Vilja skert starfshlutföll og kjaraskerðingar hjá opinberum starfsmönnum

Viðskiptaráð segir að það séu mikil vonbrigði að ekkert hafi heyrst um stórfellda lækkun starfshlutfalls og tímabundnar kjaraskerðingar opinberra starfsmanna. Samtök atvinnulífsins vilja að sett verði hagræðingarkrafa á ríkisstofnanir.

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands segir að það séu mikil von­brigði að ekk­ert hafi heyrst frá stjórn­völdum um stór­fellda lækkun starfs­hlut­falls og tíma­bundnar kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­manna vegna efna­hags­legra afleið­inga veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Þetta kemur fram í umsögn þess um fjár­auka­lög. 

Þar segir að Ísland sé varla byrjað að sjá hverjar afleið­ing­arnar verða af COVID-19 en stóra myndin sé sú að lands­fram­leiðsla á mann muni falla veru­lega. Hvað atvinnu­lífið varði heyri til und­an­tekn­inga að atvinnu­greinar verði ekki fyrir fjár­hags­legu höggi sem aftur leiðir til upp­sagna og kjara­rýrn­un­ar. 

Þótt höggið sé von­andi tíma­bundið telur Við­skipta­ráð að það væri eðli­legt að allir taki þátt í að verða fyrir því. „Þar geta opin­berir starfs­menn, fyrir utan þá sem eru í fremstu víg­línu bar­átt­unnar gegn COVID-19, ekki verið und­an­skild­ir. Því eru mikil von­brigði að ekk­ert hafi enn heyrst um skert starfs­hlut­föll, tíma­bundnar kjara­skerð­ingar eða annað slíkt á sama tíma og stór­felld lækkun starfs­hlut­falls og upp­sagnir eru að hefj­ast á almennum vinnu­mark­aði. Hið sama ætti að gilda á opin­berum vinnu­mark­aði. Það er sann­gjarnt en eykur líka svig­rúm rík­is­ins til að bregð­ast við aðstæð­unum í heil­brigð­is­kerf­inu og til þess að for­gangs­raða fjár­munum í aðgerðir til að sporna gegn nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum t.d. með því að verja atvinnu­líf­ið, þar sem verð­mæta­sköp­unin á sér stað.“

Undir umsögn­ina skrifar Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs.

Vilja hag­ræð­ing­ar­kröfu á rík­is­stofn­anir

Sam­tök atvinnu­lífs­ins eru á svip­uðum slóðum í sinni umsögn, sem er und­ir­rituð af Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra þeirra. 

Þar er gerð athuga­semd við að engin hag­ræð­ing­ar­krafa sé sett á rík­is­stofn­anir í fjár­auka­laga­frum­varp­inu. „Við blasir að starf­semi margra stofn­ana mun drag­ast veru­lega saman eða jafn­vel liggja niðri í ein­hverjar vikur eða mán­uði vegna far­ald­urs­ins. Eðli­legt væri að samið yrði við starfs­menn um að fara í hluta­störf í sam­ræmi við lög um breyt­ingu á lögum um atvinnu­leys­is­trygg­ingar og lögum um Ábyrgð­ar­sjóð launa (minnkað starfs­hlut­fall) sem sam­þykkt voru á Alþingi sl. föstu­dag.“

Auglýsing
Í umsögn­inni segir enn fremur að íslenskt atvinnu­líf glími við efna­hags­skell sem sé án allra for­dæma og að það muni taka tíma að vinna upp fram­leiðslutap­ið. Rík­is­sjóður muni ekki geta brugð­ist við versn­andi efna­hags­horf­um, tekju­falli og auknum útgjöldum með hækkun skatta og gjalda á íslenskt atvinnu­líf næstu árin. „Aukin hag­ræð­ing í rík­is­rekstri er því nauð­syn­leg og verður verk­efni næstu miss­era þegar far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Það breytir þó ekki því að stöðugt þarf að horfa til þeirra fjár­muna sem rík­is­sjóður hefur úr að spila hverju sinni. SA hvetja stjórn­völd til að horfa til þeirrar stöðu sem nú er uppi og finna allar mögu­legar leiðir til að draga úr útgjöldum og hag­ræða í rekstri.“

Vilja að rík­is­sjóður gefi pen­inga til fyr­ir­tækja í stað þess að lána

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Við­­skipta­ráð vill einnig að íslenska ríkið horfi til aðgerða ann­­arra ríkja til að bregð­­ast við yfir­­stand­andi efna­hags­­sam­drætti og að það geri frekar meira en minna. Á meðal þeirra aðgerða sem Við­­skipta­ráð bendir á í þessu sam­hengi eru bein fjár­­fram­lög til fyr­ir­tækja úr rík­­is­­sjóði sem yrðu ekki end­­ur­greið­an­­leg. 

Í umsögn Við­­skipta­ráðs um frum­varp rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar sem er ætlað að lög­­­­­festa aðgerð­­­ar­­­pakka hennar í efna­hags­­­mál­um segir að sum ríki í kringum okkur séu að „átta sig á því að það sé ekki end­i­­lega skyn­­sam­­leg­asta leiðin til að styðja við fyr­ir­tæki að láta þau skuld­­setja sig meira heldur þurfi beinni og mark­vis­s­­ari stuðn­­ing“. 

Við­skipta­ráð ítrekar þessa skoðun sína í umsögn­inni um fjár­auka­laga­frum­varp­ið. Þar segir að stjórn­völd þurfi að hafa vak­andi auga fyrir útfærslu lána­úr­ræð­is­ins, sam­spil við önnur úrræði og mögu­legrar útvíkk­unar þess ef svart­ari sviðs­myndir ræt­ast. „Tak­mörk eru fyrir hversu miklar skuldir fyr­ir­tæki geti tekið á sig án þess að það bitni á getu þeirra til að spyrna við fót­um. Því gæti líka verið nær­tækara að leggja áherslu á bein rík­is­út­gjöld eða nið­ur­fell­ingu skatta til að hjálpa fyr­ir­tækjum og sam­fé­lag­inu yfir erf­ið­asta hjall­ann, sem aftur kallar á meiri skuld­setn­ingu rík­is­ins til skemmri tíma.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent