Sjávarútvegur vill að ríkið borgi fyrir markaðssetningu sjávarafurða eftir COVID-19

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að Íslandsstofa fái fjármagn til að ráðast í markaðssetningu á íslensku sjávarfangi þegar COVID-19 faraldurinn er yfirstaðinn.

Mynd: Jakup Kapusnak/Unsplash – umhverfisgrein__2017_11_23-4_1.jpg fiskur sjávarútvegur fiskar afli
Auglýsing

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rökrétt að Íslandstofa fái úthlutað fjármagn til að fara í sókn í markaðssetningu sjávarafurða erlendis í kjölfar heimsfaraldursins sem nú ríður yfir. „Það framlag mun einnig hjálpa til við að kynna landið fyrir erlendum ferðamönnum. Þess skal síðan getið að helstu markaðir fyrir bæði ferðaþjónustu og íslenskar sjávarafurðir eru hinir sömu. Áhrifin af fjárfestingu í markaðssetningu verða því víðtæk.“ 

Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarp til fjáraukalaga þar sem sótt er heimild til að eyða þeim fjármunum sem til stendur að eyða í aðgerðarpakka stjórnvalda til að takast á við efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins.

Kjarninn greindi frá því í gær að sam­tökin fari þess einnig á leit við efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis að gerðar verði breyt­ingar á frum­varpi um aðgerðir til að mæta efna­hags­legum áhrifum í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru þess efnis að greiðslu veiði­gjalds í ár verði frestað. ­Á­ætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs vegna veiði­gjalda í ár eru tæp­lega 4,9 millj­arðar króna.

Auglýsing
Sam­tökin fara sömu­leiðis fram á að sér­stök gjöld sem lögð eru á fisk­eld­is­fyr­ir­tæki sem stunda sjó­kvía­eldi verði frestað eða felld niður út árið 2021 til að veita fisk­eld­is­fyr­ir­tækjum meira svig­rúm til að bregð­ast við fyr­ir­séðum tekju­sam­drætti við þær aðstæður sem nú eru upp­i. 

Eftirspurn að dragast hratt saman

Í umsögninni um fjáraukalagafrumvarpið eru tiltekin mörg sömu rök og notuð voru til að rökstyðja niðurfellingu veiðigjalda. 

Þar er bent áð að COVID-19 faraldurinn lami þjóðlíf bæði austan hafs og vestan og ljóst sé að markaður með íslenskar sjávarafurðir fari hratt minnkandi og sums staðar hverfandi. „Veitingastaðir, hótel, mötuneyti og fiskborð matvöruverslana loka stórum dráttum um víða veröld, auk þess sem staða birgja og dreifikerfa er víða í óvissu. Eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum í Evrópu og Bandaríkjunum er því sem næst engin, með tilheyrandi áhrifum á útflutning fisks frá Íslandi. Þá má vænta þess að hægja mun á eftirspurn eftir frystum afurðum auk þess sem verð fari lækkandi þegar fleiri framleiðendur frysti sínar afurðir. Jafnframt getur hvenær sem er komið til þess að fiskvinnslur og útgerðarfyrirtæki þurfi að loka vegna starfsfólks í sóttkví eða samkomubanns stjórnvalda. Það hefði í för með sér meiriháttar hrun í framboði íslensks sjávarfangs við fordæmalausar aðstæður.“ 

Segja að ekkert þurfi að fjölyrða um mikilvægið

Í umsögninni er vikið að því að í frumvarpinu sé fjárheimild málaflokks ferðaþjónustu hækkuð um allt að þrjá milljarða króna. Þar af fari 1,5 milljarðar króna í samræmt kynningar- og markaðsstarf erlendis á árunum 2020-2021. Í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu segir að átakinu verði ýtt úr vör um leið og aðstæður leyfi í því skyni að laða til landsins ferðamenn sem fyrst og draga úr þeim búsifjum sem faraldurinn hefur valdið og getur enn valdið íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi. 

Auglýsing
Undir þetta tekur SFS en segir að íslenskur sjávarútvegur sé við þessar aðstæður sem nú séu uppi að verða fyrir miklum búsifjum sömuleiðis og ekkert þurfi að fjölyrða um mikilvægi sjávarútvegs fyrir Íslendinga. „Þær áherslur sem settar eru fram í þessu frumvarpi um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf eiga því ekkert síður við um íslenskan sjávarútveg.“

Vilja að Íslandsstofa fari í markaðsverkefni

Samtökin telja að samstarfsverkefni þar sem atvinnulífið og stjórnvöld vinna saman að bættri stöðu íslensks sjávarfangs á erlendum mörkuðum geti skapað mikinn ávinning fyrir þjóðarbúið. 

Þau telja nauðsynlegt að styrkja stöðu Íslands og ná til baka markaðshlutdeild þegar heimsfaraldurinn verður yfirstaðinn en benda á að hingað til hafi fjármögnun Íslandsstofu ekki verið með þeim hætti að hægt hafi verið að fara í víðtæka og sameiginlega markaðssetningu á íslensku sjávarfangi til neytenda. „Markaðsverkefni á vegum Íslandsstofu fyrir aðrar atvinnugreinar, og þá einkum fyrir ferðaþjónustu og landbúnað, svo sem Inspired by Iceland, Iceland Naturally og Horses of Iceland eru dæmi um verkefni þar sem fjármögnun í markaðssókn er skipt á milli atvinnulífs og stjórnvalda. Samtökin telja mikilvægt að fjárveiting til Íslandsstofu fari í samstarfsverkefni með sjávarútvegi líkt og á við um aðrar útflutningsgreinar og að slíkt samstarf myndi gefa góðan ávinning fyrir alla hlutaðeigandi aðila.“

Góð afkoma í rúman ára­tug

Sam­kvæmt tölur úr Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunn­i Deloitte ­fyrir árið 2018 sem kynntur var í sept­em­ber í fyrra, og nær yfir rekstur 92 pró­sent allra fyr­ir­tækja í íslenska sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um, áttu íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eigið fé upp á 276 millj­arða króna í lok þess árs. 

Frá hruni og fram til þess tíma hafði eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­arða króna árið 2018. Frá árinu 2010 og til loka árs 2018 höfðu þau greitt 92,5 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. 

Sam­an­lagt batn­aði hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins því um 447,5 millj­arða króna frá árinu 2008 og út árið 2018, eða á einum ára­tug.

Þá var búið að taka til­lit til þeirra 63,3 millj­arða króna sem útgerð­ar­fyr­ir­tækið greiddu í veiði­gjöld frá árinu 2011 og úr árið 2018. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent