Endurskoða reglur er varða komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Sóttvarnalæknir segir að verið sé að endurskoða reglur varðandi komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum hingað til lands.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Von er á næsta skemmti­ferða­skipi til lands­ins þann 1. maí næst­kom­andi. Þetta kom fram í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á dag­legum blaða­manna­fundi í dag. Hann segir það þó ekki vera ljóst hvort skipið muni koma til lands­ins eða hvernig því verði háttað nákvæm­lega.

„En ég held að það sé algjör­lega ljóst að við þurfum að end­ur­skoða þessar reglur sem hafa verið í gangi um komu ferða­manna á skemmti­ferða­skip­um. Við þurfum að setja miklu strang­ari reglur ef við ætlum að hafa sam­ræmi í því sem við erum að gera, bæði með strangar tak­mark­anir hér inn­an­lands þá þurfum við að vera með það líka fyrir far­þega á svona stórum skipum og reyndar túrista líka almennt,“ sagði Þórólf­ur.

Hann sagði að öll þessi mál væru í end­ur­skoðun og myndu þau koma með nið­ur­stöður úr þeirri skoðun fljót­lega.

Auglýsing

Vilja ekki fá far­ald­ur­inn í bakið aftur

Þórólfur sagði jafn­framt mikla vinnu vera framundan að skipu­leggja hvað ger­ist eftir 4. maí þegar núver­andi tak­mörk­unum linn­ir. Það yrði verk að vinna „en eins og áður hefur verið sagt þá þarf að aflétta tak­mörk­unum mjög hægt ef við eigum ekki að fá far­ald­ur­inn í bakið eins og virð­ist vera að ger­ast sums staðar erlend­is.“ Hann benti á að á sumum stöðum í heim­inum virt­ist vera að blossa upp sýk­ingar aft­ur.

Met­dagur í sýna­tökum

Fram kom í fréttum fyrr í dag að stað­­fest smit af kór­ón­u­veirunni væru orðin 1.562 hér á landi. Í gær voru þau 1.486 og hefur þeim því fjölgað um 76 á einum sól­­­ar­hring. Í dag eru 5.262 manns í sótt­­­kví og hefur þeim fækkað frá því í gær er fjöld­inn var 5.511. Alls hafa 12.467 ­manns lokið sótt­­­kví.

Í dag eru 1.096 ein­stak­l­ingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.054. Alls hafa 460 ­náð bata.

Tæp­­lega ­sex­­tíu ný smit greindust í þeim 867 sýnum sem tekin voru á sýkla- og veiru­fræð­i­­deild Land­­spít­­ala í gær. Af 1.619 sýnum sem tekin voru hjá Íslenskri erfða­­grein­ingu fund­ust fimmtán ný smit. Alls hafa 27.880 sýni verið tekin hér á landi frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent