Endurskoða reglur er varða komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Sóttvarnalæknir segir að verið sé að endurskoða reglur varðandi komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum hingað til lands.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Von er á næsta skemmti­ferða­skipi til lands­ins þann 1. maí næst­kom­andi. Þetta kom fram í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á dag­legum blaða­manna­fundi í dag. Hann segir það þó ekki vera ljóst hvort skipið muni koma til lands­ins eða hvernig því verði háttað nákvæm­lega.

„En ég held að það sé algjör­lega ljóst að við þurfum að end­ur­skoða þessar reglur sem hafa verið í gangi um komu ferða­manna á skemmti­ferða­skip­um. Við þurfum að setja miklu strang­ari reglur ef við ætlum að hafa sam­ræmi í því sem við erum að gera, bæði með strangar tak­mark­anir hér inn­an­lands þá þurfum við að vera með það líka fyrir far­þega á svona stórum skipum og reyndar túrista líka almennt,“ sagði Þórólf­ur.

Hann sagði að öll þessi mál væru í end­ur­skoðun og myndu þau koma með nið­ur­stöður úr þeirri skoðun fljót­lega.

Auglýsing

Vilja ekki fá far­ald­ur­inn í bakið aftur

Þórólfur sagði jafn­framt mikla vinnu vera framundan að skipu­leggja hvað ger­ist eftir 4. maí þegar núver­andi tak­mörk­unum linn­ir. Það yrði verk að vinna „en eins og áður hefur verið sagt þá þarf að aflétta tak­mörk­unum mjög hægt ef við eigum ekki að fá far­ald­ur­inn í bakið eins og virð­ist vera að ger­ast sums staðar erlend­is.“ Hann benti á að á sumum stöðum í heim­inum virt­ist vera að blossa upp sýk­ingar aft­ur.

Met­dagur í sýna­tökum

Fram kom í fréttum fyrr í dag að stað­­fest smit af kór­ón­u­veirunni væru orðin 1.562 hér á landi. Í gær voru þau 1.486 og hefur þeim því fjölgað um 76 á einum sól­­­ar­hring. Í dag eru 5.262 manns í sótt­­­kví og hefur þeim fækkað frá því í gær er fjöld­inn var 5.511. Alls hafa 12.467 ­manns lokið sótt­­­kví.

Í dag eru 1.096 ein­stak­l­ingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.054. Alls hafa 460 ­náð bata.

Tæp­­lega ­sex­­tíu ný smit greindust í þeim 867 sýnum sem tekin voru á sýkla- og veiru­fræð­i­­deild Land­­spít­­ala í gær. Af 1.619 sýnum sem tekin voru hjá Íslenskri erfða­­grein­ingu fund­ust fimmtán ný smit. Alls hafa 27.880 sýni verið tekin hér á landi frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Sérhagsmunaöflin „stökkva á tækifærið“ til að hafa afkomuöryggið af fólki
Forseti Alþýðusambands Íslands setti 44. þing sambandsins í dag. Hún sagði í ávarpi við þingsetningu að hættan þegar harðnar á dalnum væri sú að réttindi yrðu gefin eftir og ójöfnuður ykist.
Kjarninn 21. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
Kjarninn 21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ósannfærandi málamiðlunartillaga
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Árni Stefán Árnason
Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks
Kjarninn 21. október 2020
Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar undir umsögnina.
Vill nánari útlistun á aðhaldsaðgerðum
Viðskiptaráð kallar eftir nánari útskýringu á því hvernig hið opinbera ætlar að haga aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem eru boðaðar eftir rúm tvö ár.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent