Fleiri Íslendingar fluttu frá landinu í fyrra en þeir sem komu til baka

Þrátt fyrir að fleiri hafi flutt til Íslands árið 2019 en frá landinu þá var flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara neikvæður, þ.e. brottfluttir Íslendingar voru fleiri en aðfluttir.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Fleiri fluttust til Íslands en frá landinu á árinu 2019 eða 4.961 einstaklingar. Það eru nokkuð færri en árið 2018 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 6.556 og mun færri en metárið 2017 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 8.240. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar í dag.

Þá kemur fram hjá Hagstofunni að í sögulegu samhengi hafi flutningsjöfnuður verið mikill síðustu ár en einungis árin 2006 og 2007 komist nálægt þeim í fjölda þegar um 5.200 fleiri fluttust til landsins en frá því.

Samtals fluttust 12.006 manns til landsins 2019 samanborið við 14.275 á árinu 2018. Alls fluttust 7.045 manns frá Íslandi á síðasta ári borið saman við 7.719 árið 2018. Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara var flutningsjöfnuður 5.136 manns. Flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var aftur á móti neikvæður, brottfluttir voru 175 fleiri en aðfluttir.

Auglýsing

Mynd: Hagstofan

Norðurlöndin vinsælust

Af þeim 2.635 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2019 fóru 1.686 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til Danmerkur, eða 913, en næst flestir til Svíþjóðar (500). Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 1.709 af 2.460. Flestir komu frá Danmörku eða 804, segir í vef Hagstofunnar. 

Flestir erlendir ríkisborgarar fluttust á sama tíma til Póllands eða 1.436 af 4.410. Þaðan komu líka 2.642 erlendir ríkisborgarar á síðasta ári.

Eins og síðustu ár var fjölmennasti hópur aðfluttra og brottfluttra árið 2019 á aldrinum 20 til 29 ára. Tæplega 42 prósent brottfluttra var á þessu aldursbili og rúmlega 42 prósent aðfluttra. Af einstökum árgöngum var 26 ára fjölmennasti hópurinn af brottfluttum en 27 ára af þeim sem fluttust til landsins.

Fleiri karlar fluttu til landsins en konur

Enn fremur kemur fram hjá Hagstofunni að árið 2019 hafi 2.974 fleiri karlar flutt til landsins en frá því og 1.987 konur. Fram til ársins 2003 fluttust að jafnaði fleiri konur til landsins en karlar. Þessi þróun snerist við á tímabilinu frá 2004 til 2008. Á þeim árum fluttust til landsins samtals 4.215 fleiri karlar en konur.

Árin 2009 til 2012 fluttust hins vegar samtals 4.114 fleiri karlar en konur úr landi umfram aðflutta. Árið 2019 bar svo við að 987 fleiri karlar en konur fluttust til landsins sem er umtalsverð fækkun frá fyrra ári þegar 1.720 fleiri karlar fluttust til landsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent