Tæplega tíu þúsund umsóknir borist Vinnumálastofnun vegna skerts starfshlutfalls

Alls hafa 48 fyrirtæki samið um minnkað starfshlutfall við fleiri en 20 starfsmenn. Þrjú fyrirtæki hafa samnið um minnkað starfshlutfall við 100 starfsmenn eða fleiri.

koi_15673342661_o.jpg
Auglýsing

Vinnu­mál­stofnun hafði borist alls 9.670 umsóknir um skert starfs­hlut­fall klukkan 14:00 í gær, en Alþingi sam­þykkti á föstu­dag frum­varp Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, um rétt til greiðslu at­vinn­u­­leys­is­­bóta sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­­falli vegna tíma­bund­ins sam­­drátt­ar í starf­­semi vinn­u­veit­enda, svo­kall­aða hluta­starfa­leið. Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Þá kemur fram að flestar umsóknir sem hafa borist miði við að minnka starfs­hlut­fall um hámark­ið, en sam­kvæmt lög­unum getur fólk sem verið hefur í fullu starfi farið niður í allt að 25 pró­senta starfs­hlut­fall og átt rétt á bót­um. Hafi starfs­maður verið með 400 þús­und krónur eða minna í laun fyrir 100 pró­sent starf fær hann skerð­ing­una að fullu bætta.

„81 pró­sent þeirra sem sótt hafa um úrræðið eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar, 8 pró­sent eru pólskir rík­is­borg­arar og um 11 pró­sent er af öðru þjóð­erni. Þetta er svipuð dreif­ing og á íslenskum vinnu­mark­aði í heild. Meira en helm­ingur umsækj­enda, eða yfir 5000 manns, kemur úr ferða­þjón­ustu­tengdum grein­um, flestir úr flug­rekstri, gisti- og veit­inga­þjón­ust­u,“ segir á vef stjórn­valda.

Auglýsing

Enn fremur segir að alls hafi 48 fyr­ir­tæki samið um minnkað starfs­hlut­fall við fleiri en 20 starfs­menn. Þrjú fyr­ir­tæki hafi samnið um minnkað starfs­hlut­fall við 100 starfs­menn eða fleiri.

Ásmundur Einar Daða­son, félags­-og barna­mála­ráð­herra, segir það vera gríð­ar­lega mik­il­vægt að sporna við miklu atvinnu­leysi í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins. „Mark­mið okkar með þess­ari laga­setn­ingu er að stuðla að því að vinnu­veit­endur haldi ráðn­ing­ar­sam­bandi við starfs­menn sína eins og frekast er unnt. Lögin eru tíma­bundin og gilda út maí en við erum til­búin að bregð­ast frekar við ef þess verður þörf,” segir hann í til­kynn­ing­unni.

Með öllu óvið­un­andi að fyr­ir­tæki reyni að nýta sér aðstæður starfs­manna

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að dæmi væru um að atvinnu­rek­endur hefðu lækkað starfs­hlut­fall starfs­manna en kraf­ist vinnu­fram­lags umfram hið nýja hlut­fall. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá BSRB en ábend­ingar um þetta hafa borist BHM og BSRB, sem og aðild­ar­fé­lögum banda­lag­anna, að því er fram kemur í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá banda­lög­unum tveim­ur.

„Þetta gengur þvert gegn laga­breyt­ingum sem Alþingi gerði nýverið til að auð­velda atvinnu­rek­endum að halda starfs­fólki og koma í veg fyrir upp­sagnir vegna þeirra aðstæðna sem skap­ast hafa af völdum COVID-19 heims­far­ald­urs­ins,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá kemur fram að atvinnu­rek­endur geti nú lækkað starfs­hlut­fall allt niður í 25 pró­sent og geti starfs­fólkið fengið hlut­falls­legar atvinnu­leys­is­bætur á móti. Óheim­ilt sé að krefj­ast vinnu­fram­lags frá starfs­fólki umfram hið nýja starfs­hlut­fall, enda komi lækkun á því til vegna sam­dráttar í þjón­ustu fyr­ir­tækja og fækkun verk­efna.

BHM og BSRB hvetja stjórn­endur fyr­ir­tækja og stofn­ana til að fara í einu og öllu eftir lög­unum og munu bregð­ast hart við ábend­ingum um brot. Þá minna heild­ar­sam­tökin á að þessum laga­heim­ildum er ætlað að hafa jákvæð áhrif á vinnu­mark­aði á þessum erf­iðu tím­um. Þegar þessum tíma­bundnu þreng­ingum lýkur munu fyr­ir­tækin þurfa aftur á sínum starfs­mönnum að halda í hærra starfs­hlut­falli.

Það sé með öllu óvið­un­andi að fyr­ir­tæki reyni að nýta sér aðstæður starfs­manna sem eru að leggja sitt af mörkum til að vinnu­stað­ur­inn kom­ist í gegnum tíma­bundna erf­ið­leika með því að taka á sig kjara­skerð­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent