Vilja skert starfshlutföll og kjaraskerðingar hjá opinberum starfsmönnum

Viðskiptaráð segir að það séu mikil vonbrigði að ekkert hafi heyrst um stórfellda lækkun starfshlutfalls og tímabundnar kjaraskerðingar opinberra starfsmanna. Samtök atvinnulífsins vilja að sett verði hagræðingarkrafa á ríkisstofnanir.

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Við­skipta­ráð Íslands segir að það séu mikil von­brigði að ekk­ert hafi heyrst frá stjórn­völdum um stór­fellda lækkun starfs­hlut­falls og tíma­bundnar kjara­skerð­ingar opin­berra starfs­manna vegna efna­hags­legra afleið­inga veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Þetta kemur fram í umsögn þess um fjár­auka­lög. 

Þar segir að Ísland sé varla byrjað að sjá hverjar afleið­ing­arnar verða af COVID-19 en stóra myndin sé sú að lands­fram­leiðsla á mann muni falla veru­lega. Hvað atvinnu­lífið varði heyri til und­an­tekn­inga að atvinnu­greinar verði ekki fyrir fjár­hags­legu höggi sem aftur leiðir til upp­sagna og kjara­rýrn­un­ar. 

Þótt höggið sé von­andi tíma­bundið telur Við­skipta­ráð að það væri eðli­legt að allir taki þátt í að verða fyrir því. „Þar geta opin­berir starfs­menn, fyrir utan þá sem eru í fremstu víg­línu bar­átt­unnar gegn COVID-19, ekki verið und­an­skild­ir. Því eru mikil von­brigði að ekk­ert hafi enn heyrst um skert starfs­hlut­föll, tíma­bundnar kjara­skerð­ingar eða annað slíkt á sama tíma og stór­felld lækkun starfs­hlut­falls og upp­sagnir eru að hefj­ast á almennum vinnu­mark­aði. Hið sama ætti að gilda á opin­berum vinnu­mark­aði. Það er sann­gjarnt en eykur líka svig­rúm rík­is­ins til að bregð­ast við aðstæð­unum í heil­brigð­is­kerf­inu og til þess að for­gangs­raða fjár­munum í aðgerðir til að sporna gegn nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum t.d. með því að verja atvinnu­líf­ið, þar sem verð­mæta­sköp­unin á sér stað.“

Undir umsögn­ina skrifar Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs.

Vilja hag­ræð­ing­ar­kröfu á rík­is­stofn­anir

Sam­tök atvinnu­lífs­ins eru á svip­uðum slóðum í sinni umsögn, sem er und­ir­rituð af Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra þeirra. 

Þar er gerð athuga­semd við að engin hag­ræð­ing­ar­krafa sé sett á rík­is­stofn­anir í fjár­auka­laga­frum­varp­inu. „Við blasir að starf­semi margra stofn­ana mun drag­ast veru­lega saman eða jafn­vel liggja niðri í ein­hverjar vikur eða mán­uði vegna far­ald­urs­ins. Eðli­legt væri að samið yrði við starfs­menn um að fara í hluta­störf í sam­ræmi við lög um breyt­ingu á lögum um atvinnu­leys­is­trygg­ingar og lögum um Ábyrgð­ar­sjóð launa (minnkað starfs­hlut­fall) sem sam­þykkt voru á Alþingi sl. föstu­dag.“

Auglýsing
Í umsögn­inni segir enn fremur að íslenskt atvinnu­líf glími við efna­hags­skell sem sé án allra for­dæma og að það muni taka tíma að vinna upp fram­leiðslutap­ið. Rík­is­sjóður muni ekki geta brugð­ist við versn­andi efna­hags­horf­um, tekju­falli og auknum útgjöldum með hækkun skatta og gjalda á íslenskt atvinnu­líf næstu árin. „Aukin hag­ræð­ing í rík­is­rekstri er því nauð­syn­leg og verður verk­efni næstu miss­era þegar far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Það breytir þó ekki því að stöðugt þarf að horfa til þeirra fjár­muna sem rík­is­sjóður hefur úr að spila hverju sinni. SA hvetja stjórn­völd til að horfa til þeirrar stöðu sem nú er uppi og finna allar mögu­legar leiðir til að draga úr útgjöldum og hag­ræða í rekstri.“

Vilja að rík­is­sjóður gefi pen­inga til fyr­ir­tækja í stað þess að lána

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Við­­skipta­ráð vill einnig að íslenska ríkið horfi til aðgerða ann­­arra ríkja til að bregð­­ast við yfir­­stand­andi efna­hags­­sam­drætti og að það geri frekar meira en minna. Á meðal þeirra aðgerða sem Við­­skipta­ráð bendir á í þessu sam­hengi eru bein fjár­­fram­lög til fyr­ir­tækja úr rík­­is­­sjóði sem yrðu ekki end­­ur­greið­an­­leg. 

Í umsögn Við­­skipta­ráðs um frum­varp rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar sem er ætlað að lög­­­­­festa aðgerð­­­ar­­­pakka hennar í efna­hags­­­mál­um segir að sum ríki í kringum okkur séu að „átta sig á því að það sé ekki end­i­­lega skyn­­sam­­leg­asta leiðin til að styðja við fyr­ir­tæki að láta þau skuld­­setja sig meira heldur þurfi beinni og mark­vis­s­­ari stuðn­­ing“. 

Við­skipta­ráð ítrekar þessa skoðun sína í umsögn­inni um fjár­auka­laga­frum­varp­ið. Þar segir að stjórn­völd þurfi að hafa vak­andi auga fyrir útfærslu lána­úr­ræð­is­ins, sam­spil við önnur úrræði og mögu­legrar útvíkk­unar þess ef svart­ari sviðs­myndir ræt­ast. „Tak­mörk eru fyrir hversu miklar skuldir fyr­ir­tæki geti tekið á sig án þess að það bitni á getu þeirra til að spyrna við fót­um. Því gæti líka verið nær­tækara að leggja áherslu á bein rík­is­út­gjöld eða nið­ur­fell­ingu skatta til að hjálpa fyr­ir­tækjum og sam­fé­lag­inu yfir erf­ið­asta hjall­ann, sem aftur kallar á meiri skuld­setn­ingu rík­is­ins til skemmri tíma.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent