Ásta: Það sama þarf að ganga yfir alla á tímum eins og í dag

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að íslenskt samfélag þurfi að róa saman að því markmiði að það fjármagn sem losnar fari á rétta staði.

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Auglýsing

Ásta Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­­maður BSR­B, ræddu umsagnir Við­skipta­ráðs við aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar og þær leiðir sem hægt er að fara í ástand­inu sem upp er komið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins í Silfr­inu í morgun.

Umsagnir Við­skipta­ráðs hafa vakið blendin við­brögð í sam­fé­lag­inu en Kjarn­inn fjall­aði um málið í vik­unni. Meðal þess sem Við­skipta­ráð sagði var að það væru mikil von­brigði að ekk­ert hefði heyrst frá stjórn­­­völdum um stór­­­fellda lækkun starfs­hlut­­­falls og tíma­bundnar kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­­­manna vegna efna­hags­­­legra afleið­inga veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­­dómn­­­um.

Sonja Ýr brást við umsögn­inni með því að segja að krafan um að opin­berir starfs­­menn sæti launa­skerð­ingum kæmi eins og köld gusa í and­lit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga manns­lífum og gera líf sam­­borg­­ara sinna bæri­­legra, tryggja heilsu almenn­ings og halda uppi nauð­­syn­­legri þjón­ust­u.

Auglýsing

Vilja tryggja að fyr­ir­tækin fari ekki í þrot

Ásta sagði í Silfr­inu að sú vinnsla þeirra í Við­skipta­ráði að skrifa umsagnir um þessi frum­vörp hefði unn­ist mjög hratt. „Það er ljós að allt er undir í þessu ástandi og við þurfum fyrst og fremst að huga að fólk­inu í land­inu og að heilsu þess – en einnig fjár­hag. Það sem mestu máli skiptir í því sam­hengi er að vernda störf­in. Við viljum tryggja það að fyr­ir­tækin fari ekki í þrot í þessu ástandi sem uppi er.“

Hún segir að þau hjá Við­skipta­ráði fagni hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda og að þau sjái það að fyr­ir­tækin í land­inu séu vissu­lega að hag­ræða. „Við bendum á það að okkur finnst í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru að það sé sann­gjarnt að ríkið hugi að ein­hvers konar hag­ræð­ingu þar sem því verður við­kom­ið. Við viljum taka það skýrt fram að – og það kom skýrt fram í okkar umsögn – að sjálf­sögðu erum við ekki að tala um fólk sem stendur í fram­varð­ar­sveit sem er að berj­ast við COVID-­sjúk­dóm­inn og við áttum okkur á því að þetta er stór hóp­ur. Þetta er heil­brigð­is­fólkið okkar sem er auð­vitað að vinna algjört krafta­verk um þessar mund­ir. Þetta eru leik­skóla­kenn­ar­arnir okk­ar, þetta eru kenn­ar­arn­ir, lög­gæslan og aðrir sem við erum vissu­lega ekki að tala um að taki á sig skert laun eða hlut­fall.“

En hverjir eru það þá? Ásta segir að þeim finn­ist það hafa verið fyr­ir­mynd­ar­skref hjá helstu ráða­mönnum Íslands, alþing­is­mönnum og ráð­herrum, að þeir ætli að frysta sínar launa­greiðslur fram til næstu ára­móta. Þau leggi til að beita mætti og beina því fjár­magni sem kæmi út úr þessum hag­ræð­ingum til þeirra sem virki­lega þurfi á því að halda, sér­stak­lega þeim sem eru í fram­varð­ar­sveit­inni.

Að hvetja til kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­manna ósvífni

Sonja svarar Ástu og segir að nær allir séu í beinni eða óbeinni vinnu þegar kemur að veirunni. Nán­ast allar stéttir séu undir sem sinna grund­vall­ar­þjón­ustu og margar þeirra séu þess eðlis að fólk átti sig ekki endi­lega á því hvað það sé að sinna mik­il­vægum störf­um. „En ég held að við stöndum núna frammi fyrir tíma­mótum þar sem við ættum öll að átta okkur á hversu mik­il­væg þessi almanna­þjón­usta er og hefur aldrei verið jafn mik­il­væg.“

Hún seg­ist ekki átta sig á því hvort almennur skiln­ingur sé á því að það hafi ótrú­lega rík áhrif á fólk þegar tekjur þeirra eru skert­ar. „Þetta er áfall. Það er verið að tala um lífs­við­ur­væri þeirra. Þannig að bein­línis að hvetja til þess með þessum hætti finnst okkur ein­fald­lega ósvíf­ið. Maður gerir það ekki með þessum hætt­i,“ segir Sonja. Þetta sé ekki leiðin til þess að slægj­ast eftir auka tekj­um.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB.  Mynd: RÚV/skjáskot

Alls staðar hægt að spara

Ásta telur að hún og Sonja séu meira sam­mála en ósam­mála. „Það er okkur í mun að vernda störfin og þá erum við að tala um öll störfin í land­inu. Það er ein­fald­lega þannig að það er allur vinnu­mark­að­ur­inn und­ir. Bæði opin­beri og einka­geir­inn,“ segir hún.

Þá segir hún að það sem Við­skipta­ráð sé að huga að sé að alls staðar sé hægt að finna störf þar sem hægt sé að fara í skert starfs­hlut­fall og spara á þann hátt – alveg eins og fyr­ir­tækin séu að gera – og „við erum í raun bara að segja að það sama þurfi að ganga yfir alla á tímum eins og í dag. Þar sem við stöndum í þeirri óvissu að við vitum auð­vitað ekki hversu lengi þetta muni vara eða hvaða áhrif þetta muni hafa. Og við þurfum bara að leggja allar árar í bát saman til að róa að því mark­miði að það fjár­magn sem losnar fari á rétta stað­i.“

Hér er hægt að sjá Silfrið í heild sinni

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent