Útgöngubann í Bretlandi: „Þið verðið að vera heima“

Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina í kvöld og tilkynnti að nú væri tekið gildi nær algjört útgöngubann í landinu. Öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavörur á að loka án tafar og lögregla mun hafa vald til að sekta þá sem brjóta reglur.

Boris Johnson ávarpar þjóðina í kvöld.
Boris Johnson ávarpar þjóðina í kvöld.
Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands til­kynnti í kvöld að nær algjört útgöngu­bann tæki gildi í land­inu nú þeg­ar. Núna á fólk í Bret­landi að vera heima, með örfáum und­an­tekn­ing­um. Ein­ungis tveir mega koma saman á almanna­færi, nema þeir búi á sama heim­ili.

John­son ávarp­aði bresku þjóð­ina kl. 20:30 og var ómyrkur í máli. „Þið verðið að vera heima,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann. 

Frá og með þess­ari stundu mega íbúar í Bret­landi ein­ungis fara út til þess að versla helstu nauð­synja­vör­ur, eins sjaldan og unnt er. Einnig má fólk fara út að hreyfa sig einu sinni á dag, en þá ein­samalt eða með öðrum sem búa á sama heim­ili.

Auglýsing

„Þú átt ekki að hitta vini. Ef vinir þínir biðja þig um að hitta sig, þá ættir þú að segja nei,“ sagði John­son og bætti við að ef fólk færi ekki að reglum hefði lög­regla heim­ild til þess að beita sektum eða til þess að leysa upp sam­kom­ur. 

Import­ant Update

Ple­ase join me for an import­ant update on #corona­virus #Sta­y­HomeS­a­veLi­ves

Posted by Boris John­son on Monday, March 23, 2020

Fólk má fara út til þess að sækja sér lækn­is­þjón­ustu og einnig má fara út til þess að hlúa að öðr­um. Svo má fólk ferð­ast til vinnu, en ein­ungis í þeim til­fellum þar sem það er algjör­lega nauð­syn­legt og vinnan getur ekki farið fram að heim­an.

Rík­is­stjórnin hefur þannig ákveðið að öllum versl­unum sem selja annað en ýtr­ustu nauð­synja­vör­ur, mat­vöru og lyf, verði lokað umsvifa­laust. Engar trú­arat­hafnir nema jarð­ar­farir verða leyfð­ar.

John­son hafði verið tregur til að grípa til þess ráðs að setja á útgöngu­bann, en hafði áður veitt almenn­ingi til­mæli um að halda sig heima og koma þannig í veg fyrir smit og vara við því að ef ekki yrði farið að ráðum yfir­valda þyrfti að grípa til harð­ari aðgerða.

Til­mælin ein og sér virt­ust þó ekki ná eyrum almenn­ings og um helg­ina kom fjöldi fólks saman víða um Bret­land til ýmissa við­burða.

Á fjórða hund­rað manns hafa lát­ist vegna COVID-19 í Bret­landi til þessa og hefur John­son látið hafa eftir sér að hann ótt­ist að þróun mála í Bret­landi sé um það bil tveimur vikum á eftir þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Ítal­íu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent