Stefna á íslenska þáttagerð en gefa ekkert upp um ásókn í enska boltann

Streymisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl. Forseti og framkvæmdastjóri NENT Group, sem rekur streymisveituna, ræddi við Kjarnann um fyrirætlanir fyrirtækisins á íslenska markaðnum.

Anders Jensen, forseti og framkvæmdastjóri NENT Group.
Anders Jensen, forseti og framkvæmdastjóri NENT Group.
Auglýsing

„Við erum mjög spennt,“ segir Anders Jensen, forseti og framkvæmdastjóri Nordic Entertainment Group, sem rekur streymisveituna Viaplay, í samtali við Kjarnann um innreið fyrirtækisins inn á íslenskan neytendamarkað núna um mánaðamótin. 

Jensen ræddi við blaðamann frá heimili sínu í Kaupmannahöfn í morgun. Hann segir Viaplay stefna á að framleiða nokkuð af íslensku sjónvarpsefni og segir Ísland vera „frábært sögusvið fyrir alls konar þætti“, en Viaplay hefur þegar komið að gerð einnar íslenskrar þáttaraðar, Stellu Blómkvist, sem sýnd var í sjónvarpi Símans hérlendis en á Viaplay á Norðurlöndum.

Þegar eru framleiðsluverkefni á vegum Viaplay í undirbúningi hérlendis, en Jensen segir ekki tímabært að ræða einstaka verkefni á þessu stigi. Hann segir Viaplay vilja vera öflugan samstarfsaðila norrænna framleiðenda og þar með íslenskra, þannig að skapandi fólk með stórar hugmyndir þurfi ekki endilega að leita til Hollywood til þess að hrinda þeim í framkvæmd.

Efnið sem Viaplay býður upp á skipt­ist í fjóra flokka; sér­fram­leitt Vi­aplay-efni, kvik­mynd­ir, þátt­arað­ir, barna­efni og íþróttaefni. Streymisveitan er svipuð að uppsetningu og Netflix, það eina sem þarf til að tengjast er greiðslukort til að kaupa áskriftina og nettenging til þess að streyma efninu á margskonar tækjum.

Auglýsing

Til að byrja með mun Viaplay bjóða íslenskum neytendum upp á þáttaraða- og þáttaraðapakkann sinn fyrir 599 krónur á mánuði, samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu fyrirtækisins sem send var út í morgun.

Íþróttirnar seldar sér

Hvað íþróttir varðar er Viaplay að verða risi á norrænum markaði og hefur til dæmis tryggt sér sýningarréttinn á enska boltanum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi frá 2022-2028, auk þess að vera með sýningarréttinn á Meistaradeild Evrópu á einstaka mörkuðum nú þegar og mikið úrval af öðru íþróttaefni.

Íþróttaefnið er selt sér og verður ekki strax í boði á Íslandi, en Jensen segir að það verði á mjög samkeppnishæfu verði, ekki mikið dýrara en þær 599 krónur sem þáttaraða- og kvikmyndapakkinn mun kosta.

Jensen vill ekki staðfesta að Viaplay muni sækjast eftir sýningarréttinum á enska boltanum og Meistaradeild Evrópu hérlendis, en þessir sýningarréttir eru í höndum Símans og Sýnar í dag.

Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það, en bætir við að sagan sýni að Viaplay hafi verið „í sóknarhug“ þegar komi að því að tryggja sér útsendingarréttinn á þessu efni á Norðurlöndunum.

Hann leggur áherslu á að Viaplay vilji alltaf gera meira en bara „tryggja sér sýningarréttinn“ að íþróttaefni og segir alltaf mikla áherslu lagða á umgjörð og þáttagerð tengda því íþróttaefni sem sýnt er í gegnum streymisveituna.

Sækjast ólíklega eftir íslensku íþróttaefni

Viaplay er einnig með sýningarréttinn á til dæmis sænsku og dönsku úrvalsdeildunum í fótbolta. Jensen segir aðspurður að hann telji „ólíklegt“ að Viaplay reyni að kaupa sýningarréttinn að íslensku íþróttaefni, þar sem fyrirtækið vilji reyna að vera með íþróttaefni sem höfði til áhorfendahópa á öllum samnorræna markaðnum. Hann bætir þó við að aldrei skuli segja aldrei.

Spurður út í hvaða aðdráttarafl íslenski markaðurinn hafi fyrir Viaplay, í ljósi smæðar hans, segir Jensen að Viaplay vilji vera „sannarlega samnorræn“ streymisveita og svo hafi það einnig verið svo að innreið á íslenska markaðinn hafi haft lítinn jaðarkostnað í för með sér fyrir fyrirtækið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent