Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr

Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Gagn­rýni Sam­taka atvinnu­lífs­ins á ASÍ fyrir að gefa ekki eftir kaup­hækk­anir og líf­eyr­is­rétt­indi við ríkj­andi aðstæður og sam­an­burður við stöð­una eftir hrunið 2008 er bæði rangur og vill­andi. Þetta kemur fram í ályktun mið­stjórnar ASÍ sem send var út í dag.

Þá segir í álykt­un­inni að aldrei hafi staðið á samn­inga­nefnd ASÍ að eiga sam­tal við atvinnu­rek­endur og stjórn­völd um sam­eig­in­legar lausn­ir. „Þeir afar­kostir sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins stilltu upp gagn­vart samn­inga­nefnd ASÍ var hins vegar hafnað af miklum meiri­hluta nefnd­ar­innar eftir breitt sam­ráð við bak­land innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Ábyrgð­ina er ekki hægt að setja á launa­fólk sem nú þegar hefur orðið fyrir miklum búsifj­u­m,“ segir í álykt­un­inni.

Alþýðu­sam­band Íslands muni þannig standa vörð um þær vinnu­mark­aðs­að­gerðir sem ákveðnar hafa verið og geri sömu kröfur til atvinnu­rek­enda og sam­taka þeirra.

Auglýsing

„Sterk verka­lýðs­hreyf­ing er merki um heil­brigðan og vel skipu­lagðan vinnu­mark­að. Á sam­drátt­ar- og kreppu­tímum er vegið að kjörum og rétt­indum vinn­andi fólks. Þá reynir á sam­stöðu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar sem aldrei fyrr. Mik­ill fjöldi félaga okkar er að missa vinnu eða tapa rétt­indum og taka á sig kjara­skerð­ing­ar. Þessa félaga okkar þurfum við að verja með sam­ein­uðu afli okk­ar.

Það áfall sem á okkur dynur afhjúpar veik­leika á vinnu­mark­aði sem end­ur­spegl­ast í slæmri rétt­ar­stöðu launa­fólks í ótryggum og rétt­litlum ráðn­ing­ar­sam­bönd­um. Form­legt ráðn­ing­ar­sam­band ásamt aðild að stétt­ar­fé­lagi og rétt­indi skv. kjara­samn­ingum er besta vörn sem launa­maður á vinnu­mark­aði getur feng­ið. Á það reynir nún­a.“ segir í álykt­un­inni.

Verð­mætur lýð­ræð­is­vett­vangur sem skapar grunn fyrir sam­eig­in­legar ákvarð­anir

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að um leið og þetta ástand, sem nú ríkir vegna heims­far­ald­urs­ins, kom upp hafi hún virkjað samn­inga­nefnd ASÍ og hafi nefndin fundað dag­lega í gegnum fjar­fund. 

„Það er vett­vang­ur­inn til að ræða opin­skátt og í trún­aði allar mögu­legar og ómögu­legar hug­mynd­ir, taka stöð­una sem breyt­ist dag frá degi og ráða ráðum okk­ar. Þetta er verð­mætur lýð­ræð­is­vett­vangur sem skapar grunn fyrir sam­eig­in­legar ákvarð­anir jafn­vel þótt fólk sé ekki alltaf sam­mála. Þær til­lögur sem nú er deilt um og ganga út á skerð­ingar á rétt­indum launa­fólks úr líf­eyr­is­sjóðum voru til umræðu þar en um þær voru afar skiptar skoð­an­ir. 

Það er vara­samt að skerða rétt­indi launa­fólks úr líf­eyr­is­sjóðum til allrar fram­tíð­ar. Það má vel gagn­rýna líf­eyr­is­sjóða­kerfið en ég mun standa vörð um þann rétt sem vinn­andi fólk hefur áunnið sér eins og nokkur kostur er, enda er líf­eyr­ir­inn senni­lega með mik­il­væg­ari rétt­indum sem fólk á. Það er freist­andi að fara sífellt inn í líf­eyr­is­rétt­indin til að leita lausna við tíma­bundnum vanda en þeim mun mik­il­væg­ara að hreyf­ingin standi í lapp­irn­ar,“ skrifar hún.

Hags­munir launa­fólks verða að vera tryggðir

Þá seg­ist Drífa halda sig við það sem hún hefur hingað til sagt: „Ef á að krukka í rétt­indum vinn­andi fólks þá þarf það að ger­ast í stærra sam­hengi, í sam­ráði og sam­tali við opin­bera mark­að­inn, atvinnu­rek­endur og stjórn­völd. Ef farið er inn í kjara­samn­inga verða hags­munir launa­fólks að vera tryggðir með öðrum hætti og þeim bætt upp skerð­ing­in. Þetta er mitt við­horf og það hefur ekki breyst síð­ustu vik­ur.

Sterk verka­lýðs­hreyf­ing er gríð­ar­lega mik­il­væg um þessar mundir eins og alla jafna á krísu­tím­um. Ég harma úrsagnir úr mið­stjórn ASÍ enda er sam­staða hreyf­inga launa­fólks ein af grunn­for­sendum þess að stað­inn sé vörður um kjör almenn­ings. Við munum halda ótrauð áfram í þeim risa­verk­efnum sem við erum að glíma við.“

Í til­efni frétta dags­ins vil ég segja þetta: Um leið og þetta ástand sem nú ríkir vegna heims­far­ald­urs skap­að­ist...

Posted by Drífa Snæ­dal on Wed­nes­day, April 1, 2020


Sterk verka­lýðs­hreyf­ing aldrei eins mik­il­væg og í kreppu

Þá kemur enn fremur fram í ályktun mið­stjórn­ar­innar að Alþýðu­sam­bandið hafi á und­an­förnum vikum unnið með stjórn­völdum og sam­tökum atvinnu­rek­enda að aðgerðum sem ætlað sé að minnka höggið af nið­ur­sveifl­unni á heimil og fyr­ir­tæki. En það þurfi að gera bet­ur. Atvinnu­leys­is­bætur þurfi að hækka og það þurfi að tryggja fé til virkra vinnu­mark­aðs­að­gerða. Það þurfi að tryggja afkomu­ör­yggi hópa sem ekki falla undir lög um hluta­bætur eða um laun í sótt­kví. Þar eigi í hlut við­kvæmir hópar sem þurfi að verja bet­ur. Það þurfi að tryggja hús­næð­is­ör­yggi. Það þurfi að nýta skatt­kerfið með mark­viss­ari hætti til tekju­jöfn­unar og verja grunn­stoðir vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Þá verði að tryggja að verð­lag hald­ist stöðugt og kjör skerð­ist ekki vegna verð­bólgu. Styrkur og mik­il­vægi opin­bera heil­brigð­is­kerf­is­ins ætti jafn­framt að vera öllum ljós við þær aðstæður sem nú ríkja.

„Sterk verka­lýðs­hreyf­ing er mik­il­væg á öllum tímum en aldrei eins og í kreppu. Þá reynir á sam­stöðu og skýra sýn. Á slíkum stundum er mik­il­vægt að sjá heild­ar­mynd­ina. Verja rétt­indi og kjör og standa dyggan vörð um vel­ferð­ar­kerf­ið. Við erum sterk­ari sam­an,“ segir að lokum í ályktun mið­stjórnar ASÍ.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent