„Þurfum að fara í miklu róttækari aðgerðir gagnvart heimilum í landinu og fólkinu sjálfu“

Formaður Samfylkingarinnar segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar blikni í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkjanna. Forsætisráðherra andmælir því.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að rekja megi bætur í hluta­bóta­leið­inni og skil­yrði fyrir brú­ar­lán­unum til til­lagna stjórn­ar­and­stöð­unnar en ekki – eins og komið hafi fram í yfir­lýs­ingum fjöl­margra ráð­herra – að frum­kvæði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þó sé ekki hlustað á allt sem stjórn­ar­and­staðan seg­ir.

Þetta kom fram í máli Loga í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun en hann spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvenær von væri á frek­ari aðgerðum í þágu fyr­ir­tækja og fólks, hvort rík­is­stjórnin myndi leggja til hækkun á barna­bótum og auka fram­lag til vaxa- og hús­næð­is­bóta til að auka hús­næð­is­ör­yggis fólks og hvort hún myndi beita sér fyrir hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta.

„Rík­is­stjórnin hefur kynnt eitt­hvað sem hún kall­aði stærstu efna­hags­að­gerðir Íslands­sög­unnar – fyrir utan að vera auð­vitað ýkjur – þá blikna þær í sam­an­burði við björg­un­ar­pakka nágranna­ríkj­anna. Þrátt fyrir að vand­inn hér sé mikið meiri vegna gríð­ar­legs umfangs ferða­þjón­ust­unn­ar,“ sagði hann. 

Auglýsing

Logi telur að stjórn­völd þurfi að hugsa um fleira en fyr­ir­tæki. „Við þurfum að fara í miklu rót­tæk­ari aðgerðir gagn­vart heim­ilum í land­inu og fólk­inu sjálfu.“ Hann sagði jafn­framt að barna­bóta­auk­inn hefði verið ágætis leið en þó væri ein­ungis einu pró­senti af heild­ar­upp­hæð björg­un­ar­pakk­ans varið í hana og þar fyrir utan væru engar sér­stakar aðgerðir að finna til að hjálpa ein­stak­lingum og fjöl­skyldum – engar aðgerðir sem sneru til að mynda að hús­næð­is­ör­yggis eða heim­il­is­rekstri.

„At­vinnu­lausir ein­stak­lingar eru í sér­stak­lega erf­iðri stöðu núna og því kemur á óvart að ekk­ert hafi til dæmis heyrst um að til standi að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur,“ sagði Logi.

Fagnar því hvernig vinna í nefndum hefur gengið

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagð­ist ekki vilja „fara í krit­ur“ um það hver sagði hvað fyrst. „Ég hef litið á það sem sam­vinnu­verk­efni í nefndum þings­ins að vinna úr þeim til­lögum sem stjórn­völd eru að vinna gríð­ar­lega hratt og leggja inn til þings­ins.“

Þá ítrek­aði Katrín fyrri orð sín að hún fagn­aði því hvernig vinna í nefndum hefði geng­ið. „Ég fagna því hvernig vinna í nefndum hefur gengið og held ég að það sé óþarfi að fara í ein­hverjar kritur um það,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Skjáskot/Alþingi

Hluta­bóta­leiðin lík­lega mik­il­væg­asta aðgerðin

Katrín sagði enn fremur að aðgerðir stjórn­valda yrðu end­ur­metnar mjög reglu­lega vegna þess að óvissan væri mikil og að ekki væri nokkur rík­is­stjórn núna, sem væri að eiga við þennan far­ald­ur, sem gæti sagt með vissu að hún væri komin með end­an­legan pakka. „Það er bara ekki þannig í raun­veru­leik­an­um.“

Þegar þau í rík­is­stjórn­inni kynntu sínar aðgerðir þá hefði það verið svo að þær skipt­ust í bein rík­is­út­gjöld, brú­ar­lán til atvinnu­lífs og síðan færslu fjár­muna til fólks og fyr­ir­tækja. „Ég vil ítreka það að sú leið sem við getum kallað hluta­bóta­leið er lík­lega það mik­il­væg­asta fyrir fólkið í land­inu núna, því það sem er að ger­ast núna er tekju­fall hjá fyr­ir­tækjum og mik­il­væg­asta verk­efnið okkar er að tryggja það að fólk haldi afkomu sinni með því að halda vinn­unni, með því að halda ráðn­ing­ar­samn­ingi við fyr­ir­tæki.“

Ekki svo ólíkar aðgerðir

Hvernig þau væru að setja fram sínar aðgerðir í rík­is­stjórn­inni væri ekki ósvipað því hvernig nágranna­löndin væru að gera. „Þó er fram­setn­ingin ólík, til dæmis til­taka Danir sér­stak­lega áhrif sveiflu­jöfn­unar á hag­kerfið upp á 2,5 pró­sent af lands­fram­leiðslu sem við gerum ekki þótt sjálf­virkir sveiflu­jafn­arar á Íslandi séu mjög miklir, þ.e.a.s. ann­ars vegar vegna tekju­falls og hins vegar vegna auk­inna útgjalda,“ sagði Katrín. 

Þá svar­aði hún Loga varð­andi hækkun atvinnu­leys­is­bóta á þann hátt að það hefði verið hún sem beitti sér fyrir því að bætur yrðu hækk­aðar árið 2018 í sam­vinnu við verka­lýðs­hreyf­ing­una, ásamt því sem greiðslur úr ábyrgð­ar­sjóði launa hefðu þá einnig verið hækk­að­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent