Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“

„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Auglýsing

„Það sem veldur mestum áhyggjum eru þessi veik­indi og þetta álag á spít­al­ana og gjör­gæsl­urn­ar,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á dag­legum upp­lýs­inga­fundi yfir­valda í Skóg­ar­hlíð í dag. Hann ætlar að mæla með því við heil­brigð­is­ráð­herra að núgild­andi sam­komu­bann verði fram­lengt út apr­íl­mán­uð.

Þórólfur sagði að við værum að fylgja verstu spálík­önum hvað alvar­leg veik­indi fólks varð­ar, en rúm­lega fjöru­tíu manns liggja nú á spít­ölum vegna COVID-19 sýk­ing­ar, flestir í Reykja­vík en einnig nokkrir á Akur­eyri.

Sótt­varna­læknir segir að við virð­umst vera að ná að sveigja veld­is­vöxt sýk­inga í sam­fé­lag­inu nið­ur, en þyrftum að halda áfram á sömu braut hvað sótt­varna­ráð­staf­anir varð­ar, ekki síst í ljósi þess álags sem þegar er orðið á sjúkra­hús lands­ins. Ell­efu eru nú á gjör­gæslu­deild í Reykja­vík og einn til við­bótar á Akur­eyr­i. 

Auglýsing

Óljóst hve langan tíma það mun taka að slaka á aðgerðum

„Núna reynir virki­lega á úthaldið og sam­stöð­una,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann ætti ekki von á því að slaka mætti á sam­komu­bann­inu og öðrum ráð­stöf­unum fyrr en eftir apr­íl­mánuð og þá ætti eftir að koma í ljós í hversu mörgum skrefum það yrði gert eða hversu langan tíma það gæti mögu­lega tek­ið.

„Veiran mun ekki virða frí­daga, hún mun ekki virða páska,“ sagði Þórólfur og hvatti fólk til þess fara eftir þeim leið­bein­ingum sem eru í gild­i. 

Hann lagði sér­staka áherslu á að þeir sem væru eitt­hvað veik­ir, með hósta, kvef og hita, héldu sig algjör­lega til hlés og færu ekki út á meðal fólks og væru alls ekki í snert­ingu við við­kvæma hópa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent