Útgöngubann í Bretlandi: „Þið verðið að vera heima“

Boris Johnson ávarpaði bresku þjóðina í kvöld og tilkynnti að nú væri tekið gildi nær algjört útgöngubann í landinu. Öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavörur á að loka án tafar og lögregla mun hafa vald til að sekta þá sem brjóta reglur.

Boris Johnson ávarpar þjóðina í kvöld.
Boris Johnson ávarpar þjóðina í kvöld.
Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands til­kynnti í kvöld að nær algjört útgöngu­bann tæki gildi í land­inu nú þeg­ar. Núna á fólk í Bret­landi að vera heima, með örfáum und­an­tekn­ing­um. Ein­ungis tveir mega koma saman á almanna­færi, nema þeir búi á sama heim­ili.

John­son ávarp­aði bresku þjóð­ina kl. 20:30 og var ómyrkur í máli. „Þið verðið að vera heima,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann. 

Frá og með þess­ari stundu mega íbúar í Bret­landi ein­ungis fara út til þess að versla helstu nauð­synja­vör­ur, eins sjaldan og unnt er. Einnig má fólk fara út að hreyfa sig einu sinni á dag, en þá ein­samalt eða með öðrum sem búa á sama heim­ili.

Auglýsing

„Þú átt ekki að hitta vini. Ef vinir þínir biðja þig um að hitta sig, þá ættir þú að segja nei,“ sagði John­son og bætti við að ef fólk færi ekki að reglum hefði lög­regla heim­ild til þess að beita sektum eða til þess að leysa upp sam­kom­ur. 

Import­ant Update

Ple­ase join me for an import­ant update on #corona­virus #Sta­y­HomeS­a­veLi­ves

Posted by Boris John­son on Monday, March 23, 2020

Fólk má fara út til þess að sækja sér lækn­is­þjón­ustu og einnig má fara út til þess að hlúa að öðr­um. Svo má fólk ferð­ast til vinnu, en ein­ungis í þeim til­fellum þar sem það er algjör­lega nauð­syn­legt og vinnan getur ekki farið fram að heim­an.

Rík­is­stjórnin hefur þannig ákveðið að öllum versl­unum sem selja annað en ýtr­ustu nauð­synja­vör­ur, mat­vöru og lyf, verði lokað umsvifa­laust. Engar trú­arat­hafnir nema jarð­ar­farir verða leyfð­ar.

John­son hafði verið tregur til að grípa til þess ráðs að setja á útgöngu­bann, en hafði áður veitt almenn­ingi til­mæli um að halda sig heima og koma þannig í veg fyrir smit og vara við því að ef ekki yrði farið að ráðum yfir­valda þyrfti að grípa til harð­ari aðgerða.

Til­mælin ein og sér virt­ust þó ekki ná eyrum almenn­ings og um helg­ina kom fjöldi fólks saman víða um Bret­land til ýmissa við­burða.

Á fjórða hund­rað manns hafa lát­ist vegna COVID-19 í Bret­landi til þessa og hefur John­son látið hafa eftir sér að hann ótt­ist að þróun mála í Bret­landi sé um það bil tveimur vikum á eftir þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Ítal­íu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent