Boris Johnson lagður inn á spítala

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.

Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Auglýsing

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hefur verið lagður inn á spít­ala í London til skoð­un­ar. Hann hefur verið með „þrá­lát ein­kenni“ COVID-19 sýk­ing­ar, þar á meðal háan hita, allt frá því hann greind­ist með veiruna fyrir tíu dögum síð­an.

Sam­kvæmt frétt BBC, þar sem vitnað er til orða tals­konu for­sæt­is­ráð­herr­ans, var John­son lagður inn að lækn­is­ráði og er inn­lögn hans sögð var­úð­ar­ráð­stöf­un.

John­son, sem er 55 ára gam­all, mun halda áfram að leiða rík­is­stjórn­ina frá degi til dags þrátt fyrir að leggj­ast inn á spít­ala. Hann hefur verið í sótt­kví heima hjá sér á Down­ing-­stræti frá því að hann greind­ist með kór­ónu­veirusmit.„For­sæt­is­ráð­herr­ann þakkar heil­brigð­is­starfs­fólki fyrir þeirra ótrú­legu elju og brýnir fyrir almenn­ingi að halda áfram að fara eftir til­mælum rík­is­stjórn­ar­innar um að halda kyrru fyrir heima, verja heil­brigð­is­kerfið og bjarga manns­líf­um,“ segir tals­kona for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Auglýsing

Á vef Guar­dian segir að blaðið hafi í lið­inni viku fengið upp­lýs­ingar um að líðan for­sæt­is­ráð­herr­ans hefði hrakað mjög og að læknar sem hefðu með­höndlað hann hefðu haft áhyggjur af öndun hans.

Á þeim tíma­punkti, sam­kvæmt frétt Guar­di­an, þvertóku tals­menn for­sæt­is­ráð­herr­ans þó fyrir að heilsa John­son væri orðin veru­lega verri og sögðu að engar áætl­anir væru uppi um að hann legð­ist inn á spít­ala.

Drottn­ingin ávarp­aði þjóð­ina

Fyrr í kvöld ávarp­aði Elísa­bet Breta­drottn­ing þjóð­ina í sjón­varpi. Hún sagði að sú áskorun sem Bret­land stæði frammi fyrir nú væri ólík öðrum sem landið hefði tek­ist á við, en einnig að hún væri þess full­viss að ríki heims myndu í sam­vinnu ná árangri í bar­átt­unni við vágest­inn.

„Við ættum að sækja huggun í það að þó frek­ari raunir séu framund­an, munu betri dagar brátt blasa við, við munum brátt vera með vinum á ný, við munum brátt vera með fjöl­skyldum okkar á ný, við munum hitt­ast aft­ur,“ sagði drottn­ing­in, í inn­blásnu ávarpi sínu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent