Ásta: Það sama þarf að ganga yfir alla á tímum eins og í dag

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að íslenskt samfélag þurfi að róa saman að því markmiði að það fjármagn sem losnar fari á rétta staði.

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Auglýsing

Ásta Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­­maður BSR­B, ræddu umsagnir Við­skipta­ráðs við aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar og þær leiðir sem hægt er að fara í ástand­inu sem upp er komið vegna COVID-19 far­ald­urs­ins í Silfr­inu í morgun.

Umsagnir Við­skipta­ráðs hafa vakið blendin við­brögð í sam­fé­lag­inu en Kjarn­inn fjall­aði um málið í vik­unni. Meðal þess sem Við­skipta­ráð sagði var að það væru mikil von­brigði að ekk­ert hefði heyrst frá stjórn­­­völdum um stór­­­fellda lækkun starfs­hlut­­­falls og tíma­bundnar kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­­­manna vegna efna­hags­­­legra afleið­inga veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­­dómn­­­um.

Sonja Ýr brást við umsögn­inni með því að segja að krafan um að opin­berir starfs­­menn sæti launa­skerð­ingum kæmi eins og köld gusa í and­lit fólks sem leggur nótt við nýtan dag að bjarga manns­lífum og gera líf sam­­borg­­ara sinna bæri­­legra, tryggja heilsu almenn­ings og halda uppi nauð­­syn­­legri þjón­ust­u.

Auglýsing

Vilja tryggja að fyr­ir­tækin fari ekki í þrot

Ásta sagði í Silfr­inu að sú vinnsla þeirra í Við­skipta­ráði að skrifa umsagnir um þessi frum­vörp hefði unn­ist mjög hratt. „Það er ljós að allt er undir í þessu ástandi og við þurfum fyrst og fremst að huga að fólk­inu í land­inu og að heilsu þess – en einnig fjár­hag. Það sem mestu máli skiptir í því sam­hengi er að vernda störf­in. Við viljum tryggja það að fyr­ir­tækin fari ekki í þrot í þessu ástandi sem uppi er.“

Hún segir að þau hjá Við­skipta­ráði fagni hluta­bóta­úr­ræði stjórn­valda og að þau sjái það að fyr­ir­tækin í land­inu séu vissu­lega að hag­ræða. „Við bendum á það að okkur finnst í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru að það sé sann­gjarnt að ríkið hugi að ein­hvers konar hag­ræð­ingu þar sem því verður við­kom­ið. Við viljum taka það skýrt fram að – og það kom skýrt fram í okkar umsögn – að sjálf­sögðu erum við ekki að tala um fólk sem stendur í fram­varð­ar­sveit sem er að berj­ast við COVID-­sjúk­dóm­inn og við áttum okkur á því að þetta er stór hóp­ur. Þetta er heil­brigð­is­fólkið okkar sem er auð­vitað að vinna algjört krafta­verk um þessar mund­ir. Þetta eru leik­skóla­kenn­ar­arnir okk­ar, þetta eru kenn­ar­arn­ir, lög­gæslan og aðrir sem við erum vissu­lega ekki að tala um að taki á sig skert laun eða hlut­fall.“

En hverjir eru það þá? Ásta segir að þeim finn­ist það hafa verið fyr­ir­mynd­ar­skref hjá helstu ráða­mönnum Íslands, alþing­is­mönnum og ráð­herrum, að þeir ætli að frysta sínar launa­greiðslur fram til næstu ára­móta. Þau leggi til að beita mætti og beina því fjár­magni sem kæmi út úr þessum hag­ræð­ingum til þeirra sem virki­lega þurfi á því að halda, sér­stak­lega þeim sem eru í fram­varð­ar­sveit­inni.

Að hvetja til kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­manna ósvífni

Sonja svarar Ástu og segir að nær allir séu í beinni eða óbeinni vinnu þegar kemur að veirunni. Nán­ast allar stéttir séu undir sem sinna grund­vall­ar­þjón­ustu og margar þeirra séu þess eðlis að fólk átti sig ekki endi­lega á því hvað það sé að sinna mik­il­vægum störf­um. „En ég held að við stöndum núna frammi fyrir tíma­mótum þar sem við ættum öll að átta okkur á hversu mik­il­væg þessi almanna­þjón­usta er og hefur aldrei verið jafn mik­il­væg.“

Hún seg­ist ekki átta sig á því hvort almennur skiln­ingur sé á því að það hafi ótrú­lega rík áhrif á fólk þegar tekjur þeirra eru skert­ar. „Þetta er áfall. Það er verið að tala um lífs­við­ur­væri þeirra. Þannig að bein­línis að hvetja til þess með þessum hætti finnst okkur ein­fald­lega ósvíf­ið. Maður gerir það ekki með þessum hætt­i,“ segir Sonja. Þetta sé ekki leiðin til þess að slægj­ast eftir auka tekj­um.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB.  Mynd: RÚV/skjáskot

Alls staðar hægt að spara

Ásta telur að hún og Sonja séu meira sam­mála en ósam­mála. „Það er okkur í mun að vernda störfin og þá erum við að tala um öll störfin í land­inu. Það er ein­fald­lega þannig að það er allur vinnu­mark­að­ur­inn und­ir. Bæði opin­beri og einka­geir­inn,“ segir hún.

Þá segir hún að það sem Við­skipta­ráð sé að huga að sé að alls staðar sé hægt að finna störf þar sem hægt sé að fara í skert starfs­hlut­fall og spara á þann hátt – alveg eins og fyr­ir­tækin séu að gera – og „við erum í raun bara að segja að það sama þurfi að ganga yfir alla á tímum eins og í dag. Þar sem við stöndum í þeirri óvissu að við vitum auð­vitað ekki hversu lengi þetta muni vara eða hvaða áhrif þetta muni hafa. Og við þurfum bara að leggja allar árar í bát saman til að róa að því mark­miði að það fjár­magn sem losnar fari á rétta stað­i.“

Hér er hægt að sjá Silfrið í heild sinni

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA kalla eftir sértækum styrkjum til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Sema Erla Serdar
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
Kjarninn 23. september 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ekki bara eitthvað bras
Kjarninn 23. september 2020
Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stjórnarformaður LIVE: Fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga réðu för
Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir í yfirlýsingu að sjaldan hafi einn fjárfestingarkostur verið rýndur jafn vel og þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair. Áhættan verið metin of mikil, miðað við vænta ávöxtun.
Kjarninn 23. september 2020
Ríkustu tíu prósent landsmanna eiga tæplega þrjú þúsund milljarða í eigin fé
Frá lokum árs 2010 og út árið 2019 urðu til 3.612 milljarðar króna í nýju eigin fé á Íslandi. Af þeim fóru 1.577, eða 44 prósent, til þeirra tæplega 23 þúsund fjölskyldna sem mynda ríkustu tíu prósent landsmanna.
Kjarninn 23. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór lýsir yfir vantrausti á varaformann stjórnar LIVE
Formaður VR segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns stjórnar LIVE, til skoðunar og meta hana vanhæfa til starfa í stjórn lífeyrissjóðsins vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um útboð Icelandair Group.
Kjarninn 23. september 2020
Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð
Miðflokkurinn eykur mest við sig fylgi í nýrri könnun
Fylgi Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins eykst milli kannana MMR en fylgi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar, VG og Flokks fólksins minnkar.
Kjarninn 23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent