„Þurfum að fara í miklu róttækari aðgerðir gagnvart heimilum í landinu og fólkinu sjálfu“

Formaður Samfylkingarinnar segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar blikni í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkjanna. Forsætisráðherra andmælir því.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að rekja megi bætur í hluta­bóta­leið­inni og skil­yrði fyrir brú­ar­lán­unum til til­lagna stjórn­ar­and­stöð­unnar en ekki – eins og komið hafi fram í yfir­lýs­ingum fjöl­margra ráð­herra – að frum­kvæði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þó sé ekki hlustað á allt sem stjórn­ar­and­staðan seg­ir.

Þetta kom fram í máli Loga í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun en hann spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvenær von væri á frek­ari aðgerðum í þágu fyr­ir­tækja og fólks, hvort rík­is­stjórnin myndi leggja til hækkun á barna­bótum og auka fram­lag til vaxa- og hús­næð­is­bóta til að auka hús­næð­is­ör­yggis fólks og hvort hún myndi beita sér fyrir hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta.

„Rík­is­stjórnin hefur kynnt eitt­hvað sem hún kall­aði stærstu efna­hags­að­gerðir Íslands­sög­unnar – fyrir utan að vera auð­vitað ýkjur – þá blikna þær í sam­an­burði við björg­un­ar­pakka nágranna­ríkj­anna. Þrátt fyrir að vand­inn hér sé mikið meiri vegna gríð­ar­legs umfangs ferða­þjón­ust­unn­ar,“ sagði hann. 

Auglýsing

Logi telur að stjórn­völd þurfi að hugsa um fleira en fyr­ir­tæki. „Við þurfum að fara í miklu rót­tæk­ari aðgerðir gagn­vart heim­ilum í land­inu og fólk­inu sjálfu.“ Hann sagði jafn­framt að barna­bóta­auk­inn hefði verið ágætis leið en þó væri ein­ungis einu pró­senti af heild­ar­upp­hæð björg­un­ar­pakk­ans varið í hana og þar fyrir utan væru engar sér­stakar aðgerðir að finna til að hjálpa ein­stak­lingum og fjöl­skyldum – engar aðgerðir sem sneru til að mynda að hús­næð­is­ör­yggis eða heim­il­is­rekstri.

„At­vinnu­lausir ein­stak­lingar eru í sér­stak­lega erf­iðri stöðu núna og því kemur á óvart að ekk­ert hafi til dæmis heyrst um að til standi að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur,“ sagði Logi.

Fagnar því hvernig vinna í nefndum hefur gengið

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagð­ist ekki vilja „fara í krit­ur“ um það hver sagði hvað fyrst. „Ég hef litið á það sem sam­vinnu­verk­efni í nefndum þings­ins að vinna úr þeim til­lögum sem stjórn­völd eru að vinna gríð­ar­lega hratt og leggja inn til þings­ins.“

Þá ítrek­aði Katrín fyrri orð sín að hún fagn­aði því hvernig vinna í nefndum hefði geng­ið. „Ég fagna því hvernig vinna í nefndum hefur gengið og held ég að það sé óþarfi að fara í ein­hverjar kritur um það,“ sagði hún.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Skjáskot/Alþingi

Hluta­bóta­leiðin lík­lega mik­il­væg­asta aðgerðin

Katrín sagði enn fremur að aðgerðir stjórn­valda yrðu end­ur­metnar mjög reglu­lega vegna þess að óvissan væri mikil og að ekki væri nokkur rík­is­stjórn núna, sem væri að eiga við þennan far­ald­ur, sem gæti sagt með vissu að hún væri komin með end­an­legan pakka. „Það er bara ekki þannig í raun­veru­leik­an­um.“

Þegar þau í rík­is­stjórn­inni kynntu sínar aðgerðir þá hefði það verið svo að þær skipt­ust í bein rík­is­út­gjöld, brú­ar­lán til atvinnu­lífs og síðan færslu fjár­muna til fólks og fyr­ir­tækja. „Ég vil ítreka það að sú leið sem við getum kallað hluta­bóta­leið er lík­lega það mik­il­væg­asta fyrir fólkið í land­inu núna, því það sem er að ger­ast núna er tekju­fall hjá fyr­ir­tækjum og mik­il­væg­asta verk­efnið okkar er að tryggja það að fólk haldi afkomu sinni með því að halda vinn­unni, með því að halda ráðn­ing­ar­samn­ingi við fyr­ir­tæki.“

Ekki svo ólíkar aðgerðir

Hvernig þau væru að setja fram sínar aðgerðir í rík­is­stjórn­inni væri ekki ósvipað því hvernig nágranna­löndin væru að gera. „Þó er fram­setn­ingin ólík, til dæmis til­taka Danir sér­stak­lega áhrif sveiflu­jöfn­unar á hag­kerfið upp á 2,5 pró­sent af lands­fram­leiðslu sem við gerum ekki þótt sjálf­virkir sveiflu­jafn­arar á Íslandi séu mjög miklir, þ.e.a.s. ann­ars vegar vegna tekju­falls og hins vegar vegna auk­inna útgjalda,“ sagði Katrín. 

Þá svar­aði hún Loga varð­andi hækkun atvinnu­leys­is­bóta á þann hátt að það hefði verið hún sem beitti sér fyrir því að bætur yrðu hækk­aðar árið 2018 í sam­vinnu við verka­lýðs­hreyf­ing­una, ásamt því sem greiðslur úr ábyrgð­ar­sjóði launa hefðu þá einnig verið hækk­að­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent