Þorsteinn Már sest aftur í forstjórastólinn hjá Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að setjast aftur í forstjórastólinn hjá Samherja og starfar þar við hlið Björgólfs Jóhannssonar þar til annað verður ákveðið.

Þorsteinn Már Baldvinsson mynd: www.svn.is
Auglýsing

Stjórn Sam­herja ákvað í dag að Þor­steinn Már Bald­vins­son snúi aftur til starfa og verði for­stjóri við hlið Björg­ólfs Jóhanns­sonar sem gegnir for­stjóra­starfi sínu áfram þar til annað verður ákveð­ið.

Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja seg­ir Ei­ríkur S. Jóhanns­son, stjórn­ar­for­maður Sam­herja, að Þor­steinn Már fái það verk­efni að leiða aðgerðir Sam­herja vegna þeirra fáheyrðu aðstæðna sem eru uppi vegna útbreiðslu COVID-19. „Stjórn Sam­herja telur að sterk for­ysta með ítar­lega þekk­ingu á mannauði, veið­um, vinnslu, sölu, flutn­ingum og öllum öðrum rekstri sam­stæð­unnar muni skipta sköpum í þeim aðgerðum sem ráð­ast þarf í. Þor­steinn Már hefur áður stýrt Sam­herja í gegnum íslenska banka­hrunið og alþjóð­legu fjár­málakrepp­una með fram­úr­skar­andi árangri. Stjórn Sam­herja telur því að eng­inn sé betur í stakk búinn að takast á við núver­andi aðstæð­ur.“

Þor­­steinn Már er einn helsti eig­andi Sam­herja ásamt fyrr­ver­andi eig­in­­konu sinni Helgu S. Guð­­munds­dóttur og frænda sínum Krist­jáni Vil­helms­­syni. Stjórn Sam­herja situr í umboði eig­end­anna.

Steig til hliðar eftir umfjöllum um meint brot tengd Namib­íu­starf­semi

Björgólfur tók við for­­stjóra­­starf­inu tíma­bundið eftir að Þor­steinn Már ákvað að stíga til hliðar í nóv­em­ber. Það gerð­ist í kjöl­far þess að Kveik­­­ur, Stund­in, Wik­i­­­leaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göngu. Í umfjöll­un­inni steig fram upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður Sam­herja í Namib­­íu, sem sagði að öll ætluð mút­u­brot Sam­herja í land­inu hefði verið fram­­kvæmd með vit­und og vilja for­­stjór­ans, Þor­steins Más.

Auglýsing
Sam­herji réð norsku lög­­­manns­­stof­una Wik­­borg Rein til að fram­­kvæma á við­­skipta­háttum sín­um eftir að upp um þá komst. Auk rann­­sóknar Wik­­borg Rein á málum Sam­herja eru yfir­­­­völd í Namib­­­­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a og fjöl­margir hafa verið ákærðir fyrir spill­ingu og önnur efna­hags­brot nú þegar í Namibíu vegna Sam­herj­­­a­­­máls­ins, meðal ann­­­ars tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar í rík­­­is­­­stjórn lands­ins. Alls sitja tíu manns í fang­elsi þar í landi vegna máls­ins. Engin nið­­ur­­staða liggur fyrir í rann­­sókn á mál­inu hér­­­lendis enn sem komið er og sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hún verið í fullum gangi und­an­farna mán­uð­i.

Í til­kynn­ingu Sam­herja í dag segir að rann­sókn á starf­sem­inni í Namibíu muni halda áfram óháð breyt­ingum á yfir­stjórn sam­stæð­unn­ar. „Wik­borg Rein mun áfram heyra beint undir stjórn Sam­herja og Björgólfur Jóhanns­son mun áfram veita lög­manns­stof­unni allar þær upp­lýs­ingar og þá aðstoð sem hún þarf. Þótt reikna megi með töfum á rann­sókn­inni vegna þeirrar fáheyrðu stöðu sem er uppi er enn stefnt að því að ljúka henni í vor. Verða nið­ur­stöð­urnar kynntar fyrir stjórn Sam­herja og þar til bærum stjórn­völdum strax í kjöl­far­ið.“

Auk rann­­sóknar Wik­­borg Rein á málum Sam­herja eru yfir­­­­völd í Namib­­­­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a og fjöl­margir hafa verið ákærðir fyrir spill­ingu og önnur efna­hags­brot nú þegar í Namibíu vegna Sam­herj­­­a­­­máls­ins, meðal ann­­­ars tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar í rík­­­is­­­stjórn lands­ins. Alls sitja tíu manns í fang­elsi þar í landi vegna máls­ins. Engin nið­­ur­­staða liggur fyrir í rann­­sókn á mál­inu hér­­­lendis enn sem komið er og sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hún verið í fullum gangi und­an­farna mán­uð­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent