Fleiri Íslendingar fluttu frá landinu í fyrra en þeir sem komu til baka

Þrátt fyrir að fleiri hafi flutt til Íslands árið 2019 en frá landinu þá var flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara neikvæður, þ.e. brottfluttir Íslendingar voru fleiri en aðfluttir.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Fleiri flutt­ust til Íslands en frá land­inu á árinu 2019 eða 4.961 ein­stak­ling­ar. Það eru nokkuð færri en árið 2018 þegar aðfluttir umfram brott­flutta voru 6.556 og mun færri en metárið 2017 þegar aðfluttir umfram brott­flutta voru 8.240. Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unnar í dag.

Þá kemur fram hjá Hag­stof­unni að í sögu­legu sam­hengi hafi flutn­ings­jöfn­uður verið mik­ill síð­ustu ár en ein­ungis árin 2006 og 2007 kom­ist nálægt þeim í fjölda þegar um 5.200 fleiri flutt­ust til lands­ins en frá því.

Sam­tals flutt­ust 12.006 manns til lands­ins 2019 sam­an­borið við 14.275 á árinu 2018. Alls flutt­ust 7.045 manns frá Íslandi á síð­asta ári borið saman við 7.719 árið 2018. Ef ein­ungis er litið til erlendra rík­is­borg­ara var flutn­ings­jöfn­uður 5.136 manns. Flutn­ings­jöfn­uður meðal íslenskra rík­is­borg­ara var aftur á móti nei­kvæð­ur, brott­fluttir voru 175 fleiri en aðflutt­ir.

Auglýsing

Mynd: Hagstofan

Norð­ur­löndin vin­sælust

Af þeim 2.635 íslensku rík­is­borg­urum sem fluttu af landi brott árið 2019 fóru 1.686 til Dan­merk­ur, Sví­þjóðar eða Nor­egs. Flestir fluttu til Dan­merk­ur, eða 913, en næst flestir til Sví­þjóðar (500). Flestir aðfluttir íslenskir rík­is­borg­arar komu einnig frá þessum löndum eða 1.709 af 2.460. Flestir komu frá Dan­mörku eða 804, segir í vef Hag­stof­unn­ar. 

Flestir erlendir rík­is­borg­arar flutt­ust á sama tíma til Pól­lands eða 1.436 af 4.410. Þaðan komu líka 2.642 erlendir rík­is­borg­arar á síð­asta ári.

Eins og síð­ustu ár var fjöl­menn­asti hópur aðfluttra og brott­fluttra árið 2019 á aldr­inum 20 til 29 ára. Tæp­lega 42 pró­sent brott­fluttra var á þessu ald­urs­bili og rúm­lega 42 pró­sent aðfluttra. Af ein­stökum árgöngum var 26 ára fjöl­menn­asti hóp­ur­inn af brott­fluttum en 27 ára af þeim sem flutt­ust til lands­ins.

Fleiri karlar fluttu til lands­ins en konur

Enn fremur kemur fram hjá Hag­stof­unni að árið 2019 hafi 2.974 fleiri karlar flutt til lands­ins en frá því og 1.987 kon­ur. Fram til árs­ins 2003 flutt­ust að jafn­aði fleiri konur til lands­ins en karl­ar. Þessi þróun sner­ist við á tíma­bil­inu frá 2004 til 2008. Á þeim árum flutt­ust til lands­ins sam­tals 4.215 fleiri karlar en kon­ur.

Árin 2009 til 2012 flutt­ust hins vegar sam­tals 4.114 fleiri karlar en konur úr landi umfram aðflutta. Árið 2019 bar svo við að 987 fleiri karlar en konur flutt­ust til lands­ins sem er umtals­verð fækkun frá fyrra ári þegar 1.720 fleiri karlar flutt­ust til lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent