„Þurfum nú öll að færa fórnir“

Seðlabankastjóri segir að við þurfum nú öll að færa fórnir sem vonandi hafi þá þýðingu að bjarga mannslífum – en engir björgunarpakkar af hálfu hins opinbera geti tekið þessi óþægindi af okkur nema að mjög takmörkuðu leyti.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fjallar um það ástand sem upp er komið vegna COVID-19 faraldursins í stöðuuppfærslu á Facebook í dag.

„Síðustu 500 ár – eða svo – hafa skæðir alheimsfaraldrar af inflúensu geisað um tvisvar til þrisvar sinnum á öld. Enginn man líklega nú eftir eftir hinni svo kölluðu „Asíuflensu“ árið 1957 eða „Hong Kong“ inflúensunni árið 1968. Þetta voru þó mjög mannskæðir flensufaraldrar á tuttugustu öld – þó ekki komist þeir í hálfkvisti við spænsku veikina er varð 21-50 milljónum manna að aldurtila um heim allan,“ skrifar hann.

Þá segir Ásgeir að það sem sé sérstakt við Covid-19 faraldurinn sé ekki veikin sjálf – heldur viðbrögðin við henni. Þær alþjóðlegu sóttvarnarráðstafanir sem gripið hefur verið til eigi sér ekki hliðstæðu. Þær feli í sér gríðarlegan efnahagslegan kostnað og gætu hæglega leitt til djúprar en vonandi skammvinnar efnahagsdýfu. Töpuð framleiðsla og tapaðar tekjur séu það gjald sem við séum að sjálfsögðu tilbúin að greiða ef við getum bjargað mannslífum.

Auglýsing

Því sé mjög mikilvægt að Íslendingar hafi þetta í huga „áður en við sökkvum okkur í barlóm, neikvæðni eða sjálfsvorkunn. Við þurfum nú öll að færa fórnir sem vonandi hafa þá þýðingu að bjarga mannslífum – en engir björgunarpakkar af hálfu hins opinbera geta tekið þessi óþægindi af okkur nema að mjög takmörkuðu leyti,“ skrifar seðlabankastjóri.

Hann bendir enn fremur á að þeir peningar sem nú sparast vegna þess að fólk situr heima hverfi ekki – heldur muni seytla aftur inn í hagkerfið um leið og faraldurinn hefur gengið yfir. Hagsældin muni koma aftur – og vonandi fyrr en varir.

Síðustu 500 ár – eða svo – hafa skæðir alheimsfaraldrar af inflúensu geisað um tvisvar til þrisvar sinnum á öld. Enginn...

Posted by Ásgeir Jónsson on Thursday, March 26, 2020

Samdráttur allt að 4,8 prósent í ár

Fram kom á kynningu Seðlabankans í vikunni að bankinn reiknaði með, í sviðsmyndum sínum, að 2,4 til 4,8 samdráttur yrði á landsframleiðslu í ár. Fyrri spá bankans, sem birt var í febrúar, gerði ráð fyrir 0,8 prósent hagvexti. Því gæti breytingin frá síðustu spá, verði dekkri sviðsmynd Seðlabankans að veruleika, verið 5,6 prósentustig.

Sviðsmyndirnar sem kynntar voru miðuðu annars vegar við mildari áhrif og hins vegar við dekkri áhrif. Þær innihalda greiningu á væntri þróun útflutnings álafurða, hver áhrifin verða á útflutning sjávarafurða, áhrif á einkaneyslu og vinnumarkað og tímabundin áhrif einangrunar og samkomubanns. En helstu áhrifin sem metin eru koma til vegna skells í ferðaþjónustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent