Fleiri Íslendingar fluttu frá landinu í fyrra en þeir sem komu til baka

Þrátt fyrir að fleiri hafi flutt til Íslands árið 2019 en frá landinu þá var flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara neikvæður, þ.e. brottfluttir Íslendingar voru fleiri en aðfluttir.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Fleiri flutt­ust til Íslands en frá land­inu á árinu 2019 eða 4.961 ein­stak­ling­ar. Það eru nokkuð færri en árið 2018 þegar aðfluttir umfram brott­flutta voru 6.556 og mun færri en metárið 2017 þegar aðfluttir umfram brott­flutta voru 8.240. Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unnar í dag.

Þá kemur fram hjá Hag­stof­unni að í sögu­legu sam­hengi hafi flutn­ings­jöfn­uður verið mik­ill síð­ustu ár en ein­ungis árin 2006 og 2007 kom­ist nálægt þeim í fjölda þegar um 5.200 fleiri flutt­ust til lands­ins en frá því.

Sam­tals flutt­ust 12.006 manns til lands­ins 2019 sam­an­borið við 14.275 á árinu 2018. Alls flutt­ust 7.045 manns frá Íslandi á síð­asta ári borið saman við 7.719 árið 2018. Ef ein­ungis er litið til erlendra rík­is­borg­ara var flutn­ings­jöfn­uður 5.136 manns. Flutn­ings­jöfn­uður meðal íslenskra rík­is­borg­ara var aftur á móti nei­kvæð­ur, brott­fluttir voru 175 fleiri en aðflutt­ir.

Auglýsing

Mynd: Hagstofan

Norð­ur­löndin vin­sælust

Af þeim 2.635 íslensku rík­is­borg­urum sem fluttu af landi brott árið 2019 fóru 1.686 til Dan­merk­ur, Sví­þjóðar eða Nor­egs. Flestir fluttu til Dan­merk­ur, eða 913, en næst flestir til Sví­þjóðar (500). Flestir aðfluttir íslenskir rík­is­borg­arar komu einnig frá þessum löndum eða 1.709 af 2.460. Flestir komu frá Dan­mörku eða 804, segir í vef Hag­stof­unn­ar. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar flutt­ust á sama tíma til Pól­lands eða 1.436 af 4.410. Þaðan komu líka 2.642 erlendir rík­is­borg­arar á síð­asta ári.

Eins og síð­ustu ár var fjöl­menn­asti hópur aðfluttra og brott­fluttra árið 2019 á aldr­inum 20 til 29 ára. Tæp­lega 42 pró­sent brott­fluttra var á þessu ald­urs­bili og rúm­lega 42 pró­sent aðfluttra. Af ein­stökum árgöngum var 26 ára fjöl­menn­asti hóp­ur­inn af brott­fluttum en 27 ára af þeim sem flutt­ust til lands­ins.

Fleiri karlar fluttu til lands­ins en konur

Enn fremur kemur fram hjá Hag­stof­unni að árið 2019 hafi 2.974 fleiri karlar flutt til lands­ins en frá því og 1.987 kon­ur. Fram til árs­ins 2003 flutt­ust að jafn­aði fleiri konur til lands­ins en karl­ar. Þessi þróun sner­ist við á tíma­bil­inu frá 2004 til 2008. Á þeim árum flutt­ust til lands­ins sam­tals 4.215 fleiri karlar en kon­ur.

Árin 2009 til 2012 flutt­ust hins vegar sam­tals 4.114 fleiri karlar en konur úr landi umfram aðflutta. Árið 2019 bar svo við að 987 fleiri karlar en konur flutt­ust til lands­ins sem er umtals­verð fækkun frá fyrra ári þegar 1.720 fleiri karlar flutt­ust til lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent