Samkomubann framlengt til 4. maí

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann til 4. maí að tillögu sóttvarnalæknis. Það veldur áhyggjum hversu margir hafa veikst alvarlega af COVID-19 hér á landi.

kórónuveiran
Auglýsing

Svandís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fram­lengja til 4. maí þær ­tak­mark­anir á sam­komum og skóla­haldi sem áttu að falla úr gildi 13. apr­íl. Á­kvörð­unin er í sam­ræmi við til­lögu sótt­varna­lækn­is. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvar­lega veik­um ein­stak­lingum sem þurfa á gjör­gæslu að halda hefur fjölgað hratt, segir í til­kynn­ing­u á vef ráðu­neyt­is­ins. 

„Nú skiptir öllu máli að við höldum áfram að standa sam­an­ ­sem einn mað­ur, fylgja fyr­ir­mælum okkar besta fag­fólks og koma þannig í veg ­fyrir að álag á heil­brigð­is­kerfið fari yfir þol­mörk­in“ er haft eftir heil­brigð­is­ráð­herra í til­kynn­ing­unni.

Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis til heil­brigð­is­ráð­herra kom fram að marg­vís­leg­ar að­gerð­ir, m.a. fram­an­greindar tak­mark­an­ir, hafa skilað því að tek­ist hefur að hefta útbreiðslu COVID-19 í sam­fé­lag­inu. Til þessa hefur fjölgun smita ekki verið meiri en svo að hún helst í hendur við bjart­sýn­ustu spár hvað það varð­ar­ ­sam­kvæmt spálík­ani sér­fræð­inga þar að lút­andi sem sjá má á vefnum Covid.hi.­is. 

Auglýsing

Aftur á móti hefur alvar­lega veikum ein­stak­lingum fjölgað jafnt og þétt, sem ­lýsir sér m.a. með miklu álagi á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. Ljóst er að frek­ari aukn­ing á smiti í sam­fé­lag­inu með fjölgun alvar­lega veikra, get­ur ­skapað mik­inn vanda innan heil­brigð­is­kerf­is­ins og tor­veldað því að gegna hlut­verki sínu eins og þörf kref­ur.

­Tak­mörk­un­um verði aflétt í áföngum

Eng­ar breyt­ingar verða á gild­andi tak­mörk­unum á sam­komum og skóla­haldi aðrar en fram­lengdur gild­is­tími til 4. maí. Á tíma­bil­inu verður und­ir­búin áætlun um hvernig best megi standa að því að aflétta gild­andi tak­mörk­unum í áföng­um. ­Stefnt er að því að kynna þau áform fyrir lok þessa mán­að­ar.

Veitt­ar und­an­þágur halda gildi

Und­an­þág­ur ­sem veittar hafa verið frá tak­mörk­unum á sam­komum og skóla­haldi munu halda ­gildi sínu sem nemur fram­leng­ingu aðgerða, þ.e. til 4. maí. Á­réttað er að und­an­þágur eru því aðeins veittar að mikið sé í húfi, þ.e. í þág­u alls­herj­ar­reglu, öryggis rík­is­ins eða til verndar lífi eða heilsu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent