Sektir vegna brota á sóttvarnaráðstöfunum geta numið allt að hálfri milljón

Brot gegn gildandi reglum um sóttkví geta kostað fólk allt að 250 þúsund krónur og þeir sem fara gegn reglum um einangrun gætu þurft að greiða hálfa milljón í sekt, samkvæmt nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara til lögreglustjóra landsins.

Lögreglan hefur heimild til þess að sekta fólk um allt að 500 þúsund krónur fyrir brot gegn sóttvarnaráðstöfunum.
Lögreglan hefur heimild til þess að sekta fólk um allt að 500 þúsund krónur fyrir brot gegn sóttvarnaráðstöfunum.
Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari gaf í dag út sér­stök fyr­ir­mæli til lög­reglu­stjóra lands­ins vegna þeirra opin­beru sótt­varna­ráð­staf­ana sem gripið hefur verið til vegna heims­far­ald­urs COVID-19. Sam­kvæmt fyr­ir­mæl­unum er heim­ilt að sekta ein­stak­linga og fyr­ir­tæki um allt að 500 þús­und krónur fyrir brot gegn sótt­varna­ráð­stöf­un­um; sótt­kví, ein­angrun og sam­komu­banni.

Í fyr­ir­mælum Sig­ríðar J. Frið­jóns­dóttur rík­is­sak­sókn­ara segir að lögð sé áhersla á að ákærendur meti hvert til­vik fyrir sig og ákvarði sekt­ar­fjár­hæðir með hlið­sjón af alvar­leika brots. Lög­reglu­stjórar eru einnig beðnir um að senda upp­lýs­ingar um öll þau mál sem upp koma, verði þau ein­hver, til emb­ættis rík­is­sak­sókn­ara til að tryggja yfir­sýn og sam­ræmi í afgreiðslum lög­reglu­stjóra.

Auglýsing

Við vinnslu fyr­ir­mæl­anna hefur meðal ann­ars verið litið til þess hvernig rík­is­sak­sókn­ara­emb­ætti á Norð­ur­lönd­unum hafa brugð­ist við þeim aðstæðum sem skap­ast hafa vegna COVID-19, sam­kvæmt til­kynn­ingu rík­is­sak­sókn­ara. 

Allt að 250 þús­und króna sekt fyrir að brjóta gegn skyldum um sótt­kví

„Við erum að fá allt of mikið af til­­kynn­ingum um fólk í sótt­­­kví sem er að fara í versl­an­ir,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, á blaða­manna­fundi í dag. Þessi hátt­semi brýtur gegn gild­andi reglum um sótt­kví og hægt er að sekta fólk fyrir slíkt athæfi um á bil­inu 50-250 þús­und krón­ur, en sekt­ar­upp­hæðin skal ákvarð­ast eftir alvar­leika brots.

Enn hærri sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um ein­angr­un, en ger­ist fólk sekt um slíkt gætu sektir orðið á bil­inu 150-500 þús­und krón­ur. Rík­is­sak­sókn­ari segir að í sumum til­vikum gæti slík hátt­semi verið það alvar­leg að fyrir bæri að refsa sam­kvæmt ákvæðum hegn­ing­ar­laga.

„Sem dæmi má nefna að sak­born­ingur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýk­ingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvar­legra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sér­stakri hættu vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma,“ segir í fyr­ir­mælum rík­is­sak­sókn­ara, sem bætir að ef eitt­hvað í þessa lík­ingu komi upp beri lög­reglu­stjórum að láta bæði rík­is­sak­sókn­ara og hér­aðs­sak­sókn­ara vita.

Fimm­tíu þús­und króna sekt fyrir að taka þátt í of fjöl­mennri sam­komu

Sé brotið gegn gild­andi reglum um fjölda­sam­komur, segir rík­is­sak­sókn­ari, er heim­ilt að sekta hvern og einn ein­stak­ling sem sækir sam­kom­una um 50 þús­und krón­ur. Þá er heim­ilt að sekta þann sem er í for­svari fyrir eða skipu­leggur sam­kom­una um 250-500 þús­und krón­ur.

Þá getur sekt fyrir að brjóta gegn reglum um lokun sam­komu­staða eða starf­semi vegna sér­stakrar smit­hættu numið á bil­inu 100-500 þús­und krón­um, sam­kvæmt fyr­ir­mælum rík­is­lög­reglu­stjóra.

Í til­kynn­ingu frá rík­is­sak­sókn­ara segir að mjög mik­il­vægt sé að það sé al­­veg skýrt til hvaða úrræða lög­­regla geti gripið ef farið er gegn reglum um sótt­­varn­a­ráð­staf­an­­ir. 

Enn sem komið er hafi til­­kynn­ing­ar til lög­­­reglu vegna brota gegn sótt­­varn­a­ráð­stöf­un­um verið fáar, sem sé til marks um sam­­stöðu í sam­­fé­lag­inu um þýð­ingu og mik­il­vægi þess­­ara aðgerða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent