Viðskiptaráð vill að ríkið skoði að gefa fyrirtækjum peninga frekar en að lána þeim

Í umsögn sinni um aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar bendir Viðskiptaráð á að í ýmsum löndum í kringum okkur hafi verið kynnt til leiks úrræði sem feli í sér óendurgreiðanleg fjárframlög úr ríkissjóði til fyrirtækja.

Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Auglýsing

Viðskiptaráð vill að íslenska ríkið horfi til aðgerða annarra ríkja til að bregðast við yfirstandandi efnahagssamdrætti og að það geri frekar meira en minna. Á meðal þeirra aðgerða sem Viðskiptaráð bendir á í þessu samhengi eru bein fjárframlög til fyrirtækja úr ríkissjóði sem yrðu ekki endurgreiðanleg. Með öðrum orðum: peningagjafir úr ríkissjóði beint til fyrirtækja sem uppfylla ákveðin skilyrði.

Í umsögn Viðskiptaráðs um frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar sem er ætlað að lög­festa aðgerð­ar­pakka hennar í efna­hags­mál­um segir að sum ríki í kringum okkur séu að „átta sig á því að það sé ekki endilega skynsamlegasta leiðin til að styðja við fyrirtæki að láta þau skuldsetja sig meira heldur þurfi beinni og markvissari stuðning“. 

Undir umsögnina skrifar Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Benda á Danmörku og Noreg

Í Danmörku muni til að mynda ákveðin fjárhæð renna beint til fyrirtækja í formi styrkja upp á 25 til 80 prósent af föstum kostnaði þeirra. Þessir styrkir séu í boði til þeirra fyrirtækja sem missa meira en 40 prósent eða meira af tekjur sínum. Kostnaður við þessa aðgerð er áætlaður tvö prósent af landsframleiðslu Danmerkur. Þá fái sjálfstætt starfandi og fyrirtæki með tíu eða færri starfsmenn sem sjá tekjur minnka um meira en 30 prósent allt að 75 prósent af tekjum sínum greiddar frá ríkinu. „Þessir styrkir eru í boði í þrjá mánuði og eru ekki lán eða frestanir, heldur bein fjárframlög frá ríkinu til fyrirtækja vegna bráðavanda kórónuveirunnar,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs.

Auglýsing
Þar er einnig fjallað um þá leið sem norsk stjórnvöld kynntu sem felur í sér heimild til að draga tap ársins frá hagnaði fyrri ára og stofna þannig til endurgreiðslukröfu á ríkið.

„Á sama tíma og Viðskiptaráð fagnar þeim tillögum sem eru fram komnar bindur ráðið vonir við frekari aðgerðir af hálfu hins opinbera sem felur í sér eftirgjöf á opinberum gjöldum og tryggja að fjárfestingargeta atvinnulífsins sé varin eftir fremsta megni. Það er að mati ráðsins ekki skynsamlegt til lengri tíma að stefna fólki og fyrirtækjum í of mikla skuldsetningu vegna atburða sem birtast okkur eins og þessar óviðjafnanlegu náttúruhamfarir.“

Vilja 18 milljarða til fyrirtækja með afnámi tryggingagjalds

Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga og verði að lögum ,en hvetur sérstaklega til þess að tryggingagjaldið verði einnig afnumið tímabundið og að frestur verði veittur á greiðslu virðisaukaskatts. 

Það telur að tímabundið afnám tryggingagjaldsins væri hnitmiðuð ráðstöfun sem auðveldi fyrirtækjum að sporna gegn atvinnuleysi. „Áætlaðar heildartekjur ríkisins af tryggingagjaldi samkvæmt fjárlögum eru 102 ma. kr. Beinn kostnaður ríkisins af afnámi tryggingagjalds í þrjá mánuði (mars, apríl og maí) næmi 18 ma. króna.“

Þá vill Viðskiptaráð að skilum á virðisaukaskatti verði almennt fresta í heild eða hluta. Það sé leið sem stjórnvöld í Danmörku, Svíþjóð, Belgíu og Frakklandi hafi gripið til.

Í umsögninni segir Viðskiptaráð að það telji ekki nægilega langt gengið með frestun gjalddaga fasteignaskatta. „Sum sveitarfélög gætu viljað ganga lengra eða nýta sértækari leiðir og mikilvægt er að þeim sé eftirlátið frelsi til þess við þessar aðstæður. Sveitarstjórnir þurfa að geta gengið eins langt og þörf er á eins og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gefið út að þeir muni gera, en það er mikilvægt að mati Viðskiptaráðs að sveitarfélögin stígi inn í og afnemi fasteignaskatt tímabundið. Nauðsynlegt er að löggjafinn búi svo um að sveitarfélögunum geti að grípa til slíkra aðgerða.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent