Meira en 300 Íslendingar hafa náð sér af COVID-19

Staðfest ný smit í gær voru 45. Nú liggja 44 sjúklingar á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af tólf á gjörgæslu.

sólarlag
Auglýsing

Stað­fest smit af kór­ónu­veirunni eru orðin 1.364 hér á landi. Í gær voru þau 1.319 og hefur þeim því fjölgað um 45 á einum sól­ar­hring. Í dag eru 6.300 ein­stak­ling­ar í sótt­kví og hefur fækkað tölu­vert frá því í gær er fjöld­inn var 7.166. Mun fleiri hafa nú lokið sótt­kví eða 10.289.

Nú liggja 44 ­sjúk­lingar á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins, þar af tólf á gjör­gæslu, ­sam­kvæmt því sem fram kemur á síð­unni Covid.­is. Þar kemur einnig fram að 309 hafi náð sér af sjúk­dómnum til þessa.

Af þeim sem ­greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru fjögur lát­in.

Auglýsing

Í dag hafa 22.195 ­sýni verið tekin frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Síð­asta sól­ar­hring­inn voru 930 sýn­i ­tekin hjá Íslenskri erfða­grein­ingu og 335 hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans.

55% þeirra ­sem hafa greinst með veiruna voru þegar í sótt­kví. Þetta hefur sótt­varna­lækn­ir ­sagt sýna hversu nauð­syn­leg sótt­kví er þegar kemur að því að fækka smitum og hægja á útbreiðslu sjúk­dóms­ins.

Smá­vægi­leg breyt­ing myndi auka álag á gjör­gæslu tals­vert

Í spálík­an­i ­vís­inda­manna við Háskóla Íslands sem upp­fært var í gær kemur fram að á með­an far­ald­ur­inn gengur yfir er gert ráð fyrir því að rúm­lega 1.800 manns á Ísland­i verði greind með COVID-19 í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins, en talan gæti náð nær 2.500 manns sam­kvæmt svart­sýnni spá.

Gert er ráð ­fyrir að fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan sjúk­dóm nái hámarki í fyrst­u viku apríl og verði senni­lega um 1.200 manns, en gæti viku seinna náð 1.700 ­manns sam­kvæmt  svart­sýnni spá.

Þá er gert ráð ­fyrir að á meðan að far­ald­ur­inn gangi yfir muni 120 manns þarfn­ast inn­lagnar á sjúkra­hús, en gæti náð hátt í 180 manns.

Mesta álag á heil­brigð­is­þjón­ustu vegna sjúkra­húsinn­lagna verður fyrir miðjan apríl en þá er ­gert ráð fyrir að um það bil 60 ein­stak­lingar geti verið inniliggj­andi á sama ­tíma, en svart­sýnni spá er 90 ein­stak­ling­ar.

Gert er ráð ­fyrir því að á tíma far­ald­urs­ins muni um 26 ein­stak­lingar veikj­ast alvar­lega, þ.e. þurfa inn­lögn á gjör­gæslu, á tíma­bil­inu en svart­sýnni spá er 40 ein­stak­ling­ar.

Mesta álag á gjör­gæslu­deildir gæti orðið í annarri viku apr­íl, en þá er búist við því að 10 ­manns liggi þar inni á sama tíma, en sam­kvæmt svart­sýnni spá gætu það verið 18 ­manns.

Smá­vægi­leg hliðrun ald­urs­dreif­ingar í átt að fleiri greindum smitum meðal ein­stak­linga ­yfir sex­tugt myndi auka álag á heil­brigð­is­þjón­ustu tals­vert.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent