Streymisþjónustan Viaplay í loftið á Íslandi

Viaplay mun frá 1. apríl bjóða íslenskum áhorfendum upp á sérframleitt efni, kvikmyndir, þáttaraðir og barnaefni, auk þess sem beinar úsendingar frá íþróttaviðburðum munu bætast við síðar.

Viaplay
Auglýsing

Norræna streymisveitan Nordic Entertainment Group (NENT Group) mun opna fyrir Viaplay streymisþjónustu sína á Íslandi 1. apríl. Í Viaplay er í boði sérframleitt efni, kvikmyndir, þáttaraðir og barnaefni, auk þess sem beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum í heimsklassa munu bætast við síðar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni kemur fram að Viaplay þáttaraða- og kvikmyndapakkinn muni kosta 599 krónur (4 evrur) á mánuði á Íslandi. Eins og á öðrum mörkuðum NENT Group mun Viaplay verða aðgengilegt viðskiptavinum á Íslandi gegnum beinar áskriftir og aðild að áskriftum þriðja aðila.

Auglýsing

Efnið sem Viaplay býður upp á skiptist í fjóra flokka: Sérframleitt Viaplay efni, kvikmyndir, þáttaraðir, barnaefni og íþróttir í beinni útsendingu.

Viðskiptavinir geta einnig leigt eða keypt nýjustu Hollywoodmyndirnar og norrænu metsölumyndirnar í Viaplay-versluninni.

Á næstu mánuðum er stefnt að því að bæta smám saman við efni á www.viaplay.is, svo áhorfendur munu hafa úr fleiri kvikmyndum og þáttum að velja sem og norrænu efni sem er sérframleitt fyrir Viaplay. Allt barnaefni verður textað eða talsett á íslensku.

Að auki hefur NENT Group tryggt sér íslenskan sýningarrétt á mörgum íþróttaviðburðum- og keppnum; Formúlu 1 kappakstrinum, þýskum handbolta og fótbolta (Bundesliga) WTA í tennis, ameríska hafnaboltanum (Major League Baseball) og mörgu fleiru, segir í tilkynningunni.

Meirihluta þessara viðburða hefur verið frestað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og munu því bætast við síðar.

Síminn býst við að Viaplay ásælist enska boltann

Viaplay hefur rutt sér til rúms á íþróttamarkaðnum á Norðurlöndunum að undanförnu og hefur nýlega tryggt sér sýningarréttinn að enska boltanum frá 2022 til 2028 í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. 

Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri sölu hjá Símanum sagði, í samtali við hlaðvarpsþátt Morgunblaðsins í byrjun febrúar, að Viaplay myndi án efa berjast um sýningarréttinn að vinsælu íþróttaefni hér á landi.

„Ég er 100% viss um að þeir muni berj­ast við okk­ur og aðra á markaðnum, um rétt­inn að sýn­ing­um á enska bolt­an­um og Meist­ara­deild­inni og fleiru,“ sagði Magnús.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent