Borgin frestar, lækkar eða fellir niður gjöld á heimili og flýtir lækkun fasteignaskatts

Borgarráð samþykkti einróma alls 13 aðgerðir til að bregðast við þeirra stöðu sem upp er komin vegna efnahagslegra áhrifa útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Vigdís Hauksdóttir, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sanna Magdalena Mörtudóttur tóku öll þátt í blaðamannafundinum í dag, ásamt öðrum oddvitum í borgarstjórn.
Vigdís Hauksdóttir, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sanna Magdalena Mörtudóttur tóku öll þátt í blaðamannafundinum í dag, ásamt öðrum oddvitum í borgarstjórn.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg ætlar að fresta, lækka eða fella niður ýmis gjöld á fólk og fyr­ir­tæki til að hjálpa þeim að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­far­ald­urs­ins. Borg­ar­ráð sam­þykkti aðgerð­irn­ar, sem eru 13 tals­ins, ein­róma á fundi sínum fyrstu aðgerðir til að bregð­ast við stöð­una og full­trúar allra afla sem eiga sæti í borg­ar­stjórn tóku þátt í blaða­manna­fundi í dag þar sem aðgerð­irnar voru kynnt­ar. 

Í til­kynn­ingu segir að aðgerðir borg­ar­innar nái „til frest­unar gjalda og auk­ins svig­rúms fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki og lækk­unar fast­eigna­gjalda. Fram­kvæmdum borg­ar­innar og fyr­ir­tækja henn­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur, Faxa­flóa­hafna og Félags­bú­staða, verður flýtt, farið verður í upp­bygg­ingu hús­næðis og mark­aðsátaks í ferða­þjón­ustu með áherslu á Reykja­vík sem áfanga­stað. Sér­stak­lega er litið til skap­andi greina, nýsköp­un­ar, þekk­ing­ar­greina, menn­ing­ar, íþrótta, lista og við­burða­halds. Áhersla verður lögð á vinnu­mark­aðs­að­gerð­ir, þá einkum til þeirra hópa sem mögu­lega fara illa út úr ástand­inu, ein­yrkja og fólks af erlendum upp­runa.“

Auglýsing
Á meðal helstu aðgerða eru að gjöld vegna leik­skóla, grunn­skóla og frí­stundar verða lækk­uð, felld niður eða leið­rétt í sam­ræmi við skerð­ingu þjón­ustu vegna veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og fyr­ir­tæki munu geta fengið frest á greiðslu allt að þriggja gjald­daga fast­­eigna­skatta á þessu ári, til að bregð­­ast við höggi á tekju­flæði þessa dag­ana. 

Að auki hefur verið ákveðið að lækkun fast­­eigna­skatta á atvinn­u­hús­næði verði flýtt og lækki úr 1,65 í 1,60 pró­sent um næstu ára­­mót. Fast­­eigna­eig­endur eru auk þess hvattir til að láta minni fyr­ir­tæki sem leigja hjá þeim einnig að njóta þess­­ara aðgerða. 

Hægt er að sjá aðgerð­irnar 13 hér að neð­an:

1.   Frestun gjalda, nið­ur­fell­ing og lækkun

Gjöld heim­ila og fjöl­skyldna verða felld niður eða lækkuð vegna skertrar þjón­ustu, sótt­kvíar og ann­arra við­bragða vegna Covid-19. Fyr­ir­tækjum verður gef­inn kostur á að fresta allt að þremur gjald­dögum fast­eigna­skatta vorið 2020 og skoðuð önnur frestun og/eða lækkun þegar um er að ræða tíma­bundið tekju­fall, sbr. lið 1 e.

a.   Heim­ili. Leik­skól­ar, grunn­skólar og frí­stund. Gjöld verða lækk­uð, felld niður eða leið­rétt í sam­ræmi við skerð­ingu þjón­ustu vegna Covid-19, skv. nán­ari regl­um. Þá taka árskort t.d. sund­kort og menn­ing­ar­kort mið af skerð­ingum opn­un­ar­tíma og gild­is­tími fram­lengdur sem því nem­ur.

b.  Fyr­ir­tæki. Veittur verði frestur á greiðslu allt að þriggja gjald­daga fast­eigna­skatta atvinnu­hús­næðis vegna árs­ins 2020, skv. lögum og nán­ari regl­um. Fast­eigna­eig­endur eru hvattir til að leigj­endur þeirra njóti góðs af þeirri frestun líkt og stór fast­eigna­fé­lög á mark­aði hafa gefið fyr­ir­heit um.

c.   Lækkun fast­eigna­skatta. Lækkun fast­eigna­skatta af atvinnu­hús­næði í Reykja­vík­ur­borg verði flýtt og verði 1,60% á árinu 2021.

d.   Frestun leigu. Borg­ar­ráð beinir því til fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs að móta reglur um frestun eða afslátt af leigu þriðja aðila í atvinnu­rekstri í hús­næði Reykja­vík­ur­borgar á grund­velli umsókna, vegna tíma­bund­ins tekju­falls í ljósi sér­stakra aðstæðna.

e.   Frestun gjalda. Borg­ar­ráð beinir því til fyr­ir­tækja borg­ar­innar að skoða mögu­leika á frestun gjalda og/eða lækkun þegar um er að ræða tíma­bundið tekju­fall, skv. nán­ari regl­um.

2.   Sveigj­an­leiki í inn­heimtu og gjald­frestum

Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði verði falið að gera til­lögu að tíma­bundnum breyt­ingum á inn­heimtu­reglum Reykja­vík­ur­borgar sem feli í sér auk­inn sveigj­an­leika varð­andi greiðslu­fresti í ljósi tíma­bund­ins tekju­falls og óvissu, sem nái hvoru tveggja til heim­ila og fyr­ir­tækja. Til­lagan á að tryggja að jafn­ræðis og góðrar stjórn­sýslu verði gætt og tekið mið af gild­andi lög­um. Mark­miðið er að auka sveigj­an­leika í ljósi núver­andi ástands, inn­heimta verði sann­gjörn og drátt­ar­vextir og kostn­aður í lág­marki um leið og jafn­ræðis og hag­muna borg­ar­innar verði gætt. Regl­urnar verði lagðar fyrir borg­ar­ráð til stað­fest­ing­ar. 

3.   Borg­ar­vakt í vel­ferð­ar- og atvinnu­málum

Tölu­legum gögnum og stað­reyndum um þróun aðstæðna hjá ein­stak­ling­um, fjöl­skyldum og atvinnu­lífi verður safnað á vett­vangi Reykja­vík­ur­borgar næstu mán­uði og miss­eri til að leggja grunn að frek­ari til­lögu­gerð og aðgerðum sem ýmist verður beint til borg­ar­ráðs, fagráða Reykja­vík­ur­borg­ar, ríkis eða sam­eig­in­legs vett­vangs sveit­ar­fé­laga eða ann­arra aðila. Í sam­ráði við hags­muna­að­ila verður fylgst með lyk­il­þáttum og áhrifum stöð­unnar á atvinnu­líf og sam­fé­lag, lífs­kjör og hús­næð­is­markað með sér­stakri áherslu á börn og menntun þeirra, barna­fjöl­skyld­ur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnu­lausa og við­kvæma og útsetta hópa.

4.   Ferða­þjón­usta og ferða­þjón­ustu­tengdar greinar

Stutt verði við eft­ir­spurn eftir heim­sóknum ferða­manna til Reykja­víkur um leið og það er metið tíma­bært.

a.   Mark­aðsá­tak stjórn­valda og Íslands­stofu. Reykja­vík­ur­borg verði virkur þátt­tak­andi í útfærslu og fram­kvæmd mark­aðsátaks stjórn­valda í ljósi Covid-19.

b.   Mark­aðsá­tak Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar- og ferða­mála­svið útfæri sér­staka mark­aðs­setn­ingu Reykja­víkur sem við­brögð við hruni í ferða­þjón­ustu fyrir árin 2020-2021. Áætl­aður kostn­aður Reykja­vík­ur­borgar verði ætl­aður að lág­marki 150 millj­ónir króna. Til­lögur liggi fyrir í maí.

5.   Nýsköpun og ný tækni

Fjár­fest­ingum í inn­leið­ingu nýrrar tækni hjá Reykja­vík­ur­borg verði flýtt og opnað fyrir aðkomu frum­kvöðla og nýsköp­un­ar­um­hverf­is­ins að lausn­a­leit á grund­velli nýrrar nýsköp­un­ar­stefnu. Til­lögur liggi fyrir í maí nk.

6.   Skap­andi greinar

Haldið verði áfram að skapa skap­andi greinum betri skil­yrði til vaxtar til lengri tíma með áherslu á að skapa aðstöðu og vinnu­rými, m.a. í tengslum við nýjan klasa skap­andi greina í Gufu­nes­i.  Til­lögur liggi fyrir í maí nk.

7.   Þekk­ing­ar­greinar

Unnin verði áætlun um frek­ari upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­tengdra greina í sam­vinnu við Háskóla Íslands, Vís­inda­garða, Háskól­ann í Reykja­vík og Land­spít­al­ann. Til­lögur liggi fyrir í maí nk.

8.   Menn­ing, list­ir, íþróttir og við­burða­hald

Unnar verði til­lögur um aðgerðir og við­spyrnu í menn­ing­ar-, íþrótta- og lista­lífi Reykja­vík­ur­borgar í sam­vinnu við Banda­lag íslenskra lista­manna, ÍBR o.fl. Til­lögur liggi fyrir í maí nk.

9.   Mark­vissar vinnu­mark­aðs­að­gerðir

Nauð­syn­legar vinnu­mark­aðs­að­gerðir sem við­brögð gegn atvinnu­leysi verða þró­aðar tíma­lega einsog til­efni verður til. Unnið verði í sam­vinnu við ríkið og aðila vinnu­mark­að­ar­ins þar sem sér­stak­lega verði lögð áhersla á hópa sem skv. grein­ingum verða illa úti í ástand­inu, s.s. ein­yrkja, fólk af erlendum upp­runa og kon­ur. Áhersla verði lögð á að bjóða starfstæki­færi, starfs­nám og íslensku­kennslu og aðra menntun á atvinnu­leys­is­bót­um.

10. Flýt­ing fjár­fest­inga og við­halds á vegum Reykja­vík­ur­borgar og fyr­ir­tækja hennar

Fjár­fest­ingum verður flýtt og við­hald aukið til að auka atvinnu og umsvif í efn­hags­líf­inu þegar á þessu ári. Við­bót­ar­fjár­fest­ingar borg­ar­sjóðs og B-hluta fyr­ir­tækja geta sam­an­lagt orðið um 5 millj­arðar króna á árinu og enn meiri árið 2021. Efnt verði til við­ræðna við ríkið um kostn­að­ar­hlut­deild, skatta og gjöld í tengslum við fram­kvæmd­irn­ar.

a.   Fjár­fest­ingar borg­ar­sjóðs (A-hluta) í nýfram­kvæmdum og við­haldi verði auknar um 2,5 millj­arða árið 2020 með áherslu á mann­afls­frek og virð­is­auk­andi verk­efni.

b.   Orku­veita Reykja­víkur og dótt­ur­fé­lög. Verið er að útfæra við­bót­ar­fjár­fest­ingar OR.

c.   Félags­bú­staðir vinna að áætlun um við­bótar búsetu­úr­ræði og íbúð­ir.

d.   Faxa­flóa­hafnir hafa ásamt Veitum útfært áætlun um orku­skipti í höfnum og munu eiga við­ræður við ríkið um að ráð­ast í verk­efn­ið.

11. Und­ir­bún­ingi fjár­fest­ing­ar­verk­efna á vegum Reykja­vík­ur­borgar verði flýtt

Sam­keppnum um skipu­lag og hönnun fjár­fest­ing­ar­verk­efna verði flýtt og gerð deiliskipu­lags vegna þeirra verði sett í for­gang. Þar er meðal ann­ars um að ræða sam­keppnir um Sam­göngu­mið­stöð Reykja­víkur á umferð­ar­mið­stöðv­ar­reit, sam­keppni um stærra borg­ar­bóka­safn í Gróf­ar­húsi, sam­keppni um end­ur­nýjun og end­ur­gerð Laug­ar­dals­laugar og stúku Laug­ar­dals­laug­ar, sam­keppni um nýja skóla, fjölgun ung­barna­deilda og nýrra leik­skóla­plássa sem hluti af Brúum bil­ið, mark­aðs­könnun á bíla­stæða­húsi, sam­keppni um Fógeta-­torg/Vík­ur­garð, skipu­lag nýrra hverfiskjarna í Arn­ar­bakka og Völvu­felli og hugs­an­lega víð­ar.

12. Und­ir­bún­ingi fjár­fest­ing­ar­verk­efna í sam­vinnu við ríkið verði flýtt

Breyt­ingar á deiliskipu­lagi og und­ir­bún­ingi vegna fjár­fest­ing­ar­verk­efna rík­is­ins sem vilji er til að fari af stað verði sett í for­gang, s.s. brýn sam­göngu­verk­efni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu , nýjum hjúkr­un­ar­heim­il­um, upp­bygg­ingu á vegum Háskóla Íslands, Háskól­ans í Reykja­vík, Nýs Lands­spít­ala, auk ann­arra verk­efna skv. nán­ara sam­komu­lag­i. 

13. Átak í upp­bygg­ingu fjöl­breytts og hag­kvæms hús­næðis

Til að koma í veg fyrir fyr­ir­sjá­an­legan skort á hús­næð­is­mark­aði verði ráð­ist í nýtt átak í hús­næð­is­upp­bygg­ingu með áherslu á hag­kvæmar íbúð­ir, almennar íbúðir og öruggt og nægj­an­legt fram­boð lóða og auk­ins bygg­ing­ar­réttar á grund­velli aðal­skipu­lags Reykja­vík­ur. Áætlun um lóða­út­hlut­an­ir, frek­ari stofn­fram­lög og hús­næð­is­upp­bygg­ingu verði upp­færð í sam­ráði við verka­lýðs­hreyf­ing­una, upp­bygg­ing­ar­fé­lög án hagn­að­ar­sjón­ar­miða, Sam­tök iðn­að­ar­ins, Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun og stjórn­völd. Áfanga­skil verði í maí og full­mótuð áætlun liggi fyrir í sept­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent