Ásmundur óskar eftir lausn úr Landsrétti og fær nýja skipun

Dómsmálaráðherra greindi frá því að dómari við Landsrétt hefði fengið lausn frá embætti á ríkisstjórnarfundi í dag. Á sama fundi var tekin fyrir ný skipun dómara við Landsrétt. Sá sem fékk lausn og sá sem var skipaður eru sami maðurinn.

Landsréttur
Auglýsing

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag lagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra fram tvö mál sem snerta dóm­ara við Lands­rétt. Fyrra málið sner­ist um að veita Ásmundi Helga­syni lausn frá emb­ætti dóm­ara við rétt­inn, hið síð­ara um að skipa sama Ásmund Helga­son sem dóm­ara við Lands­rétt. 

Dóm­­nefnd um hæfi fjög­­urra umsækj­enda um skipun í emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt skil­aði þeirri nið­­ur­­stöðu í síð­ustu viku að Ásmundur voru hæf­astur umsækj­enda. 

Fjórir sóttu um stöð­una: Ásmundur og Ragn­heiður Braga­dótt­ir, sem eru bæði dóm­­­­­arar við Lands­rétt, Sandra Bald­vins­dótt­ir, settur dóm­­ari Í Lands­rétti, og Ást­ráður Har­alds­­son, hér­­aðs­­dóm­­ari. 

Ásmundur og Ragn­heiður voru bæði á meðal þeirra fjög­­urra ein­stak­l­inga sem voru ekki metin á meðal 15 hæf­­ustu í hæfn­is­mati dóm­­nefndar þegar dóm­­arar voru upp­­haf­­lega skip­aðir í Lands­rétt í aðdrag­anda stofn­unar hans, en voru samt sem áður skipuð í emb­ætti við rétt­inn. Það gerð­ist eftir að Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­­­­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­­­­­nefndar og til­­­­­­­­­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­­­­ustu og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­­­­­ustu. Alþingi sam­­­­­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Auglýsing
Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­­dóm­­­­­stóll Evr­ópu að þeirri nið­­­­­ur­­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­­ar­­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­­með­­­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­­mála­ráð­herra. 

Nið­ur­staða ráðu­neyt­is­ins að það mætti skipa þegar skip­aðan dóm­ara

Í umsögn dóm­­nefndar í síð­ustu viku kom fram að dóms­­mála­ráðu­­neytið hafi tekið sér­­stak­­lega til athug­unar hvort lög stæðu í vegi fyrir því að umsóknir Ásmund­ar og Ragn­heið­­ar, sem þegar hafa skipun í Lands­rétt, yrðu teknar til með­­­ferð­­ar. Nið­­ur­­staða ráðu­­neyt­is­ins var sú að svo væri ekki. Því lagði dóm­­nefndin mat á hæfi allra umsækj­end­anna. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun febr­­úar að lög­­­fræð­ingar innan dóms­­­mála­ráðu­­­neyt­is­ins hefðu fram­­­kvæmt athug­un­ina. Ekki var leitað álits utan­­­að­kom­andi sér­­­fræð­inga. 

Ásmundur hefur ekki sinnt Lands­­dóm­­ara­­störfum í rúmt eitt ár, eða frá því að dómur Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu féll. Störf hans sem Lands­rétt­­ar­­dóm­­ari eru hins vegar metin þegar tekin er saman reynsla af dóm­­störfum sem vigta inn í nið­­ur­­stöðu dóm­­nefndar um hæfi, enda hafði hann starfað við rétt­inn frá byrjun árs 2018. Með nýrri skipan getur hann hafið dóm­störf að nýja

Með nýrri skipun Ásmundar í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt verður önnur laus staða við rétt­inn. Hinir þrír dóm­ar­arnir sem hafa ekki mátt dæma í Lands­rétti í rúmt ár geta sótt um hana og feng­ið, telji dóm­nefnd og ráð­herra þá hæf­asta til starfans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent