Frysta laun þingmanna, ráðherra og háttsettra embættismanna til áramóta

Laun forsætisráðherra verða áfram rétt yfir tvær milljónir króna, laun hefðbundins ráðherra rúmlega 1,8 milljónir króna og þingfarakaupið án ýmissa viðbótargreiðslna sem geta lagst ofan á það 1,1 milljón króna, eftir að launahækkunum þeirra var frestað.

Ráðherrar í ríkisstjórninni fá ekki launahækkun í sumar eins og til stóð að þeir myndu fá.
Ráðherrar í ríkisstjórninni fá ekki launahækkun í sumar eins og til stóð að þeir myndu fá.
Auglýsing

Laun alþing­is­manna, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og æðstu emb­ætt­is­manna verða fryst til 1. jan­úar 2021, verði breyt­ing­ar­til­laga fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til efna­hags- og við­skipta­nefndar við band­orm um aðgerðir til að mæta efna­hags­legum áhrifum í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­óna­veiru, sam­þykkt á Alþing­i. 

Í októ­ber 2016 hækk­uðu laun for­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs þá urðu laun for­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­falls­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­sent. Þessar launa­hækk­an­ir, sem voru úr öllum takti við almenna launa­þró­un, voru harð­lega gagn­rýnd­ar.

Auglýsing
Þegar frum­varp um það sem ætti að taka við af kjara­ráði, sem var lagt niður 2018, var lagt fram þá var gert ráð fyrir því að fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra myndi fá heim­ild til að hækka laun kjör­inna full­­trúa í júlí 2019 umfram þær hækk­­­anir sem hóp­ur­inn hafði þegar feng­ið. 

Laun þessa hóps áttu að hækka í fyrra­sumar en því var þá frestað vegna lífs­kjara­samn­ing­anna. Því verður launa­hækkun þessa hóps nú frestað annað árið í röð. 

Í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu segir að til­lagan hafi verið sam­þykkt í rík­is­stjórn í morgun og rædd á fundi for­manna stjórn­mála­flokka á Alþingi í dag. „Í henni er kveðið á um að hækkun launa alþing­is­manna, ráð­herra og ráðu­neyt­is­stjóra, dóm­ara, sak­sókn­ara, lög­reglu­stjóra, seðla­banka­stjóra og rík­is­sátta­semj­ara, sem hefði átt að koma til fram­kvæmda 1. júlí 2020 verði frestað til 1. jan­úar 2021.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent