Ekki gagnlegt að nota áfengi til að takast á við erfiðar tilfinningar

Landlæknir hvetur fólk til að auka ekki áfengisneyslu sína á meðan faraldrinum stendur. Hún hafi til að mynda slæm áhrif á heilsu og svefn. Mikil aukning hefur orðið á sölu áfengis í Vínbúðunum síðan samkomubann var sett á.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

Alma Möller land­læknir ítrek­aði á dag­legum blaða­manna­fundi í dag að ekki væri gagn­legt að nota áfengi til að takast á við erf­iðar til­finn­ingar eins og áhyggjur og kvíða – eða til að slaka á. Það væri skamm­góður vermir sem gerði ógagn.

Fram kom í fréttum í gær að sala á áfengi í Vín­búð­unum hefði auk­ist um 24 pró­sent í lítrum talið síðan sam­komu­bannið hóf­st, miðað við sömu vikur í fyrra. Við­skipta­vinum hefði þó ekki fjölgað eins, svo hver og einn keypti meira. Lítra­sala á rauð­víni og hvítvíni hefði auk­ist um helm­ing.

Neysla áfengis veikir ónæm­is­kerfið

„Þær fréttir að sala áfengis hafi auk­ist til muna eftir að sam­komu­bann var sett á hefur valdið okkur áhyggj­um. Og það er þannig að neysla áfengis veikir ónæm­is­kerfið og hún hefur nei­kvæð áhrif á heilsu og vellíðan til lengri tíma enda teng­ist neysla fjölda sjúk­dóma,“ sagði Alma. Hún bætti því við að áfengi gæti hugs­an­lega hjálpað fólki að sofna en það rýrði mjög gæði svefns­ins.

Auglýsing

Land­læknir benti jafn­framt á að mik­il­vægt væri að muna að undir áhrifum áfengis dofn­aði dóm­greindin og þá væri meiri hætta á því að „við hlýðum ekki Víði og fylgjum ekki fyr­ir­mæl­u­m“.

Allir þurfa að vera að varð­bergi

Alma minnt­ist enn fremur á orð rík­is­lög­reglu­stjóra sem hún við­hafði fyrir nokkrum dögum að í svona ástandi væri hætta á að heim­il­is­of­beldi ykist. Að börnum yrði ekki sinnt nægi­lega vel, þannig að allir þyrftu að vera á varð­bergi.

„Þannig að nú er tími til að kynna sér hvernig við borðum hollt, hvernig við hreyfum okkur og ég ætla sér­stak­lega að nefna svefn sem er ein mik­il­væg­asta und­ir­staða heilsu. Og ef það er ekki tími núna til að huga að svefni þá hvenær?“ spurði Alma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent