Boris Johnson lagður inn á spítala

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.

Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hefur verið lagður inn á spít­ala í London til skoð­un­ar. Hann hefur verið með „þrá­lát ein­kenni“ COVID-19 sýk­ing­ar, þar á meðal háan hita, allt frá því hann greind­ist með veiruna fyrir tíu dögum síð­an.

Sam­kvæmt frétt BBC, þar sem vitnað er til orða tals­konu for­sæt­is­ráð­herr­ans, var John­son lagður inn að lækn­is­ráði og er inn­lögn hans sögð var­úð­ar­ráð­stöf­un.

John­son, sem er 55 ára gam­all, mun halda áfram að leiða rík­is­stjórn­ina frá degi til dags þrátt fyrir að leggj­ast inn á spít­ala. Hann hefur verið í sótt­kví heima hjá sér á Down­ing-­stræti frá því að hann greind­ist með kór­ónu­veirusmit.„For­sæt­is­ráð­herr­ann þakkar heil­brigð­is­starfs­fólki fyrir þeirra ótrú­legu elju og brýnir fyrir almenn­ingi að halda áfram að fara eftir til­mælum rík­is­stjórn­ar­innar um að halda kyrru fyrir heima, verja heil­brigð­is­kerfið og bjarga manns­líf­um,“ segir tals­kona for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Auglýsing

Á vef Guar­dian segir að blaðið hafi í lið­inni viku fengið upp­lýs­ingar um að líðan for­sæt­is­ráð­herr­ans hefði hrakað mjög og að læknar sem hefðu með­höndlað hann hefðu haft áhyggjur af öndun hans.

Á þeim tíma­punkti, sam­kvæmt frétt Guar­di­an, þvertóku tals­menn for­sæt­is­ráð­herr­ans þó fyrir að heilsa John­son væri orðin veru­lega verri og sögðu að engar áætl­anir væru uppi um að hann legð­ist inn á spít­ala.

Drottn­ingin ávarp­aði þjóð­ina

Fyrr í kvöld ávarp­aði Elísa­bet Breta­drottn­ing þjóð­ina í sjón­varpi. Hún sagði að sú áskorun sem Bret­land stæði frammi fyrir nú væri ólík öðrum sem landið hefði tek­ist á við, en einnig að hún væri þess full­viss að ríki heims myndu í sam­vinnu ná árangri í bar­átt­unni við vágest­inn.

„Við ættum að sækja huggun í það að þó frek­ari raunir séu framund­an, munu betri dagar brátt blasa við, við munum brátt vera með vinum á ný, við munum brátt vera með fjöl­skyldum okkar á ný, við munum hitt­ast aft­ur,“ sagði drottn­ing­in, í inn­blásnu ávarpi sínu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent