Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá þeim gleðifréttum á upplýsingafundi almannavarna í dag að fyrsti sjúklingurinn sem þurfti að leggjast á gjörgæslu vegna COVID-19 og fara í öndunarvél er nú útskrifaður af deildinni og dvelur nú á almennri deild. Þetta er sá sjúklingur sem fyrstur þurfti að fara í öndunarvél vegna sjúkdómsins. „Jákvæðar og góðar fréttir í dag,“ sagði Páll. „Þetta er auðvitað gleðilegt fyrir sjúklinginn sjálfan og aðstandendur en einnig fyrir allt starfsfólkið sem hefur sinnt honum og svo okkur öll.“
Núna liggja 45 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. Ellefu eru á gjörgæslu Landspítalans og einn á Akureyri. Á Landspítalanum eru átta í öndunarvél og einn á Akureyri.
Páll benti á að þrjátíu sjúklingar sem hafa verið lagðir inn á Landspítalann með COVID-19 hafi verið útskrifaðir frá upphafi faraldursins.
Í heild hafa 336 einstaklingar hér á landi jafnað sig af sjúkdómnum.
Á upplýsingafundinum var spurt hvenær og hversu margir hefðu legið á gjörgæslu Landspítalans þegar flest hefur verið. Alma Möller landlæknir, sem var yfirlæknir á gjörgæsludeildinni í Fossvogi lengi, sagðist muna eftir því að fyrir um tíu árum hafi þrettán sjúklingar verið á gjörgæslu samtímis. „En það var mjög óvenjulegt.“
Alma man eftir því að það voru 13 sjúklingar á gjörgæslu einu sinni fyrir tíu árum. „það var mjög óvenjulegt.“
Landspítalann fékk margar öndunarvélar að gjöf á dögunum. Þær hafa verið yfirfarnar og eru nú til reiðu þegar og ef á þarf að halda.