Ásta: Það sama þarf að ganga yfir alla á tímum eins og í dag

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að íslenskt samfélag þurfi að róa saman að því markmiði að það fjármagn sem losnar fari á rétta staði.

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Auglýsing

Ásta Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­­maður BSR­B, ræddu umsagnir Við­skipta­ráðs við aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar og þær leiðir sem hægt er að fara í ástand­inu sem upp er komið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins í Silfr­inu í morgun.

Umsagnir Við­skipta­ráðs hafa vakið blendin við­brögð í sam­fé­lag­inu en Kjarn­inn fjall­aði um málið í vik­unni. Meðal þess sem Við­skipta­ráð sagði var að það væru mikil von­brigði að ekk­ert hefði heyrst frá stjórn­­­völdum um stór­­­fellda lækkun starfs­hlut­­­falls og tíma­bundnar kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­­­manna vegna efna­hags­­­legra afleið­inga veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­­dómn­­­um.

Sonja Ýr brást við umsögn­inni með því að segja að krafan um að opin­berir starfs­­menn sæti launa­skerð­ingum kæmi eins og köld gusa í and­lit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga manns­lífum og gera líf sam­­borg­­ara sinna bæri­­legra, tryggja heilsu almenn­ings og halda uppi nauð­­syn­­legri þjón­ust­u.

Auglýsing

Vilja tryggja að fyr­ir­tækin fari ekki í þrot

Ásta sagði í Silfr­inu að sú vinnsla þeirra í Við­skipta­ráði að skrifa umsagnir um þessi frum­vörp hefði unn­ist mjög hratt. „Það er ljós að allt er undir í þessu ástandi og við þurfum fyrst og fremst að huga að fólk­inu í land­inu og að heilsu þess – en einnig fjár­hag. Það sem mestu máli skiptir í því sam­hengi er að vernda störf­in. Við viljum tryggja það að fyr­ir­tækin fari ekki í þrot í þessu ástandi sem uppi er.“

Hún segir að þau hjá Við­skipta­ráði fagni hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda og að þau sjái það að fyr­ir­tækin í land­inu séu vissu­lega að hag­ræða. „Við bendum á það að okkur finnst í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru að það sé sann­gjarnt að ríkið hugi að ein­hvers konar hag­ræð­ingu þar sem því verður við­kom­ið. Við viljum taka það skýrt fram að – og það kom skýrt fram í okkar umsögn – að sjálf­sögðu erum við ekki að tala um fólk sem stendur í fram­varð­ar­sveit sem er að berj­ast við COVID-­sjúk­dóm­inn og við áttum okkur á því að þetta er stór hóp­ur. Þetta er heil­brigð­is­fólkið okkar sem er auð­vitað að vinna algjört krafta­verk um þessar mund­ir. Þetta eru leik­skóla­kenn­ar­arnir okk­ar, þetta eru kenn­ar­arn­ir, lög­gæslan og aðrir sem við erum vissu­lega ekki að tala um að taki á sig skert laun eða hlut­fall.“

En hverjir eru það þá? Ásta segir að þeim finn­ist það hafa verið fyr­ir­mynd­ar­skref hjá helstu ráða­mönnum Íslands, alþing­is­mönnum og ráð­herrum, að þeir ætli að frysta sínar launa­greiðslur fram til næstu ára­móta. Þau leggi til að beita mætti og beina því fjár­magni sem kæmi út úr þessum hag­ræð­ingum til þeirra sem virki­lega þurfi á því að halda, sér­stak­lega þeim sem eru í fram­varð­ar­sveit­inni.

Að hvetja til kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­manna ósvífni

Sonja svarar Ástu og segir að nær allir séu í beinni eða óbeinni vinnu þegar kemur að veirunni. Nán­ast allar stéttir séu undir sem sinna grund­vall­ar­þjón­ustu og margar þeirra séu þess eðlis að fólk átti sig ekki endi­lega á því hvað það sé að sinna mik­il­vægum störf­um. „En ég held að við stöndum núna frammi fyrir tíma­mótum þar sem við ættum öll að átta okkur á hversu mik­il­væg þessi almanna­þjón­usta er og hefur aldrei verið jafn mik­il­væg.“

Hún seg­ist ekki átta sig á því hvort almennur skiln­ingur sé á því að það hafi ótrú­lega rík áhrif á fólk þegar tekjur þeirra eru skert­ar. „Þetta er áfall. Það er verið að tala um lífs­við­ur­væri þeirra. Þannig að bein­línis að hvetja til þess með þessum hætti finnst okkur ein­fald­lega ósvíf­ið. Maður gerir það ekki með þessum hætt­i,“ segir Sonja. Þetta sé ekki leiðin til þess að slægj­ast eftir auka tekj­um.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB.  Mynd: RÚV/skjáskot

Alls staðar hægt að spara

Ásta telur að hún og Sonja séu meira sam­mála en ósam­mála. „Það er okkur í mun að vernda störfin og þá erum við að tala um öll störfin í land­inu. Það er ein­fald­lega þannig að það er allur vinnu­mark­að­ur­inn und­ir. Bæði opin­beri og einka­geir­inn,“ segir hún.

Þá segir hún að það sem Við­skipta­ráð sé að huga að sé að alls staðar sé hægt að finna störf þar sem hægt sé að fara í skert starfs­hlut­fall og spara á þann hátt – alveg eins og fyr­ir­tækin séu að gera – og „við erum í raun bara að segja að það sama þurfi að ganga yfir alla á tímum eins og í dag. Þar sem við stöndum í þeirri óvissu að við vitum auð­vitað ekki hversu lengi þetta muni vara eða hvaða áhrif þetta muni hafa. Og við þurfum bara að leggja allar árar í bát saman til að róa að því mark­miði að það fjár­magn sem losnar fari á rétta stað­i.“

Hér er hægt að sjá Silfrið í heild sinni

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent