Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum

Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.

Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Auglýsing

Lilja Katrín Gunn­ars­dóttir mun hætta störfum sem rit­stjóri DV og nýr rit­stjóri verður kynntur til leiks í dag eða morg­un. Auk þess mun að minnsta kosti átta starfs­mönnum DV verða sagt upp, jafnt blaða­mönnum sem sölu­mönn­um. Frá þessu er greint á vef Mann­lífs í dag.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti í síð­ustu viku sam­runa Torgs ehf., eig­anda Frétta­blaðs­ins og Hring­braut­ar,  og Frjálsrar fjöl­miðl­unar ehf., útgef­anda DV og tengdra miðla. í frétt á vef eft­ir­lits­ins kom fram að sam­runi Torgs og Frjálsrar fjöl­miðl­unar myndi ekki leiða til þess að mark­aðs­ráð­andi staða yrði til eða styrkist, eða að sam­keppni verði raskað að öðru leyti með umtals­verðum hætti. „Þá er það jafn­framt nið­ur­staða eft­ir­lits­ins, með hlið­sjón af umsögn fjöl­miðla­nefnd­ar, að ekki sé til­efni til að grípa til íhlut­unar vegna áhrifa sam­run­ans á fjöl­ræði og fjöl­breytni í fjöl­miðl­un. Af þeim sökum er það nið­ur­staða eft­ir­lits­ins að ekki séu for­sendur til að aðhaf­ast vegna þessa sam­runa.“

Auglýsing
Fimmtu­dags­kvöldið 13. des­em­ber síð­ast­lið­inn greindi Kjarn­inn frá því að Torg væri að kaupa DV og tengda miðla af Frjálsri fjöl­mið­l­un. Útgáfu­­fé­lögin stað­­festu svo kaupin dag­inn eft­­ir.

Botn­laust tap

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­­­semi í sept­­­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­­­sam­­­­­­stæð­unn­­­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­­­varps­­­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­­­­­mað­­­ur­inn Sig­­­urður G. Guð­jóns­­­son. 

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­­­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­­­ónum króna. Á síð­­­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­­­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­­­sam­­­stæðan því 283,6 millj­­­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

­Sam­­­kvæmt árs­­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­­­stæðan 610,2 millj­­­ónir króna í lok árs 2018. Þar af voru lang­­­tíma­skuldir 506,7 millj­­­ónir króna og voru að nán­­­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­­­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki hefur verið greint frá því hver það er sem fjár­­­­­magnar Dals­­­dal í árs­­­reikn­ingn­­­um.

Síð­ast­lið­inn föstu­dag var Frjáls fjöl­miðlun dæmd til að greiða Fjár­fest­inga­fé­lag­inu Daln­um, í eigu Hall­dórs Krist­manns­sonar sem á fjöl­miðla­fyr­ir­tækið Birt­ing, 15 millj­ónir króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent