Útgöngubann í Bretlandi: „Þið verðið að vera heima“

Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina í kvöld og tilkynnti að nú væri tekið gildi nær algjört útgöngubann í landinu. Öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavörur á að loka án tafar og lögregla mun hafa vald til að sekta þá sem brjóta reglur.

Boris Johnson ávarpar þjóðina í kvöld.
Boris Johnson ávarpar þjóðina í kvöld.
Auglýsing

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í kvöld að nær algjört útgöngubann tæki gildi í landinu nú þegar. Núna á fólk í Bretlandi að vera heima, með örfáum undantekningum. Einungis tveir mega koma saman á almannafæri, nema þeir búi á sama heimili.

Johnson ávarpaði bresku þjóðina kl. 20:30 og var ómyrkur í máli. „Þið verðið að vera heima,“ sagði forsætisráðherrann. 

Frá og með þessari stundu mega íbúar í Bretlandi einungis fara út til þess að versla helstu nauðsynjavörur, eins sjaldan og unnt er. Einnig má fólk fara út að hreyfa sig einu sinni á dag, en þá einsamalt eða með öðrum sem búa á sama heimili.

Auglýsing

„Þú átt ekki að hitta vini. Ef vinir þínir biðja þig um að hitta sig, þá ættir þú að segja nei,“ sagði Johnson og bætti við að ef fólk færi ekki að reglum hefði lögregla heimild til þess að beita sektum eða til þess að leysa upp samkomur. 

Important Update

Please join me for an important update on #coronavirus #StayHomeSaveLives

Posted by Boris Johnson on Monday, March 23, 2020

Fólk má fara út til þess að sækja sér læknisþjónustu og einnig má fara út til þess að hlúa að öðrum. Svo má fólk ferðast til vinnu, en einungis í þeim tilfellum þar sem það er algjörlega nauðsynlegt og vinnan getur ekki farið fram að heiman.

Ríkisstjórnin hefur þannig ákveðið að öllum verslunum sem selja annað en ýtrustu nauðsynjavörur, matvöru og lyf, verði lokað umsvifalaust. Engar trúarathafnir nema jarðarfarir verða leyfðar.

Johnson hafði verið tregur til að grípa til þess ráðs að setja á útgöngubann, en hafði áður veitt almenningi tilmæli um að halda sig heima og koma þannig í veg fyrir smit og vara við því að ef ekki yrði farið að ráðum yfirvalda þyrfti að grípa til harðari aðgerða.

Tilmælin ein og sér virtust þó ekki ná eyrum almennings og um helgina kom fjöldi fólks saman víða um Bretland til ýmissa viðburða.

Á fjórða hundrað manns hafa látist vegna COVID-19 í Bretlandi til þessa og hefur Johnson látið hafa eftir sér að hann óttist að þróun mála í Bretlandi sé um það bil tveimur vikum á eftir þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Ítalíu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent