Hlaupið í kringum hnöttinn er hafið

Hópur fólks sem vildi gera eitthvað uppbyggilegt á þessum dæmalausu tímum hefur sett í loftið vefsíðu þar sem öllum gefst kostur á að taka þátt í leik sem snýst um að hlaupa í sameiningu hringinn í kringum hnöttinn.

vinna.png
Auglýsing

Hópur fólks, sem vildi gera eitt­hvað upp­byggi­legt á meðan heims­far­aldur geis­ar, hefur sett í loftið vef­síð­una Hlaupum kringum hnött­inn. Þar getur fólk tekið þátt í sam­eig­in­legu hlaupi í kringum hnött­inn, með því að skrá inn kíló­metrana sem það hleypur eða gengur á degi hverj­u­m. 

Hver og einn þátt­tak­andi í leikn­um, sem fólk teng­ist í gegnum Face­book, getur sett inn sinn kíló­metra­fjölda einu sinni á dag og þannig lagt sín lóð á vog­ar­skál­arnar og hjálpað til við að kom­ast allan hring­inn í kringum jörð­ina. Síðan hefur verið í loft­inu frá því í gær og þegar þetta er skrifað eru þátt­tak­endur þegar búnir að hlaupa sam­an­lagt alla leið­ina til Glas­gow í Skotlandi.

Þór­lindur Kjart­ans­son er einn þeirra sem stendur að baki síð­unni. Hann segir við Kjarn­ann að það sé nauð­syn­legt á þessum tímum – og verði enn nauð­syn­legra þegar líður á sam­komu­bannið – að fólk hugi að lík­am­legri og and­legri heilsu og drífi sig út úr húsi til hreyf­ingar þrátt fyrir allt það sem gengur á.

Auglýsing

En hvað ger­ist þegar það verður búið að hlaupa í kringum jörð­ina?

„Það kemur í ljós, en það er búið að ákveða það. Það klár­lega verður mjög áhuga­vert að kom­ast að því!“ segir Þór­lind­ur, en leik­ur­inn verður í loft­inu þar til neyð­ar­stigi almanna­varna vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hér á landi verður aflétt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiFólk