Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands hefur dregist saman um næstum 30 milljarða króna frá áramótum. Í lok desember síðastliðins var markaðsvirði þeirra 195,1 milljarður króna en við lok viðskipta síðastliðinn þriðjudag var það 165,6 milljarðar króna.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Nasdaq Iceland, sem rekur íslensku Kauphöllina.
Veðsetning hlutabréfa skarpt á síðast ári. Í byrjun þess var markaðsvirði veðsettra hlutabréfa 129 milljarðar króna. Í lok þess var það komið upp í rúmlega 195 milljarða króna og virði veðsettra hlutabréfa því aukist um 66 milljarða króna, eða 50 prósent.
Það er vel umfram þá hækkun sem varð á markaðsvirði allra hlutabréfa í íslensku Kauphöllinni á árinu 2019, en þau hækkuðu í heild um 30 prósent.
Alls er hlutfall veðtöku um 15,5 prósent,
Heildarvirði félaga hríðfallið ár ársfjórðungnum
Árið 2020 hefur svo reynst fjárfestum erfitt. Heildarvirði hlutabréfa þeirra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn, alls 24 talsins, var 1.251 milljarður króna í lok árs 2019.
Í lok mars var það 1.067 milljarðar króna og hafði dregist saman um 184 milljarða króna á þremur mánuðum.
Eftir að heildarmarkaðsvirðið skreið aftur yfir eitt þúsund milljarða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var markaðsvirði veðsettra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 milljörðum kóna og upp í 123 milljarða króna. Hlutfall veðtöku af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga á þessu tímabili var frá um tíu prósent og upp í tæplega 14 prósent.
Þá virðist hafa átt sér stað einhver breyting samhliða því að fleiri einkafjárfestar eru að gera sig gildandi á markaðnum. Frá því í lok september 2018 og fram til loka desember 2019 jókst markaðsvirði veðsettra hlutabréfa um 71 milljarð króna. Á síðasta ári einu saman jókst hún um 65 milljarða króna og ef síðasti ársfjórðungur ársins 2019 er skoðaður einn og sér þá jókst hún um 25 milljarða króna, eða um 15 prósent.
Mikil veðsetning á árunum fyrir hrun
Veðsetning hlutabréfa var mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal annars til mikla kerfislega áhættu hérlendis. Stór fjárfestingarfélög, sem áttu meðal annars stóra hluti í bönkum, fengu þá lánaðar háar fjárhæðir með veði í bréfum, til að kaupa önnur hlutabréf. Þegar eitthvað súrnaði varð keðjuverkun vegna krosseignarhalds.
Auk þess lánuðu íslenskir bankar fyrir hlutabréfakaupum í sjálfum sér með veði í bréfunum sjálfum. Með því var öll áhættan hjá bönkunum sjálfum ef illa færi. Tilgangurinn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðlileg eftirspurn var eftir, og þar með til að hafa áhrif á eðlilega verðmyndun. Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönkunum þremur að þetta atferli hafi falið í sér markaðsmisnotkun.
Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með lagabreytingum á undanförnum árum.
Haftalosun hleypti fagfjárfestum út
Eftir hrun voru sett fjármagnshöft. Þau gerðu það að verkum að íslensku lífeyrissjóðirnir voru fastir inni í íslensku efnahagslífi með þá nýju fjármuni sem þeir þurftu að ávaxta ár hvert. Þeir þurftu því að kaupa allflest sem var á boðstólum, þar með talið hlutabréf í þeim félögum sem skráð voru á markað í endurreisnarferli íslensku Kauphallarinnar.
Þegar höftunum var lyft, sem gerðist að stærstu leyti vorið 2017, gátu fagfjárfestarnir farið með fjármuni sína í annarskonar fjárfestingar. Það hafa þeir margir hverjir gert. Lífeyrissjóðir landsins hafa verið að taka fjármuni úr virkri stýringu hjá verðbréfasjóðum til að fjárfesta meira erlendis og erlendu fjárfestingarsjóðirnir hafa minnkað nær allar stöður sínar nema í Marel og Arion banka.
Lítill sem enginn áhugi virðist vera erlendis frá á mikilli fjárfestingu hérlendis, eins og sást ljóslega þegar bindiskylda var lækkuð niður í núll snemma árs í fyrra, aðgerð sem var til þess fallinn að reyna að örva erlenda fjárfestingu. Síðan að það var gert hefur erlend fjárfesting verið minni en hún var á sama tíma árið áður.
Jókst hratt í fyrra
Veðsett hlutabréfakaup hafa ekki verið jafn algengt tískufyrirbrigði síðastliðinn áratug og þau voru áður, þótt vissulega séu undantekningar þar á. Í lok árs 2014 var markaðsvirði veðsettra hluta 11,25 prósent af heildarmarkaðsvirði félaga í Kauphöll Íslands.
Eftir að heildarmarkaðsvirðið skreið aftur yfir eitt þúsund milljarða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var markaðsvirði veðsettra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 milljörðum kóna og upp í 123 milljarða króna. Hlutfall veðtöku af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga á þessu tímabili var frá um tíu prósent og upp í tæplega 14 prósent.
Þá virðist hafa átt sér stað einhver breyting samhliða því að fleiri einkafjárfestar eru að gera sig gildandi á markaðnum. Frá því í lok september 2018 og fram til loka desember 2019 jókst markaðsvirði veðsettra hlutabréfa um 72 milljarð króna. Á síðasta ári einu saman jókst hún um 66 milljarða króna og ef síðasti ársfjórðungur ársins 2019 er skoðaður einn og sér þá jókst hún um 25 milljarða króna, eða um 15 prósent.