Staðfest smit á Íslandi komin yfir 800

Staðfest smit af kórónuveirunni eru nú orðin 802 hér á landi. Síðustu daga hefur tekist að rekja uppruna margra smita sem áður voru óþekkt. Nú eru aðeins níutíu smit af heildarfjöldanum af ókunnum uppruna.

Nóg er af sýnatökupinnum á landinu í augnablikinu.
Nóg er af sýnatökupinnum á landinu í augnablikinu.
Auglýsing

Staðfest smit af kórónuveirunni eru nú orðin 802 hér á landi. Í gær voru þau 737 og hefur þeim því fjölgað um 65 á einum sólarhring. Í dag eru 9.889 manns í sóttkví en í gær var fjöldinn 9.013.

Tæplega 2.500 manns hafa lokið sóttkví.

Nú liggja fimmtán á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af tveir á gjörgæslu Á síðunni Covid.is kemur fram að 68 manns hafi náð sér af sjúkdómnum.

Í dag hafa 12.615 sýni verið tekin frá upphafi faraldursins. Síðasta sólarhringinn voru 888 sýni tekin, 427 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 461 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Þess skal getið að mismunur getur verið á tölum um sýnatökur annars vegar og fjölfa smita hins vegar sem birtar eru á hverjum degi á Covid.is. Skýringin er sú að birting upplýsinga um smit taka mið af því hvenær sýnið var tekið en ekki hvenær það var greint.

Auglýsing

Færri sýni voru um helgina og í upphafi vikunnar en dagana þar á undan er stefndi í skort á sýnatökupinnum sem nauðsynlegir eru til rannsóknanna. Í gær komu hins vegar um 2.000 sýnatökupinnar til landsins og í dag fundust svo um 6.000 pinnar á veirufræðideild Landspítalans til viðbótar.

Síðustu daga hefur tekist að rekja uppruna margra smita sem áður voru óþekkt. Nú er uppruni níutíu smita af heildarfjöldanum ókunnur. Innanlandssmit eru langflest eða 459 en smit sem rekja má beint til dvalar erlendis eru 253.

Þrír á tíræðisaldri smitaðir

Enn hafa langflest smitin greinst hjá fólki á aldrinum 40-49 ára eða 191. Þrír á tíræðisaldri hafa nú greinst með sjúkdóminn og sextán börn yngri en sextán ára. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað sagt að tölur um smit muni sveiflast milli daga og að það sé eðlilegt í fámenninu. Á upplýsingafundi almannavarna í gær greindi hann frá því að um 60 prósent allra nýrra smita þann daginn hefðu greinst hjá fólki sem var þegar í sóttkví. Í heildina hefur helmingur allra smita greinst hjá fólki í sóttkví.

Samkvæmt spá sem birt var í gær og byggð á þeim gögnum sem þá lágu fyrir er gert ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1.500 manns á Íslandi verða greindir með COVID-19, en talan gæti náð nær 2.300 manns samkvæmt svartsýnustu spá.

Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1.200 manns, en gæti náð 1.600 manns samkvæmt svartsýnustu spá.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent