Vísitala neysluverðs, sem mælir verðbólguþróun, hefur hækkað um 2,1 prósent síðustu tólf mánuði. Það þýðir að verðbólga í mars mars var sú tala og lækkaði um 0,3 prósentustig frá síðasta mánuði, þegar hún var 2,4 prósent. Þetta kemur fram í frétt sem birt var á vef Hagstofu Íslands í morgun.
Þar segir enn fremur að vísitala neysluverðs án húsnæðisliðar hafi hækkað um 1,8 prósent undanfarið ár.
Í fréttinni er sérstaklega tekið fram að mælingin hafi verið unnin áður en verulega fór að bera á neyslubreytingum vegna þess ástands sem nú eru að koma fram í samfélaginu vegna útbreiðslu COVID19 á Íslandi.
Þar ræður miklu að lægra verð á hrávöru alþjóðlega, sérstaklega olíu, og sá mikli slaki sem er að skapast á Íslandi toga á móti hefðbundnum verðbólguhvötum eins og gengisfalli krónunnar.
Fyrir liggur að einkaneysla mun dragast verulega saman og þar skiptir miklu að kaup á flugferðum til útlanda hefur lagst af, að minnsta kosti tímabundið. Í mars hækkaði verð á fötum og skóm um 4,5 prósent og húsnæðiskostnaður hækkaði um 0,9 prósent. Verð á flugfargjöldum lækkaði hins vegar um 10,1 prósent og verð á bensíni og olíu um 2,6 prósent.
Verðbólgan fór undir 2,5 prósent markmið Seðlabanka Íslands í desember síðastliðnum en hún náði því síðast í júní 2018. Frá þeim tíma reis hún hæst í 3,7 prósent í desember 2018.