Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, vill setjast aftur í stjórn félagsins. Hann er á meðal þeirra sex einstaklinga sem bjóða sig fram til setu í stjórninni, en þar sitja fimm einstaklingar. Núverandi stjórn býður sig öll áfram til setu og því ljóst að einn úr henni þarf að víkja fyrir Guðmundi, sem er langstærsti hluthafi Brims.
Sá sem þarf að víkja verður einn þeirra þriggja karlmanna sem þar situr; Eggert Benedikt Guðmundsson, Kristján Þ. Davíðsson eða Magnús Gústafsson þar sem lögu um kynjakvóta hindra að Anna G. Sverrisdóttir eða Kristrún Heimisdóttir missi sitt stjórnarsæti.
Fljótlega eftir þetta var Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem hafði verið farsæll forstjóri félagsins um árabil, rekinn úr starfi og tók Guðmundur við stjórnartaumunum sem forstjóri.
Þetta olli deilum í stjórn félagsins og töldu tveir stjórnarmenn félagsins, Rannveig Rist, forstjóri álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík, og Anna G. Sverrisdóttir, ekki rétt að fara út í þessar aðgerðir.
Hann hætti í stjórninni í kjölfarið en vill nú aftur inn í hana.
Útgerðarfélag Reykjavíkur, í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, og dótturfélag þess á um 46 prósent eignarhlut í Brimi.