Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn

Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.

Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Auglýsing

Stað­fest smit af kór­ónu­veirunni eru nú orðin 1.086 hér á landi. Í gær voru þau 1.020 og hefur þeim því fjölgað um 66 á einum sól­ar­hring. Í dag eru 9.236 ein­stak­lingar í sótt­kví en í gær var fjöld­inn 9.541.

Tæp­lega 4.430 manns hafa lokið sótt­kví.

Nú liggja 25 ­sjúk­lingar á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins, þar af níu á gjör­gæslu, sam­kvæmt því sem fram kemur á síð­unni Covid.­is. Þar kemur einnig fram að 139 hafi náð ­sér af sjúk­dómnum til þessa.

Auglýsing

Í dag hafa 16.484 ­sýni verið tekin frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Síð­asta sól­ar­hring­inn voru 490 sýn­i ­tekin hjá Íslenskri erfða­grein­ingu og 510 hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. Fimm ný smit greindust hjá ÍE.

Hlut­fall smit­aðra sem greinst hafa á meðan þeir eru í sótt­kví er nú 51%. Þetta hef­ur ­sótt­varna­læknir sagt sýna nauð­syn sótt­kvíar til að hemja útbreiðslu far­ald­urs­ins.

Flest­ir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldr­inum 40-49 ára. Sex ein­stak­ling­ar á tíræð­is­aldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára. 

Þess skal ­getið að mis­munur getur verið á tölum um sýna­tökur ann­ars vegar og fjölda smita hins vegar sem birtar eru á hverjum degi á Covid.­is. Skýr­ingin er sú að birt­ing ­upp­lýs­inga um smit taka mið af því hvenær sýnið var tekið en ekki hvenær það var greint.

Lög­reglan í Vest­manna­eyjum greindi frá því á Face­book-­síðu sinni í gær að stað­fest smit í Eyjum væru orðin 57. Þar eru 596 manns í sótt­kví. 173 Vest­mann­ey­ingar hafa lokið sótt­kví.

Spálíkan upp­fært fljót­lega

Helst­u ­nið­ur­stöður spálík­ans vís­inda­manna við Háskóla Íslands, með gögnum til og með­ 24. mars, eru þær að á meðan far­ald­ur­inn gangi yfir muni rúm­lega 1.500 manns á Ís­landi grein­ast með COVID-19 en talan gæti náð nær 2.300 manns sam­kvæmt ­svart­sýn­ustu spá.

Þá er gert ráð fyrir að far­ald­ur­inn nái hámarki fyrstu vik­una í apr­íl.

Spáin hef­ur ekki verið upp­færð í nokkra daga en von er á nýrri spá fljót­lega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent