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Sam­fylk­ingin er með 2,6 pró­sentu­stiga meira fylgi, Píratar með eitt pró­sentu­stig meira en þá og Við­reisn með þrjú pró­sentu­stig. Sam­an­lagt hefur þessi frjáls­lynda miðju­blokk því bætt við sig 7,6 pró­sentum frá síð­ustu kosn­ing­um.

Stökk Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist bitna mest á Mið­flokknum sem tapar 2,6 pró­sentu­stigum milli mán­aða og mælist nú með minna fylgi en hann fékk í kosn­ing­unum 2017. 

Vinstri græn eru enn 7,1 pró­sentu­stigi frá kjör­fylgi sínu og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þyrfti að bæta við sig 2,6 pró­sentu­stigum til að vera á sama stað og haustið 2017.

Könn­unin var fram­kvæmd 18. - 20. mars 2020 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1.034 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent