Sitjandi dómari við Landsrétt metinn hæfastur til að verða skipaður í Landsrétt

Dómnefnd um hæfi umsækjenda um lausa stöðu í Landsrétti telur að Ásmundur Helgason standi öðrum umsækjendum framar og sé hæfastur til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Hann er þegar dómari við réttinn, en hefur ekki starfað þar í rúmt ár.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun skipa í embættið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun skipa í embættið.
Auglýsing
Dómnefnd um hæfi fjögurra umsækjenda um skipun í embætti dómara við Landsrétt hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ásmundur Helgason sé hæfastur umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun nú taka ákvörðun um skipunina með hliðsjón af niðurstöðu dómnefndar. 

Fjórir sóttu um stöð­una: Ásmundur og Ragn­heiður Braga­dótt­ir, sem eru bæði dóm­­­arar við Lands­rétt, Sandra Bald­vins­dóttir, settur dómari Í Landsrétti, og Ástráður Haraldsson, héraðsdómari. 

Ásmundur og Ragnheiður voru bæði á meðal þeirra fjögurra einstaklinga sem voru ekki metin á meðal 15 hæfustu í hæfnismati dómnefndar þegar dómarar voru upphaflega skipaðir í Landsrétt í aðdraganda stofnunar hans, en voru samt sem áður skipuð í embætti við réttinn. Það gerðist eftir að Sig­ríður Á. Andersen, þáver­andi dóms­­­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­­­nefndar og til­­­­­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­­ustu og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­­­ustu. Alþingi sam­­­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Auglýsing
Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórnsýslulög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­dóm­­­stóll Evr­­­ópu að þeirri nið­­­ur­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­ar­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­með­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­mála­ráð­herra. 

Áskildi sér rétt til að höfða dómsmál

Ást­ráður var einn þeirra fjög­­­urra sem urðu af dóm­­­ara­­­sæti vegna þessa en dómnefnd hafði metið hann á meðal 15 hæfustu. Kjarninn greindi frá því 24. janúar síðastliðinn að hann hefði tilkynnt dómsmálaráðherra með bréfi að hann áskildi sér rétt til að láta reyna á það fyrir dóm­stólum ef þegar skip­aðir dóm­arar við Lands­rétt verði skip­aðir í lausa stöðu við rétt­inn.

Í bréfinu sagði að það væri að mati Ást­ráðs aug­ljós hætta á því að ef umsókn skip­aðs Lands­rétt­ar­dóm­ara væri talin gild og myndi svo leiða til nýrrar skip­unar umsækj­and­ans í emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara gætu þeir sem svo kysu látið á það reyna hvort slík skipun teld­ist lög­mæt.

Með slíkri skipan væri í raun verið að gera til­raun til að lög­helga eftir á skipun dóm­ara sem þegar hefði verið metin ólög­mæt. „Ég tel tals­verðar líkur á að nið­ur­staða dóm­stóla yrði sú að slík skipan stæð­ist ekki. Það væri, svo vægt sé til orða tek­ið, í ljósi for­sög­unn­ar, afar óheppi­legt bæði fyrir dóms­kerfið og umsækj­and­ann ef það yrði nið­ur­stað­an. Slíkur fram­gangur væri auk þess til þess fall­inn að draga á lang­inn ríkj­andi réttaró­vissu um fram­tíð­ar­skipan Lands­réttar og fæli í sér afar sér­kenni­leg skila­boð inn í yfir­stand­andi mála­rekstur fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. Ég tel raunar að Lands­réttur megi illa við frek­ari slíkum skakka­föll­u­m.“

Í umsögn dómnefndar nú kemur fram að dómsmálaráðuneytið hafi tekið sérstaklega til athugunar hvort lög stæðu í vegi fyrir því að umsóknir Ásmundar  og Ragnheiðar, sem þegar hafa skipun í Landsrétt, yrðu teknar til meðferðar. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að svo væri ekki. Því lagði dómnefndin mat á hæfi allra umsækjendanna. Kjarninn greindi frá því í byrjun febrúar að lög­fræð­ingar innan dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins hefðu fram­kvæmt athugunina. Ekki var leitað álits utan­að­kom­andi sér­fræð­inga. 

Ásmundur bar af í gæðum við samningu dóma

Ásmundur hefur ekki sinnt Landsdómarastörfum í rúmt eitt ár, eða frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll. Störf hans sem Landsréttardómari eru hins vegar metin þegar tekin er saman reynsla af dómstörfum sem vigta inn í niðurstöðu dómnefndar um hæfi, enda hafði hann starfað við réttinn frá byrjun árs 2018.

Einn liður sem dómnefndin skoðaði sérstaklega var almenn starfshæfni og andlegt atgervi. Þar skiluðu umsagnaraðilar sem umsækjendur höfðu tilnefnt umsögn um þá. Í tilfelli Ásmundar veittu tveir aðilar umsögn: Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, og Aðalsteinn E. Jónasson landsréttardómari. 

Dómnefndin lagði líka sérstakt mat á færni umsækjenda við að semja dóma. Í dómum Hæstaréttar í desember 2017, þar sem skipun fjögurra dómara við Landsrétt í júní 2017 var dæmd ólögmæt, kom fram að það væri annmarki á umsögn dómnefndar þá að ekki var sérstaklega lagt mat á þá færni. 

Niðurstaða þess mats var að dómsúrlausnir Ásmundar „beri af í gæðum, hvort sem horft er til skýrleika og málfars, reifunar málsatvika, ágreiningsefna og málsástæðna, og loks rökstuðnings fyrir niðurstöðu á grundvelli sönnunar- og lagaatriða“. Næst honum kom Ragnheiður, svo Sandra og loks Ástráður.

Samandregið var það mat nefndarinnar, eftir að hafa lagt heildrænt mat á menntun og reynslu umsækjenda, að Ásmundur stæði öðrum umsækjendum framar. Hann væri því hæfastur umsækjenda til að gegna embætti dómara við Landsrétt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent