Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr

Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Gagn­rýni Sam­taka atvinnu­lífs­ins á ASÍ fyrir að gefa ekki eftir kaup­hækk­anir og líf­eyr­is­rétt­indi við ríkj­andi aðstæður og sam­an­burður við stöð­una eftir hrunið 2008 er bæði rangur og vill­andi. Þetta kemur fram í ályktun mið­stjórnar ASÍ sem send var út í dag.

Þá segir í álykt­un­inni að aldrei hafi staðið á samn­inga­nefnd ASÍ að eiga sam­tal við atvinnu­rek­endur og stjórn­völd um sam­eig­in­legar lausn­ir. „Þeir afar­kostir sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins stilltu upp gagn­vart samn­inga­nefnd ASÍ var hins vegar hafnað af miklum meiri­hluta nefnd­ar­innar eftir breitt sam­ráð við bak­land innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Ábyrgð­ina er ekki hægt að setja á launa­fólk sem nú þegar hefur orðið fyrir miklum búsifj­u­m,“ segir í álykt­un­inni.

Alþýðu­sam­band Íslands muni þannig standa vörð um þær vinnu­mark­aðs­að­gerðir sem ákveðnar hafa verið og geri sömu kröfur til atvinnu­rek­enda og sam­taka þeirra.

Auglýsing

„Sterk verka­lýðs­hreyf­ing er merki um heil­brigðan og vel skipu­lagðan vinnu­mark­að. Á sam­drátt­ar- og kreppu­tímum er vegið að kjörum og rétt­indum vinn­andi fólks. Þá reynir á sam­stöðu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem aldrei fyrr. Mik­ill fjöldi félaga okkar er að missa vinnu eða tapa rétt­indum og taka á sig kjara­skerð­ing­ar. Þessa félaga okkar þurfum við að verja með sam­ein­uðu afli okk­ar.

Það áfall sem á okkur dynur afhjúpar veik­leika á vinnu­mark­aði sem end­ur­spegl­ast í slæmri rétt­ar­stöðu launa­fólks í ótryggum og rétt­litlum ráðn­ing­ar­sam­bönd­um. Form­legt ráðn­ing­ar­sam­band ásamt aðild að stétt­ar­fé­lagi og rétt­indi skv. kjara­samn­ingum er besta vörn sem launa­maður á vinnu­mark­aði getur feng­ið. Á það reynir nún­a.“ segir í álykt­un­inni.

Verð­mætur lýð­ræð­is­vett­vangur sem skapar grunn fyrir sam­eig­in­legar ákvarð­anir

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að um leið og þetta ástand, sem nú ríkir vegna heims­far­ald­urs­ins, kom upp hafi hún virkjað samn­inga­nefnd ASÍ og hafi nefndin fundað dag­lega í gegnum fjar­fund. 

„Það er vett­vang­ur­inn til að ræða opin­skátt og í trún­aði allar mögu­legar og ómögu­legar hug­mynd­ir, taka stöð­una sem breyt­ist dag frá degi og ráða ráðum okk­ar. Þetta er verð­mætur lýð­ræð­is­vett­vangur sem skapar grunn fyrir sam­eig­in­legar ákvarð­anir jafn­vel þótt fólk sé ekki alltaf sam­mála. Þær til­lögur sem nú er deilt um og ganga út á skerð­ingar á rétt­indum launa­fólks úr líf­eyr­is­sjóðum voru til umræðu þar en um þær voru afar skiptar skoð­an­ir. 

Það er vara­samt að skerða rétt­indi launa­fólks úr líf­eyr­is­sjóðum til allrar fram­tíð­ar. Það má vel gagn­rýna líf­eyr­is­sjóða­kerfið en ég mun standa vörð um þann rétt sem vinn­andi fólk hefur áunnið sér eins og nokkur kostur er, enda er líf­eyr­ir­inn senni­lega með mik­il­væg­ari rétt­indum sem fólk á. Það er freist­andi að fara sífellt inn í líf­eyr­is­rétt­indin til að leita lausna við tíma­bundnum vanda en þeim mun mik­il­væg­ara að hreyf­ingin standi í lapp­irn­ar,“ skrifar hún.

Hags­munir launa­fólks verða að vera tryggðir

Þá seg­ist Drífa halda sig við það sem hún hefur hingað til sagt: „Ef á að krukka í rétt­indum vinn­andi fólks þá þarf það að ger­ast í stærra sam­hengi, í sam­ráði og sam­tali við opin­bera mark­að­inn, atvinnu­rek­endur og stjórn­völd. Ef farið er inn í kjara­samn­inga verða hags­munir launa­fólks að vera tryggðir með öðrum hætti og þeim bætt upp skerð­ing­in. Þetta er mitt við­horf og það hefur ekki breyst síð­ustu vik­ur.

Sterk verka­lýðs­hreyf­ing er gríð­ar­lega mik­il­væg um þessar mundir eins og alla jafna á krísu­tím­um. Ég harma úrsagnir úr mið­stjórn ASÍ enda er sam­staða hreyf­inga launa­fólks ein af grunn­for­sendum þess að stað­inn sé vörður um kjör almenn­ings. Við munum halda ótrauð áfram í þeim risa­verk­efnum sem við erum að glíma við.“

Í til­efni frétta dags­ins vil ég segja þetta: Um leið og þetta ástand sem nú ríkir vegna heims­far­ald­urs skap­að­ist...

Posted by Drífa Snæ­dal on Wed­nes­day, April 1, 2020


Sterk verka­lýðs­hreyf­ing aldrei eins mik­il­væg og í kreppu

Þá kemur enn fremur fram í ályktun mið­stjórn­ar­innar að Alþýðu­sam­bandið hafi á und­an­förnum vikum unnið með stjórn­völdum og sam­tökum atvinnu­rek­enda að aðgerðum sem ætlað sé að minnka höggið af nið­ur­sveifl­unni á heimil og fyr­ir­tæki. En það þurfi að gera bet­ur. Atvinnu­leys­is­bætur þurfi að hækka og það þurfi að tryggja fé til virkra vinnu­mark­aðs­að­gerða. Það þurfi að tryggja afkomu­ör­yggi hópa sem ekki falla undir lög um hluta­bætur eða um laun í sótt­kví. Þar eigi í hlut við­kvæmir hópar sem þurfi að verja bet­ur. Það þurfi að tryggja hús­næð­is­ör­yggi. Það þurfi að nýta skatt­kerfið með mark­viss­ari hætti til tekju­jöfn­unar og verja grunn­stoðir vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Þá verði að tryggja að verð­lag hald­ist stöðugt og kjör skerð­ist ekki vegna verð­bólgu. Styrkur og mik­il­vægi opin­bera heil­brigð­is­kerf­is­ins ætti jafn­framt að vera öllum ljós við þær aðstæður sem nú ríkja.

„Sterk verka­lýðs­hreyf­ing er mik­il­væg á öllum tímum en aldrei eins og í kreppu. Þá reynir á sam­stöðu og skýra sýn. Á slíkum stundum er mik­il­vægt að sjá heild­ar­mynd­ina. Verja rétt­indi og kjör og standa dyggan vörð um vel­ferð­ar­kerf­ið. Við erum sterk­ari sam­an,“ segir að lokum í ályktun mið­stjórnar ASÍ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent