Boris Johnson lagður inn á spítala

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.

Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hefur verið lagður inn á spít­ala í London til skoð­un­ar. Hann hefur verið með „þrá­lát ein­kenni“ COVID-19 sýk­ing­ar, þar á meðal háan hita, allt frá því hann greind­ist með veiruna fyrir tíu dögum síð­an.

Sam­kvæmt frétt BBC, þar sem vitnað er til orða tals­konu for­sæt­is­ráð­herr­ans, var John­son lagður inn að lækn­is­ráði og er inn­lögn hans sögð var­úð­ar­ráð­stöf­un.

John­son, sem er 55 ára gam­all, mun halda áfram að leiða rík­is­stjórn­ina frá degi til dags þrátt fyrir að leggj­ast inn á spít­ala. Hann hefur verið í sótt­kví heima hjá sér á Down­ing-­stræti frá því að hann greind­ist með kór­ónu­veirusmit.



„For­sæt­is­ráð­herr­ann þakkar heil­brigð­is­starfs­fólki fyrir þeirra ótrú­legu elju og brýnir fyrir almenn­ingi að halda áfram að fara eftir til­mælum rík­is­stjórn­ar­innar um að halda kyrru fyrir heima, verja heil­brigð­is­kerfið og bjarga manns­líf­um,“ segir tals­kona for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Auglýsing

Á vef Guar­dian segir að blaðið hafi í lið­inni viku fengið upp­lýs­ingar um að líðan for­sæt­is­ráð­herr­ans hefði hrakað mjög og að læknar sem hefðu með­höndlað hann hefðu haft áhyggjur af öndun hans.

Á þeim tíma­punkti, sam­kvæmt frétt Guar­di­an, þvertóku tals­menn for­sæt­is­ráð­herr­ans þó fyrir að heilsa John­son væri orðin veru­lega verri og sögðu að engar áætl­anir væru uppi um að hann legð­ist inn á spít­ala.

Drottn­ingin ávarp­aði þjóð­ina

Fyrr í kvöld ávarp­aði Elísa­bet Breta­drottn­ing þjóð­ina í sjón­varpi. Hún sagði að sú áskorun sem Bret­land stæði frammi fyrir nú væri ólík öðrum sem landið hefði tek­ist á við, en einnig að hún væri þess full­viss að ríki heims myndu í sam­vinnu ná árangri í bar­átt­unni við vágest­inn.

„Við ættum að sækja huggun í það að þó frek­ari raunir séu framund­an, munu betri dagar brátt blasa við, við munum brátt vera með vinum á ný, við munum brátt vera með fjöl­skyldum okkar á ný, við munum hitt­ast aft­ur,“ sagði drottn­ing­in, í inn­blásnu ávarpi sínu.









Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent